Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 13

Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 13
Háp á hðfði er höfuðprýði Hárin á höfði okkar skipta okkur flest miklu máli, enda oft sagt að höfuðprýði þetta sé kóróna hvers manns. Við tindum til nokkra fróðleiksmola um hár — vonandi einhverjum til gagns og þá öðrum til gamans. Af hverju stafar hárlos? Ástæðurnar eru fjölmargar. Til dæmis getur verið að skortur sé á einum hvata i heilum hóp nauð- synlegra næringarefna, einnig getur orsökin veriö sálræns eðlis. Hárlos gengur einnig i erfðir. Al- ger skalli getur stafaö af þvi, að viðkomandi hefur ekki hiotið meiri hárvöxt i vöggugjöf. Skyndilegur næringarefnaskortur getur einnig stöðvað hárvöxtinn, valdið hárlosi, svo hefur upp- skurður, barnsfæðing og brjósta- gjöf áhrif i sömu átt. Blóð- eða járnskortur veldur einnig hárlosi. — Oftastkemst hárvöxturinn i lag aftur, eftir að sjúkdómurinn hefur gengið yíir, en á hárinu sjálfu má sjá merki þess, sem gerst hefur, sé hvert hár skoöað gaumgæfilega út af fyrir sig. Geta allir fengið skalla? Á f jórða hverjum manni verður vart meiri eða minni skalla, svo algengt er fyrirbrigðið. Það byrj- ar á þvi, að hárið fer af hvirflin- um, mjög sjaldgæft er að hárið fari allt i einu, það er að allur skallinn myndist i einu. Þetta fyrirbrigði gengur i erfðir, er bundið viðkyn og er rikjandi. Það þýðir, að þetta gengur i erfðir hjá karlmönnum og er rikjandi yfir erfðaeiginieikum, sem orsaka mikinn hárvöxt. Konur geta borið þessa eiginleika áfram, þannig að einn maður getur erft þá frá móðurafa sinum. Er karlmannlegt að hafa þykkt hár? Nei, þvert á móti, frekar mætti segja, að það væri karimannlegt að hafa skalla. Háriö á höfðinu bregst nefnilega þannig við karl- hormónum að það hættir að vaxa. Annars staðar til dæmis á bring- unni hafa karlhormónar gagn- stæð áhrif. Sama efni getur þannig aukið hárvöxtinn á einum staðen dregið úr honum á öðrum. Þetta hefur áþreifanlega sannast á þeim „enúkkum”, sem fyrir kynþroskaaldur sinn hafa glatað þeim hæfileika likamans að framleiða karlhormóna. Slikir menn verða aldrei sköllóttir. Þórunn Gestsdóttir, biaöamaður Hvers vegna verða kon- ur þunnhærðar? Sumar konur hafa tilhneigingu til að fá þunnt hár, en mjög sjald- gæft er að þær verði sköllóttar. Algjör skalli er hins vegar mjög alvarlegt vandamál. Hann byrjar oft þannig, að hárið dettur af i blettum, stundum á stærö við fimmeyring inýkr). Um ástæð- urnar er litið vitað, en oftast eru þær taldar sálrænar. Engin vissa er samt fyrir hendi um það. Hins vegar er það ekki talið eins alvar- legt, þó að hárið veröi þunnt, þvi i flestum tilfellum vex hárið aftur, fyrr eða siðar. Ef tilfellið er hins vegar alvarlegt og veldur skalla, þá falla augabrúnir og augnhár lika af. Er hægt að lækna hár- los? 1 langílestum tilfellum er hár- los afleiðing einhvers sjúkdóms eða skorts i einhverri mynd. Þegarsá sjúkdómur hefur lagast, tekurfyrir hárlosið. Cortizon-inn- gjafir (hórmónategund) mis- mundandi miklar geta fengið harið til að vaxa aítur, en aðeins á meðan á inngjöfunum stendur. Þegar þeim lýkur, tekur hárið að falla af aftur. Mælt heíur verið með innvortis meðhöndlun, sér- stökum áburðartegundum og sprautum, en bati