Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 2
2 Þriöjudagur 13. janúar 1981 Hverju spáir þú um þorrann? Helgi Gunnlaugsson trésmiður.: Ég held aðhann veröi bara góður, ekkert meiri snjór en venjulega. Arni Páll Jóhannsson ljós- myndari:Um Þorrann? Auðvitað verður sól, maður. Sigurður Jónsson sjúklingur: Hann getur orðiö svolitið kaldur. Einar H. Agústsson kennari: Ég held að hann verði heldur haröur i ár. Ég held að tiðin verði áfram einsog hún hefur verið að undan- förnu. Hólmgeir Jónsson, vinnur í Hörpu: Ég spái að hann verði ágætur, bjartur en kannski snjór. VÍSIR Undanfarna daga hafa málefni skáklistarinnar skotist öðrum málum fremur fram á útsíður dagblaöanna, þar sem nú er rætt um hugsanlegt heimsmeistara- einvigi hér á landi. Ingimar Jóns- son er forseti Skáksambands islands, og þvi þótti okkur ekki úr vegi að forvitnast ofurlitið um inanninn og sjá hvort ekki lægju að baki ýmis önnur áhugamál en skáklistin. Ingimar er fæddur á Akureyri 19. des. 1937. Hann er sonur Jóns Ingimarssonar, formanns Iðju, félags verksmiðjufólks á Akreyri, og skrifstofustjóra félagsins, og Gefnar Geirdal. Ingimar tók gagnfræðapróf á Akureyri og hélt til náms i Iþróttakennaraskóla Islands, þar sem hann útskrifaðist iþrótta- kennari 1958. Arið eftir hélt hann til A-Þýskalands i iþróttaháskóla i Leipzig, DHfK skólann. Þaöan lauk hann diplom iþróttakenn- araprófi 1964 og byrjaði siðan i sérnámi til undirbúnings doktors- ritgerðar. Doktorsritgerðina varöi Ingimar i mars 1968. „Ritgerðin fjallaði um sögu iþrótta á Islandi á fyrri hluta þessarar aldar, en áður haföi ég skrifað lokaritgerð við skólann.er fjallaði um sögu iþrótta á tslandi frá 1867 til stofnunar tþróttasam- bands tslands 1912”, sagði Ingi- mar. Ingimar er kvæntur Agnesi Löve, pianóleikara, og i Leipzig Ingimar Jónsson dr. paed. fæddust þeim tveir synir, sem nú eru 17 og 18 ára. Námstjóri i íþróttum Eftir að Ingimar kom heim 1968 hóf hann að kenna við Kennara- skóla tslands og siðar Kennara- háskólann. Þar kenndi hann allt til ársins 1977. Nokkru áður haföi hann byrjað að starfa á vegum Rætl við ingimar Jónsson torseta Skáksambands ísiands menntamálaráðuneytisins sem námstjóri i hálfri stööu, en undanfarin þrjú ár hefur hann verið i fullu starfi sem námstjóri i iþróttum. Ingimar var formaður Iþrótta- kennarafélags tslands frá 1971- 1977 og ritstýrir málgagni félags- ins, sem nefnist Iþróttamál. 1976 kom út alfræðibók um iþróttir i alfræðisafni Menningarsjóðs og sú bók er eftir Ingimar, reyndar tvö bindi. Skák/ iþróttir og tónlist ,,Ég var nú áður frjálsíþrótta- maður og það er nú eiginlega aðaláhugamálið ásamt skák- inni”, sagði Ingimar, er talið barst að áhugamálunum. „Ég lærði skák i fööurhúsum og hef haldið áhuganum siðan”, sagði Ingimar. Allt frá þvi að Ingimar yfirgaf föðurhúsin hafa verðlaunapeningarnir streymt inn. 15 ára gamall varð hann efstur á skákmóti á Akureyri, skákmeistari Norðlendinga 1957, tvisvar i ööru sæti á tslandsmót- inu næstu tvö ár, og keppti á ólympiuskákmótinu i Múnchen 1958. „En ég kann mannganginn ennþá”, sagði Ingimar, sem hefur ærið að starfa, þótt skák- iökun hafi að mestu lokið, þegar háskólanámið hófst. „Svo megum við ekki gleyma tónlistinni”, sagði Ingimar aö lokum. —AS. Gorvasoni, sem áður var uðalmálið, er nú aukaat- riði. Guðrún að læra á pQliiíkina Guðriju Helgadóttir varð stuðningsmaður rikisstjúrnarinnar á ný fyrir helgina með óvæntum hætti. ólafur Kagnar Grímsson, formaður þiugflokks Altýðubandalagsins, fékk Gunuar Thoroddsen til að lýsa því yfir, aö hann myndi gera ráöstafanir til þess að tryggja að Patrick Gervasoni verði ekki setidur i fangelsi í Frakklandi", og þar með var Guðrún lamin til stuðnings við stjórniha. Þetta loforð Gunnars er reyndar nokkurn veg- innsamhljóða þvi, sem Friðþjón Þórðarson, Gunnar: Kom viö i Kaupmannahöfn á leið- inni i uugnask-nöun i Björgvin. dómsmálaráðherra, hafði áður gefiö, en svo viröist sem Gunnar hafi þó þurft að leggja á sig Kaup- man nahafnarreísu til að ganga frá málunum. þar sem danski dómsmála- ráðherrann, sem Friðjón liaföi samið viö um þetta mál, hcfur dvalið í sól- arlöndum víösfjarri Gervasoni. Ekki verður hjá þvi koinist að benda á það misræmi. sem er á yfir- lýsingu forsætisráðherra nú og kröfum Guðrúnar