Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 21

Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 21
21 Þriðjudagur 13. janúar 1981 vtsm frabært stærilátu systur kemur i heim- sókn, gerast undur og stórmerki. Hanna kastar af sér eldabusku- hamnum og skákar systur sinni i hvivetna. Hlutverk Hönnu er i höndum ungrar leikkonu, Elvu Óskar Ól- afsdóttur. Hún fer á kostum i þessu hlutverki sinu og virðist vera hinn besti skapgerðarleik- ari. Sömu ummæli mætti hafa um hlutverk Bettýar, sem Harpa Kolbeinsdóttir leikur, þegar hún lætur skapofsann gusta til á heimilinu, en er á hinn veginn einstök maddama á nútimavisu. Húsfrúin á heimilinu, Emma, leikin af Kolbrúnu Hálfdánardótt- ur, kemst vel frá sinu hlutverki. Hún kann þá list að látast sem hún ráði litlu á heimilinu, en þeg- ar i harðbakkann slær, tekur hún ráðin af eiginmanni sinum, Her- bert Wilton, sem Sigurgeir Schev- ing leikur. Sigurgeir er ekki i fyrsta sinn á fjölunum og ber þess öll merki. Þar fer grinleikari, sem stendur hvergi að baki at- vinnumönnum á þvi sviði, þótt laun hans i þessu verki sé aðeins uppskera timafrekra æfinga og erfiðis, eins og allra hinna. Hinn yfirlætisfulli þjónn og vin- kona Bettýar skila þá sinum hlut- verkum ágætlega. Reyndar eru þetta litil hlutverk, án margra orða, en gætu þó orðið til þess að skemma verkið, ef ekki væri rétt á haldiö. Þjónninn Briggs (Hrafn Hauksson) er t.d. sá sem kynnir persónuna Bettý, með augljósri andúð sinni á henni i upphafi leik- ritsins, og skapar þar með af- stöðu áhorfandans gagnvart hinni stærilátu systur. Óskar Arason var eins og sniðinn i hlutverk sitt sem hinn óráðni elshugi, og skap- aði einstaklega góða vandræða- stemningu, sem gerði verkið i raun að þvi, sem til var ætlast. Unnur Guðjónsdóttir leikstjóri verksins og „amma gamla” eða frú Simmons i leikritinu, hefur lengi verið gullkorn i leiklistarlifi þeirra Eyjamanna. Á syningunni i Kópavogsleikhúsinu voru sýni- lega margir Eyjamenn, þvi um leið og Unnur birtist sem hökt- andi gömul kona á sviðinu, hló salurinn. Þótt hún gerði ekki ann- að en segja já, eða nei, mátti heyra hlátrasköllin i salnum. Slik áhrif getur aðeins leikari fengið fram, sem sýnt hefur það og sannaö, að i hvert sinn, sem hann leikurá sviði, kemur athöfn hans áhorfendum til þess að velt- ast um af hlátri. Þannig var það i þessu verki, leikur hennar var mjög góður og uppskeran eftir þvi. Jafnvel á milli þátta gátu sumir áhorfenda ekki stillt hlát- ursrokur sinar og varð af þvi einnig hin besta skemmtan. 1 leikritinu blönduðust sama gaman og alvara, gamanið þó i mun meira magni. Undir lok leik- ritsins virðist það taka dálitið aöra stefnu, þegar Holly- wood-andi sveif yfir vötnunum og áhorfendur fengu skammt af slikri senu i stað góðrar hlátur- roku, sem hefði mun frekar hæft verkinu. Það er full ástæða til þess að fara þegar áð bíða eftir næstu uppfærslu Leikfélags Vest- mannaeyja. — KÞ 1 a I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I -J '801kaffistofu Blaöaprents. (Visism. E.Þ.S.). „Elll og annaö á döflnnl” Rætt vlö Þórlelf V. Frlðrlksson. formann Slúdió '80 „Þessi sýning hefur gefið góða raun og þvi erum við að hugsa um að fara út i stærri framkvæmd- ir”, sagði Þórleifur V. Friðriks- son, formaður Stúdió ’80, sem er ljósmyndaklúbbur 14 starfs- manna prentsmiðjunnar Odda, i samtali við Visi. Klúbburinn var stofnaður fyrir um áriaf 14 bókagerðarmönnum, það er að segja prenturum, setj- urum og bókbindurum, sem allir eru starfandi i Odda. Á þessum timahaf þeir haldið eina sýningu. Var hún sett upp i prentsmiðjunni i Odda i október, en einnig hafa þeir félagar farið með hana á vinnustaði og um þessar mundir er hún i Blaðaprenti. „Við höfum verið með heil- mikla starfrækslu i frammi siðan klúbburinn var stofnaður. Við höfum farið mikla leiðangra til myndatöku, en hingað til höfum viö aöeins haldið þessa einu sýn- ingu. Hún mæltist bara vel fyrir og vakti mikla athygli, en þar sem sýningin er hér i Odda, höf- um við ekki getað boðið fólki til að sjáhana.