Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 27
Þriöjudagur 13. janúar 1981 27 vtsnt óvenju fáir ðlvaöir víð akstur Okumenn sem teknir voru grunaðir um ölvun við akstur voru óvenju fáir um siðustu helgi aðsögnlögreglunnari Reykjavik. Töldu menn helst að hér vægi þyngst hinn stutti timi frá ára- mótum en stuttu eftir áramótin hefur ölvun við akstur jafnan verið fátiðari en á öðrum tima ársins. Styrktarféiag sogns: Keyptu hús- gðgn og snjðsleða Styrkarfélag Sogns.sem stofnað var i byrjun desember.hefur þeg- ar hafið störf af fullum krafti, en tiigangur féiagsins er að styðja fjárhagslega og á annan hátt við uppbyggingu meðferðarheimilis- ins að Sogni i ölfusi.þar sem SAA hefur rekið meðferðarheimili fyrir alkóhóiista. Nýlega var tekin i notkun að Sogni viðbygging sem SÁÁ hefur látið reisa þar og mun hún hýsa svokallaöa deildarfundi auk þess sem þar verður skrifstofuaðstaða fyrir starfsfólkið. Fyrsta verkefni hins nýstofnaða styrktarfélags var einmitt að kaupa húsgögn i hina nýju byggingu og voru þau afhent á dögunum. Þá hefur styrktarfélagið keypt snjósleða og gefið það að með- ferðarheimilinu, en oft er óhægt um vik að komast þar heim frá þjóðveginum vegna ófærðar. Má segja að með tilkomu sleöans aukist verulega öryggi þeirra er á staðnum dvelja varðandi sam- göngur. Margt fleira er á döfinni hjá styrktarfélaginu, og er öllum þeim sem áhuga hafa á að leggja þvi lið bent á að snúa sér til fé- lagsins. gk-. Verðiaunahafar geta vitjað vinninganna eftir að hafa hafi samband við Visi Sveinn Guðjónsson btaðamaður dregur úr hrúgunni stóru nöfn þeirra, sem hlutu verölaun i Jólagetrauninni. Visismynd: EÞS Jolagelraun Vlsis: BOIB AÐ DRAGA Ingvi Victorsson, Hvammsgerði 9 i Reykjavik hlaut fyrstu verðlaunin i Jólagetraun Visis, en dregið var úr réttum lausnum i gær. Geysileg þátttaka var i getrauninni mun meiri en oft áður og fylltu lausnirnar, sem sendar voru inmmarga stóra pappakassa. Fyrstu verðlaunin voru ferða- og kasettutæki af geröinni RCS5L, svokallað „micro”- tæki en þau hafa hljómgæði mun stærri tækja, sem eru fjórum til fimm sinnum dýrari. Tækið er bæði fyrir rafmagn og rafhlöður og er verðmæti þess um 3.300 krónur. öll verðlaunin i getrauninni eru frá Faco i Reykjavik og það fór vel á þvi að önnur verölaun sefn eru fatnaður fyrir 750 krón- ur, færi út á land, þvi geysileg þátttaka var af landsbyggðinni. Sú sem hlýtur fataúttektina frá Faco er Sigrún Sævarsdóttir Setbergi 11 i Þorlákshöfn. Þá voru veitt 10 verðlaun sem eru hljómplata að eigin vali frá Faco og komu upp þessi nöfn er dregið var um það hverjir hljóta hljómplötuúttekt: Jóhann Jóhannsson, Norðurtúni I, Bessastaðahreppi. Sigrún Gisladóttir , Móaflöt 13 Garðabæ. Kjartan Egilsson, Tjarnarbraut II, Egilsstöðum. Þröstur Antonsson, Grænugötu 12 Akureyri. Guðbjörg Stefánsdóttir Mark- holti 7 Mosfcllssveit. Oddný Ósk Sverrisdóttir, Draga- vegi 11 Heyk.iavik, Björgvin Björgvinsson, Jórufelli 2,Reykjavik. Asgeir Sigurðsson, Kjarrhólma 22 Kópavogi. Þór Hreinsson Ystabæ 7, Reykjavik. Arný Anna Svavarsdóttir Vesturbergi 7 Reykjavik. Verðlaunahafar i Getrauninni geta snúið sér til Visis og fengið þar viðurkenningu sem heimil- ar þeim að vitja vinninganna i verslanir Faco. Og þá er ekkert annað eftir en aö þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt i getrauninni fyrir þeirra framlag. svomœlir Svarthöföi Millifærsian að komast á fullt Rikisstjórnin er komin á fulla ferð við að færa til eignir i þjóð- félaginu. Henni finnst ára til þess i byrjun nýkrónu að