Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 20

Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 20
Laugardagur 3. janúar 1981 Mánuðirnir •jnuoj>| oz!«? uum 60 j>| os !W? Jeuuy OL uuo|suoh 6 'líioqojus '8 jn|S3qjBj|sa~i •/ jddn ujnunxnq ep|eq pe |jj_ 9 u6aj||n9 s toq jn;es y uinu>|nq ^jj |6ue| oas jo uujsneq pe iac} j\/ 'G •soh z •je6uo>|B|ids l IHinitfO GflA UOAS Hvernig kemst litli kettlingurinn til stúlkunnar og kisu? eftir honum og ná i hann, en kettlingurinn veit ekki um hjálpað honum? Hundarnir ætla að bíða réttu leiðina. Getur þú Vitið þið, að árinu er skipt i 12 mánuði, og vitið þið, hvernig á því stendur? Það stendur svo á því, að orðið mánuður er dregið af máni, sem er annað heiti á tunglinu og þýddi upphaf- lega þann tíma, sem líður frá einni tunglkomu til þeirrar næstu, en á þeim tíma fer tunglið einu sinni hringinn í kring um jörðina. Arið er sá tími, sem jörðin er að fara einu sinni kring um sólina. Það er heldur lengri tími en tunglið þarf til að fara 12 sinnum í kring um jörðina, svo að það ber við, að 13 tungl „kvikni" á sama ár- inu eins og segir í þessarri gömlu visu: Tólf eru á ári tunglin greið, til ber að þrettán renni. Sólin gengur sína leið, svo sem guð bauð henni. En af því að það er óhentugt að hafa ekki allt- af jafn marga mánuði í árinu, hefur mönnum komið saman um, að þeir skyldu jafnan vera tólf, hvað sem tunglkomuf jölda liði. í gamla íslenzka tíma- talinu voru 12 mánuðir í árinu og 30 dagar í hverj- um, en það sem þá vantaði á fullt ár, var kallað auka- Gátur 1. Hvaða kóngar hafa aldrei átt neitt ríki? 2. Hvað sést best í myrkri? 3. Af hverju hefur gíraffinn svona langan háls? 4. Hvaða spurningu getur þú ekki svarað játandi? 5. Hvaða regn bleytir þig ekki? 6. Af hverju notar kóngur- inn rauð axlabönd? 7. Hvaða hestur var aldrei folald? 8. Hvaða bolti getur ekki hoppað? 9. Hvaða tönn getur maður ekki bitið með? 10. Tveir vinir hittust. Þá sagði annar: Gefðumértíu krónur af þinum pening- um, þá á ég jafn mikið og þú. Nei, sagði hinn. Gef þú mér 10 krónur, þá á ég helmingi meira en þú. Hve mikla peninga átti hvor þeirra? Eirikur Stefánsson. Vísismynd Anna Ljód Ljóðið i dag velur Eiríkur Stef ánsson, Furugrund 16. Hann velur sér: Gráðug kelling hitaði sér velling og borðaði namm, namm, namm, siðan sjálf jamm, jamm, jamm, af honum heilan helling. Svangur kallinn varð alveg dolfallinn og starði svo sko, sko, sko, heilan dag ho, ho, ho, ofan í tóman dallinn. Þorsteinn Valdimarsson. Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýjárs og þakka ykkur f yrir gamla árið. Ég þakka öllum krökkunum, sem hafa á gamla árinu sent sögur, teikningar og annað efni og vona að þið verðið dugleg að senda ef ni nú á ný ja árinu. venjulega, en þar sem eng- ir svigar eru, þar notum við þau óstytt. En annað þurf ið þið að vita um þessa mánuði líka en nöfnin, það er, að þeir eru mislangir, sumir 30dagar, aðrir 31, og einn, febrúar, venjulega 28 dagar, en 29 begar hlaupar er, en það er f jórða hvert ár. Kaf li þessi um mánuðina er tekinn úr Jólabókinni. nætur og ekki talið til neins mánaðar. Nú er það tímatal ekki notað lengur, því að hentugra er að hafa sama tímatal og aðrar þjóðir, en þó munu flest ykkar kannast við gömlu mánaðarnöf nin Þorri, Góa, Einmánuður og Harpa. Tímatalið, sem nú er fariðeftir, er komið frá Rómverjum. Mánaðanöfn- in í því eru öll á latínu, svo að þið getið sagt, að þið séuð orðin dálitið latínu- lærð, þegar þið hafið lært þau öll. Þau eru: Janúar- ius (janúar), Februarius (f ebrúar), Martius (mars) Aprilis (apríl), Maius (maí), Junius (júni), Julius (júlí), Augustus (ágúst), September, Oktober, November, Desember. ( svigum eru nöfnin stytt eins og við notum þau Umsjdn: Anna K. Brynjúlfs- dóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.