Vísir - 03.01.1981, Qupperneq 19

Vísir - 03.01.1981, Qupperneq 19
Halldór Laxness: , ,Ástúólegt Tómas Guömundsson veröur áttræöur á þriðju- daginn kemur. I tilefni af- mælisins mun Almenna bókafélagið gefa út dálítið kver til heiðurs skáldinu og rita þar ýmsir menn kveðj- ur sínar til Tómasar. Meðal þeirra er Halldór Laxness og hefur Vísir fengið góðfúslegt leyfi Halldórs og Almenna bókafélagsins til að birta hér grein hans. Manstu Tommi þegar við vorum strákar að yrkja um sjóinn, ég i dagblaðið Fréttir um „úthafsins tröllaukna lúnga", þú frægar siglíngavisur: Um vorkvöldin siðla ég sigli einn um sundin blá. Sem betur fer breytti rit- stjóri Frétta orðalaginu hjá mér og strikaði út líkínguna um lúnga hafs- ins. Afturámóti spurðum við félagar þínir: Hvað er klukkan þegar þú ferð út að sigla um vorkvöld síðla, — tólf á miðnætti eða þrjú að morni? Jóhann okkar Jónsson orti fyrir sitt leyti Hafið dreymir sem er með öllu óskiljanlegt og hefur reyndar aldrei séstá prenti siðan það kom i þversum- blaðinu Landinu. Mig minnir Davíð hafi aldrei ort mikið um sjó, en hann málaði upp himnaríki þar sem Þjóðsögur Jóns Árna- sonar gerast fyrir innan hliðið. Karlar í Eyrbyggju geingu hinsvegar aftur ef þeir druknuðu i sjó, en höfðíngjar þeirrar bókar tignuðu grænan grasblett meðan þeir lifðu, en dóu siðan inni fjall, og virðist lögmálið sem býr í þessari tilhögun liggja utanvið tið- ina einsog manvit i Völu- spá (og reyndar einsteins- kenníngin). Annars var sá hugar- heimur í valtara lagi þar sem við vorum bornir Tómas, ekki síst af þvi manvit og uppfræðsla, en einkum þó visindi kyn- slóðarinnar á undan okkur, hafði hruggað óþyrmilega við gildum kennisetníng- um, óvinnanlegum hugar- ins borgum sem höfðu ver- ið reistar okkur norður- evrópumönnum fyrst i Sið- bótinni siðan i Upplýsing- unni, þá hafði líka róman- tíkin, þessi fína viðkvæma stefna, farið fyrir litið, og þarnæst Heine, mest fyrir tilverknað dekadentanna frönsku, en þeir tömdu sér affarasnið sem særði rómantikina til ólifis. Við vitum ekki hvernig farið hefði hér hjá okkur ef Jónas Hallgrímsson hefði ekki náð í skottið á neista Heines, en það varst þú sem bjargaðir málum hjá okkur með kurteisri iróniu þegar ofmargir voru orðn- ir bergmál af Heine, — þó ekki Matthias Jochumsson og Einar Benediktsson. Ekki er hægt að segja að verulega hafi batnað í ári hjá islenskum skáldum þegar klassisk sálarfræði varð að þola niðurbrot, meðal annars vegna Freuds, auk þeirra ágætu viðbragðaf ræðinga Pavlovs og Bekterefs sem útskýrðu mannssálina með því að rannsaka hunda. Síðan komu eðlisfræðilegir og efnafræðilegir sálfræð- íngar til sögunnar, að ógleymdum þeim gárúngi Einstein sem á okkar æskudögum reiknaði með einfaldri jöfnu alheiminn úr þeim skorðum sem við höfðum meðtekið frá Kopernikusi, Galilei og Bruno, mönnum sem reyndar voru á sinum tima teknir úr umferð. Þegar ég var tiður gestur i London á árunum sætti ég einlægt færi að skreppa á kvöldin að hlusta á hið eina skáld og visindamann sem þá var enn ókeypis á almannafæri í heiminum og lét sig aldrei, en það var sá maður í Hyde Park Corner sem sannaði með rökum oft á dag að jörðin væri flöt. Sumir segja að aldrei hafi orðið til dugandi skáldskapur í heiminum síðan menn hættu að trúa því að jörðin væri f löt, amk er hægt að sanna með rök- um að öll söguleg stórskáld fortiðarinnar, og ég held allir ærlegir og málsmet- andi frelsarar heimsins, í hvaða stjörnumerki sem þeirvoru bornir, hafitrúað þvi að jörðin væri flöt. Kofarnir þar sem við leitum okkur skjóis um stundarsakir á þessari ein- mana gaungu hafa þvi miður einkennilega til- hneigingu til að gánga upp fyrir eldi. Ein kona bjarg- aði samt skörúngnum útúr brennandi húsi sinu. Þó ótrúlegt megi virðast þá skiftir það máli að bjarga skörúngnum, þar fylgir von um að aftur verði bygt lágt hús með litlum arni og stofnuð glóð sem þarf að skara i. Mannkynið er ein- kennilegt kyn og skáld eru með nokkrum hætti full- trúar þess, svo lífs sem liðnir, og hvort mönnum likar betur eða ver. i einu hinna nýrri kvæða Tómasar standa orð sem hitta i mark hjá fornum skáldbróður, og að visu var aldrei eins vandabundinn gyðjunni né orðvar fyrir hennar skuld og hann. I þessu nýa kvæði segir skáldið frá því er „gamall maður" geingur útum við- an völl á kyrlátri síðdegis- stund að sumri til og hittir þar aftur alla ástvini bersku sinnar samkvæmt fyrirmyndinni frá Iðavelli. Hann furðar sig ekki á öðru en þvi hve alt tekur þar ástúðlega á móti hon- um rétt einsog forðum: fuglar blóm og dýr. Sé litið á tilveruna sem fyrirtæki, tilamunda lögfræðilega, þá er það einmitt þetta „ástúðlega alt" sem manni hlotnast í hreinan ágóða hvernig sem alt veltist.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.