hefur ekki fengist. Allar aðrar aöferöir hafa reynst ótryggar. — Skalli getur haldist svo árum skiptir, en i flestum tilfellum fer hárið sjálf- krafa að vaxa aftur. Jaínvel eru dæmi um, að hárvöxtur hafi byrj- að eftir 20-25 ára skallatimabil. Eru hattar til skaða fyrir hárið? Nei, leggið ekki eyrun viö slikri firru, að hattar og einkennishúfur valdihárlosi eða þunnu hári. Það er mesti misskilningur. Vex hárið fljótar eftir klippingu? Nei. Eitt stutt hár, i merking- unni ungt hár, vex íljótar en sitt og gamalt hár. En þaö vex ekki fljótar, hvorki á höföi, i vöngum né á fótum, eingöngu viö það að klippa það eða raka. Hvernig endurlifgum við hárið? Það er ekki hægt. Hársrótin vex, en hárið sjálft er dautt frá- skiiið efni, sem ekki er hægt að gefa neina sérstaka næringu er geíur þvi nýtt lif eða endurlifgar það. Hins vegar er hægt aö hiröa það hár, sem við höfum, svo að það liti íallegra og liflegra út. Hárið verður gljáandi af hár- þvottalegi og öðrum kemiskum efnum. Klofnir hárendar og stökkt hár getur meöal annars or- sakast af næringarskorti. Sum auglýst efni eru talin vikka blóö- æðarnar og auka blóöstreymið við hársrótina. Þannig að „ullar- hárin” vaxa þá fyrr og þannig má hafa áhrif á hárið, þar sem það er i vexti. En engin ytri áhrif geta gefið hárinu nýtt lif. Látum við hér staðar numið með þennan samtining um hár, sem tindur er til úr öllum áttum. Hiröing hárs er mikilvægsvohárið líti fallegra og líflegra út. m •• 13 po- • •!•!! !!••• ;;;;;::::::::::::::::::::::::: , . i -, Vilt þú selja hljómtæki? Viö kaupum og seljum Hafið samband strax UMBOÐSSALA MED SKÍÐA VÖRUR OG HUÖMFLUTNINGSTÆKl GRENSÁSVEGI50 108 REYKJAVIK SIMI: 31290 jjjjj ■ •••»■ •■•■■ ■■■■■ •■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■•■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■•■■« ■■■■■ ■■•■■ ■•■■•- .■■■■ •■••■ ■■■■■ ■ ■■■■■ ■■■•■ ■■■■■ ■■■•■ ■■■■■ ■■■■■ ■■••■ ■•■•■ ■■■■■ ■•■■• •■■■■ ■•■•• ■■■■■ ■■■•■ ■■■■■ ■•■■■ ■■■■■ ■•■■■ ihíí aiiii ■ •■■■■ ••■■• ■■••■ ■■■■■ ■■■■■ •■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■•• •■■■■ ■■••■ ■■•■■ ■■■■■ ■•■■■ ■■■■■ ■■•■• ••»-_ ■■■■■ ■■■■• ••••■ ■■■„ ■ ■•■■• •■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ •■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ •■■■• ■■■•■ ■■•■■ ■•■•■ ■■■■■ ■•■•■. •■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■•■■ iiiii • ■■■■■ ■■■■■ ■■•■■ ■■■■■ ■■■■■ IHH ■■■■■ •■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■£- •■■■■ ■■■■» ' .■• ». «•■ ■•■■■ ■■■■■ •■■■■ iaiSS 6ÍL4LEIQA Skeifunni 17, Simar 81390 A l Vissir þú að <r <Mc r»a us býður mesta úrvai ungiinga- húsgagna á iægsta verði og á hagkvæm- ustu afborgunar kjörunum? ■T'T Bildshöfða 20, Reykjavik Simar: 81410 og 81199 0^19^09 Funrturum bnluuuæflingy Leiðir tölvuvæðingin til atvinnuleysis - styttri vinnutíma - bættra lífskjara. Leysir tölvuvæðingin starfsgreinar af hólmi? FRAMSÖGUERINDI: Magnús L. Sveinsson Pótur H. Blöndal Sigfinnur Sigurösson Roynir Hugason formaður VR. framkv.stj. Ufeyrissj. VR. hagfræðingur VR. verkfræðingur Hótel Saga, Súlnasalur fimmtudaginn 15. janúar 1981, kl. 20.30 Fundurinn er öllum opinn Verdununnannajelag Rey’kjavíkur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.