þviaðþetta er nú vinnu- staður. Þess vegna erum við að hugsa um að fara út i stærri sýn- ingu á einhverjum opinberum stað og þá með aðild allra félaga klúbbsins, en aðeins átta okkar taka þátt i sýningunni nú. Einnig höfum við hugsað okkur að fara meö fyrri sýninguna á fleiri vinnustaði”. — Hvernig myndir eru þetta, sem þið sýnið nú? „Þetta eru eingöngu ljósmynd- ir i stærðinni 40 sinnum 50 og eru myndirnar 28 að tölu”. — Hvað er fleira á döfinni hjá ykkur? „Undanfarið höfum við verið með fyrirlestra á vegum klúbbs- ins og á næstunni eru fyrirhugað- ar fleiri slikir. Meöal annars hafa tveir starfandi ljósmyndarar gef- ið okkur loforö um að miðla okkur af reynslu sinni”. — Eitthvað að lokum? „Ja, ekki nema.aö þetta heíur hlotið góðar undirtektir og smitaö vel út frá sér, þannig að við erum mjög ánægðir”, sagði Þórleifur V. Friðriksson. -—KÞ Q 19 OOO 1 ! A > *■ 'gQtolT' Jólamyndir 198Ó Jasssöngvarinn Frumsýning i Evrópu Skemmtileg — hrifandi, frá- bær tónlist. Sannarlega kvikmyndaviö- buröur.... NEIL DIAMOND — LUCIE ARANZ. Tónlist: NEIL DIAMOND — Leikstjóri. RICHARD FLEICHER. kl. 3, 6, 9 og 11.10 Islenskur texti _______...gisiBw .[|______ Trylltir tónar „Disco”myndin vinsæla meö hinum frábæru „Þorps- búum” kl. 3, 6V9 og U.15. -------------------------- LANDAMÆRIN Sérlega spennandi og við- burðahröð ný bandarisk lit- mynd, um kapphlaupið viö 'að komast yfir mexikönsku landamærin inn i gullland- ið... TELLY SAVALAS, DENNY DE LA PAZ, EDDIE AL- BERT. Leikstjóri: CHRISTOPHER LEITCH. Islenskur texti. Bönnuð börnum. Hækkað verð. Sýnd kl.3.10 - 5.10 - 7.10 - 9.10 og 11.10 Hjónaband Maríu Braun Bönnuö innan 12 ára Islenskur texti Sýnd kl. 3, 6, 9, og 11.15. Sími 11384 „10" ný, bandarisk gamanmynd i litum og Panavision. Inter- national Film Guide valdi þessa mynd 8. bestu kvik- mynd heimsins s.l. ár. Aðalhlutverk: Bo Derek, Dudley Moore, Julie Andrews. Tvimælalaust ein besta gamanmynd seinni ára. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30. ísl. texti Hækkaö verð (Útvsgsbankahúiinu auataat i Kópavogi) Ljúf leyndarmál Ný amerisk, lauflétt, gamansöm mynd af djarfara taginu. Marteinn er nýsloppinn úr fangelsi og er kvennaþurfi. Hann ræöur sig i vinnu i antikbúð. Yfirboðari hans er kona á miðjum aldri og þar sem Marteinn er mikið upp á kvenhöndina lendir hann i ástarævintýrum. Leikarar: Jack Benson, Astrid Larson, Joey Civera. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára. AÐVÖRUN: Fólki sem llkar iila kyHlifssenur eða erotík er eindregið ráðiagt frá þvi að sjá myndina. í lausu lofti (Flying High) “TIU» u your Captain spcaking. We are expcriencing some minor technécal dtfficulttes..." . w* i (ísís mm atm ■'.ÍV '. . ' ((VVv.í fiisíí jl'S- ... Stórskemmtileg og fyndin litmynd, þar sem sögu- þráöur „stórslysamynd- anna" er i hávegum haföur. Mynd sem allir hafa gaman af. Aðalhlutverk Robert Hays, Juli Hagerty, Peter Graves. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Á vegi án gangstéttar gengur fólk 0 vinstra megin UMFERÐ VIKINGUR - LUGI Sunnudaginn 18. janúar kl. 20.00 FORSALA hefst í dag kl. 16 á eftirtöldum stöðum: Karnabœr, hliómtaekjadeild, Laugavegi 66 Fálkinn, Austurveri, Háaleitisbraut 68 Samvinnuferðir — Landsýn, Austurstrœti 12 Tryggið ykkur miða í tíma HVETJUM OKKAR MENN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.