Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 16
16 VÍSIR Þriðjudagur 13. janúar 1981 Bréfritari vill að hvalveiðbátarnir veröi notaðir til rannsókna á itærð hvalastofnsins. Húsmóðir i Ólafsfirði hringdi: Ég er ekki ánægð með það sem haft er eftir ónefndum Ólafs- firðingi i Visi ádögunum.þar sem m.a. er verið aö tiunda i krónutöl- um, hvað kostar aö moka flug- völlinn. Þar sem ég tel að Visir sé gott blað, þá langar mig að koma á framfæri annarri skoðun. Ég tel nefnilega dýrðlega sam- göngubót i áætlunarfluginu, sem Flugfélag Norðurlands hefur komið á til ólafsfjarðar, og ann- OVISSAN VEGI ÞYNGRA EN 1% ÞJÓÐARTEKJUR Gunnar hringdi. Mig langar til að koma með ör- stutt innlegg i umræðurnar sem hafa verið um hvalaveiðar okkar að undanförnu, þar sem ég horfði bæöi á mynd Greenpeace manna og umræðuþáttinn i sjónvarpinu daginn eftir. Auðvitað hafa allir aðilar margt tíl si'ns máls og auövitað er eitt prósent af þjóðartekjunum nokkuð, en það er sagt að hval- veiðarnar gefi þaö auk þess sem margir hafa atvinnu sina af þessu. En mér finnst að á meðan óvissan er — þaö er engin vissa fyrir þvi að hvalastofninn sé sam- ur, hvorki að aukast eða að minnka — þá finnst mér að sú ó- vissa eigi að vega þyngra á met- unum heldur en þetta eina pró- sent. Þá væri hægt að nota hval- skipin og mannskapinn á þeim til þess að telja og rannsaka hvala- stofninn. Senflum pelm lómsiundagögn Lesandi skrifar: A dögunum birtist i lesenda- dálki Visis þakkarbréf til lög- reglunnar i Reykjavik fyrir veitta aðstoð. Ég get þvi miður ekki tek- ið undir þetta hvað varðar lög- regluna á Selfossi. Að þeir lög- reglumenn þar hjálpi til það er ekki aldeilisá dagskránni, eða að þeir sjáist gangandi um bæinn. Að þeir hafi hjálpað á milli 25-30 ökumönnum sem voru i erfiðleik- um fyrir neöan Arnberg á jóla- dag, nei ekki aldeilis, þeir flýttu sér i burtu, það eru mörg vitni að þessu. Ég hvet alla sem kannast viö þessi vinnubrögð lögreglunnar á Selfossi að sýna þeim þakklætis- vott fyrir léleg vinnubrögð, þvi ég held að þá vanti ný spil, töfl, bækur o.fl. Ég læt fylgja með þessari grein úrklippu úr Visi 7. janúar svo lögreglan á Selfossi geti af henni lært. ast af einstakri prýði. Að sjálf- sögðu kostar það sitt að moka flugvöllinn, en það kostar meira að moka Múlann, og oft á tiðum hefur það ekki verið fram- kvæmanlegt i vetur vegna snjóa og veðurfars. Múlinn mætti lika vera oftar lokaður, þvi það er ekki til fyrirmyndar, þegar menn eru að berjast við að komast þessa hættulegu leið, þegar færð- in er þannig að vegurinn ætti að vera lokaður. Svo vil ég bæta þvi við, að Sigurbjörgin landaði hér 120 tonn- um fyrir jólin og i dag kom hún til löndunar með 180 tonn. Athugasemd blaða- manns: Það var ekki tilgangurinn með umræddri frétt, að kasta neinni rýrð á áætlunarflug Flugfélags Norðurlands til Ólafsfjarðar, hvorki frá hendi heimildarmanns eða blaðamanns. Hafi einhver lesið það út úr orðalagi fréttar- innar, þá hefur viðkomandi mis- skilið meininguna, eða blaðamað- urinn ekki komist nógu vel að orði. G.S.