llelgadóttur i Gervasoni- málinu. Þær kröfur voru á þá leið, aö Gervasoni fcngi landvist á tslandi, enda liafði Guðrún um það mörg orð, að henni kæmi ekkert við hvaö dönsk stjórnvöld gerðu. „Synjun á bciðni hans um landvist er hins vegar hncyksli, smánárblettur á islensku þjóðinni, sem ég hvorki vil né get borið ábvrgð á", sagði Guðrún I yfirlýsingu, sem birt var í Þjóöviljanum á gamlárs- dag. Og sama dag sagði hún i viðtali i Morgun- blaðinu: „Auðvitað stend eg við íyrri yfirlýsingar minar um að styðja ekki rikis- stjónina vegna brottvis- unar Gérvasoni”., Nú skiptir brottvísunin hins vegar ekki lengur niáli, heldur það eitt að dönsk yfirviild sjái lil þess að Gervasoni fari ekki i fangelsi i Frakk-„ landi. Guörún cr seni sagt að læra að stjórnmál eru list hins mögulega! Þælll p*um Eirik irá Brúnum Arni Bergmann ritaöi skemmtilega samantekt i Þjóðviljann um helgina um Eirik frá Brúnum. en með Eiríki og Steinari bónda i Paradisarheimt Ilalldórs Laxness er margt likt scm kunnugt cr. Nú hefur heyrst að forráðamenn rikis- útvarpsins liafi svipaða hugmynd og byggist ein- hvern tíma á næstunni flytja þætti Sverris Krist- jánssonar um Eirik. Það hefur einnig heyrst að leiklistardeild hljóö- varpsins niuni liefja flutning á samsettum þáttum siðar í vetur. I þeim veröur fjallað um tiltekna og þekkta ein- staklinga, islenska sem erlenda. Þættirnir verða samdir i frásagnar- og leikstil, en slikir útvarps- þættír eru mjög vinsætir crlendis. Forvitnilegt verður aö vita hvernig tii tekst bjá Kikisútvarpinu. og ánægjulegt til þess að vita að slikar nýjungar eigi þar upp á pallborðið. HáhðH hættir Eilthvað virðist menn- ingin eiga erfitt uppdrátt- ar á Akureyri um þessar mundir. Erfiðleikarnir við rekstur leikféiagsins á staðnum eru öllum kunn- ir, og nú er eina galleriið á Akurevrj að hætta starfsemi. 1 Það er „Gallery HáhóH”. sem starfaö hef- ur þar nyrðra siðustu fimm árin, en hættir nii þar sem rckstrargrund- völlurinn er brostinn, að þvl cr segir á Akureyr- arblaðinu „tslendingi”. Um 60 sýningar hafa verið baldnar I Háhól sið- ustu fimm árin, og þá bæði sýningar heima- manna og annarra lista- manna. Háhóll hefur þvf gegnt mikilvægu hlut- verki i menningarlifi á Akureyriog illt til þess aö vita að hann skuli nú þurfa að lcggja upp laup- aua. • Losa sig við horskhausana Eftirfarandi gat að lesa i Degi á Akureyri: „Skömmu fyrir jól var skipað út á Siglulirði tölu- verðu af þorskhausum, sem ciga að fara til Af- riku. iiausarnir voru þurrkaðir og verkaöir af félögum i Kiwanisklúbbn- um Skildi og þeim gefnir af þremur fyrirtækjum i bænum. Andvirði söl- unnar, sem er á 3ju mill- jón, rennur t.d. lil Ifknar- mála, eða annars sem félagar klúbbsins styrkja". Ekki hefur frést af þvi, að þeir Kiwanismenn á Siglufirði hafi leitað hingað suður eftir þorsk- hausum, en þeim er hér með bent á að gera það næst. Það er nefnilega alltof mikiðaf þorskhaus- um hér uin slóðir sem kunnugt er. Fékk Gunnar ekki tíma? Það hefur vakið nokkra athygli,' að Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra, er nú i Björgvin til að „ganga undir smá- vægilega aðgerö á öðru auga”, eins og það er orðaö. Það hefur lengi veriö vitað. að lengi þurfi að bfða eftir timum hjá is- tenskum augnlæknum. en að ástandiö væri svo slæmt, að forsætisráö- herra þyrfti að fara úr landi til „smávægilegra" augnlækninga mun vist fæstum liafa dottið i hug. Dýrasta bók á íslandl llósprentuð? Þaö er ekki fyrir neinn venjulegan mann að eign- ast Guöbrandsbibliu, þá merku bók. Til þess að kaupa hana þarf nokkrar árstekjur verkamanns. Nú kann aö verða breyting á þessu á næstu árum. A Kirkjuþingi var nefnilega samþykkt ályktun, þar sem Kirkju- ráði var faiið að leita til Stofnunar Arna Magnús- sonar um ljósprentun Guðbrandsbibliu áriö 1984 og útgáfu rits eöa ritgerð- ar um það verk. Slik út- gáfa yrði þá i tilefni þess, að umrætt ár veröa 400 ár liðin frá þvi biblia þessi kom fyrst út. Upphaflega biblian var iengi i smiöum, ef svo má að oröi komast, hjá Guð- brandi, og sjálf prentunin tók tvö ár. Hún var prent- uð i fimm hundruð eintök- um og kostaði eintakiö 2-3 kýrverð. Varla verður ljósprentunin jafn-dýr! Elias Snæland Jónsson, ritstjórnarfulltrúi, skrif- ar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.