gera ráðstafanir, sem munu breyta þjóðskipulaginu á skömmum tima, verði þær látnar óátaldar. Þá er gott lag um þessar mund- ir, því fyrirliði rlkisstjórnarinn- ar er ekki í nokkurri aðstöðu til að setja mönnum stólinn fyrir dyrnar, þegar um þverbak keyrir i aðgerðum gegn fólkinu. Hann hefur ákveðið að sitja út kjörtimabilið, vegna þess að það yrði honum of mikið tilfinn- ingamál ef „vinir” hans i Sjálf- stæðisflokknum fengju tækifæri til að nudda honum upp úr þvi, að ekki hefði hann haft erindi sem erfiði i samstarfi við Framsókn og Alþýðubandalag- ið. Eini árangurinn sem hann getur sýnt er stjórnarseta út yfirstandandi kjörtimabil. Nú er það staðreynd, að Framsókn lofaði niðurtalningu yfir kosningarnar og vinstri stjórn. Vinstri stjórnina fengu landsmenn, að visu ekki fyrir tilstilli Framsóknar heldur vegna athafnasemi Gunnars Thoroddsen. Um niöurtalning- una hefur raunar ekkert heyrst siðan i kosningaræðum Stein- grims Hermannssonar. Helst var að sjá i sjónvarpsþætti fyrir helgina, aö niðurtalningin hefur fyrst og fremst tekist við hann sjálfan. Ekki ber heldur á þvi að Framsókn, sigurvegarinn úr siðustu kosningum og stærsti flokkur stjórnarsamstarfsins, hafi einhver teljandi völd i rikis- stjórninni. Ráðherrar Framsóknar eru þar eins og þau vel öguðu húsdýr, sem eru fræg- ust fyrir hvað þau fylgja eigend- um sinum fast eftir. Hvergi nokkurs staðar örlar á þvi, að þeir ráði nokkru um stefnumót- un. Þetta gerir Gunnari Thoroddsen erfitt fyrir, þvi hann mun hafa hugsað sér að sitja sem nokkurs konar sáttasemj- ari striðandi afla i rikisstjórn. Þegar aflið er aðeins eitt þarf ekkert að sætta nema sjálfan sig viö orðinn hlut. Sem stærsti flokkur stjórnar- samstarfsins á Framsókn sam- kvæmt eöli málsins að vera sá flokkurinn sem mest leggur til stjórnarstefnunnar. Þessu er aftur á móti. þannig fariö, að kjaftaskar Alþýöubandalagsins búa til þverhandarþykka bunka af tillögum, og menn hafa bók- staflega ekki annað meira að gera en lesa þessar tillögur og ræða þær. Þaö var þvi ekki að undra þótt formaður Framsóknar veldi þann kost að fara á skiði meöan bráöabirgöa- lögin voru ráöin. Framsókn átti hyort cð var ekki orð i þeim lög- um eða efnahagsráðstöfunum stjórnarinnar, nema helst það atriöi að krefjast skerðingar á visitölu. Þegar þannig er komið fyrir sigurvegara kosninganna geta menn gert sér ljóst hvernig komið er fyrir Gunnari Thoroddsen. Enda er það ekki niöurtaln- ing, sem orðið hefur ofan á sem stjórnarstefna. Hérerá ferðinni svonefnd millifærsla, með þvi inntaki helstu að færa fé frá þeim sem kallaðir eru efnaaðil- ar i þjóðfélaginu hvað sem það nú þýðir, til rikisins, sem siöan notar fjármagnið I félagsmála- pakka, bæði umsamda og óum- samda, svo Alþýöubandalagið geti baðaö sig I sólarljósinu af rikisforsjá handa „öreigum”. Þessi millifærsluleið kom fram strax um áramótin, þegar rikis- stof nanir fengu að hækka tekjur sinar um tiu prósent yfir alla linuna á sama tima og verðlag I landinu var bundið. Verðlagið ersem sagt einvörðungu bundið hjá fyrirtækjum einkaaöila. Og enn heldur millifærslan áfram. Fasteignagjöld hafa verið hækkuð um allt að sextiu prósent, og þykir mönnum nóg um þá hækkun. Til viöbótar kemur svo að ekki má lengur hækka húsaleigu samkvæmt visitölu. Þannig hefur náöst ' mjög „heppilegur” árangur i færslu milli eignamanna og „öreiga”. Ósagt skal látið hvar rikisstjórninni þóknast að bera niður næst, en á þessum aðgerö- um mun ganga út kjörtímabiliö. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.