- ÞakKiæti líl lögreglul Sigurður Pétursson hringdi: Ég vildi bara koma á framfæri þakklæti til lög- reglunnar i Reykjavik fyrir frábæra lipurð og h jálpsemi i ófærðinni hér undanfarna daga. Ekki er nóg með að lög- reglumennirnir hafi verið boðnir og búnir til að aðstoða ökumenn, sem oft hafa lagt út i ófærðina á meira eða minna vanbúnum bilum. Almenningur hefur einnig notið margs háttar annarrar aðstoðar. Til dæmis hefur lögreglan haft i nógu að snúast við að koma vega- lausum vegfarendum á i áfangastaði. Þetta hefurl verið til mikillar fy rir- [ myndar og á aö vera geymt en ekki gleymt, þótt hið góöa vilji oft falla t skugga hins. I Ég segi bara: Þökk fyrirl aðstoðina, lögreglumenn! " Hendurnar lastar í vösunum Athugull skrifar: Það fer ekki hjá þvi að gaman sé að fylgjast með mannlifinu á Islandi þessa siðustu daga. Menn spranga um göturnar með hendurnar i vösum og halda fast i nýkrónurnar verðmætu, og kveð- ur svo að þessu að til undantekn- inga má telja ef hægt er að fá menn til a ð heilsa sér með handa- bandi á götum úti núorðið. Þegar hendurnar eru teknar úr Hlerað á póst- húsinu ,,NafnIaus” skrifar. Stjórnin á enga stuðnings von steypist allur skarinn þvi Guðrún elskar Gervanson en Gervanson er farinn. Það leikur varla á tungum tveim talsvert sé nú þvargað en ef hann kemur aftur heim öllu verður bjargað. Friðjóns verður frægðin slik að fáir munu gleyma. En Guðrún er af gæðum rik ef Gervanson er heima. vösunum sem er helst I verslun- um er aldeilis furðulegt að sjá hvernig fólkið handleikur hverja krónu áður en hún er af hendi lát- in, svo maður tali nú ekki um aur- ana. Það er rýnt af ákafa i lófa sér og er engu likara en að helmingur islensku þjóðarinnar sé kominn með verulega skerta sjón. Þetta kemur einnig i ljós er menn sperra augu og eyru þegar blessaðir þingmennirnir láta til sin heyra, en þeir hafa verið al- deilis stórskemmtilegir að undanförnu og hafa keppst við að gefa út furðulegar yfirlýsingar. Lengst gengur Guðrun nokkur Helgadóttir sem annan daginn styður rikisstjórnina, næsta dag ekki og siðan þarnæsta dag er hún stuðningsmaður stjórnarinnar. Þetta er þeim mun furðulegra að það fer eftir þvi hvar Frakki nokkur Gervasoni að nafni heldur sig, hvort hann er utan rimla eða innan. Málefni dagblaðanna hafa verið i sviðsljósinu og hefur hvað harðast verið skrifað um málefni Visis. Keppast þar allir um að finna eitt og annað athugavert við það blaö, og harðast ganga þeir fram sem sist hafa á þvi efni. Þannig er fariö fyrir Helgarpóst- inum og þeim er þar starfa, þeir hafa hátt um vandamál Visis á meðan allt er i kalda koli hjá þeim sjálfum og fjöldauppsagnir vofa yfir. Ætli Visismenn standi ekki uppi sem sigurvegarar i þessum málum er yfir lýkur eins og svo oft áöur? Ég vil svo að lokum óska lands- mönnum öllum til hamingju með nýbyrjað ,,nýkrónuár” sem ég vona að verði farsælt til sjávar og sveita, og vona að menn taki hendurnar úr vösunum af og til á hinu nýja ári. „Dýrðlegt að hafa áætlunarflugiö” - seglr húsmóðlr I Úlafsflrði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.