Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 18
18 Þriðjudagur 13. janúar 1981 VÍSIR mnrmlif ,,Eg er ntanneskja, en ekki fyrirbrigdi” — segir hæsta kona heims, Sandy Aílen Sandy íær greidda 30 þúsund dollara á ári fyrir aö láta glápa á sig, i átta tima á dag, sex daga vikunnar og hún liður íyrir það. — „Þegar ég er mjög langt niðri spyr ég sjálfa mig hvaö ég sé eiginlega að láta hafa mig út i. Ég ætti að fara heim aftur og fá mér vinnu sem einkaritari eöa eitt- hvað þess háttar og reyna aö lifa eðlilegu lifi”, —sagði hún i viðtali nýlega. — „Það koma stundir sem mér finnst að ég geti ekki tekið þessu öllu lengur. Ég er ekki neitt fyrir- brigði, ég er manneskja. Oft á dag er ég spurð hvort ég óski þess ekki að vera lægri og hvernig það sé að vera svona stór. Mér finnst ég ekkert öðruvisi en annað fólk. Fætur minir eru aðeins lengri það er allt og sumt”. Hún snýr sér aö konu og barni úr hópi áhoríenda og brosir til barnsins og veifar hendinni, með fingur á stærð við banana i átt til barnsins. Þaðsetur upp skeiíu og fer að gráta. — „Svona, svona”, — segir Sandy vonleysislega, — ,,þú þarft ekki aö vera hrædd við mig”. Móðir barnsins biöur um myndatöku og meö erfiöismunum stendur Sandy á fætur og gnæfir eins og tröllskessa yfir alla viðstadda. Hún lætur hönd sina hvila á höfði konunnar sem við hlið Sandj er eins og litil dúkka. Sandy var eðlilegt barn framan af en um tiu ára aldur var hún orðin hærri en flestir hennar jafn- aldrar. Núer hún 25 ára gömul og á við vandamái að striða sem fáir hafa kynnst. „Það er hart að geta hvergi íarið án þess að augun ætli út úr höfðinu á fólki. Ef ég fer inn á veitingastað liggur við að allt fari i uppnám”. 1 gagnfræðaskóla átti hún enga vini og henni var aldrei boðið út. Hún var vön að stara á sjálfa sig i spegli og segja: „Þú ert svo ljót að það er ekki von aö nokkur strákur liti við þér”. Það var ekki fyrr en hún komst i heimsmetabók Guinness að karlmenn fóru aö bjóða henni út. — „Það voru menn, sem fengu eitthvað út úr þvi aö geta sagt að þeirhefðu veriðmeö stærstu konu i heimi” — segir hún niður- dregin — „og auðvitað heyrði ég aldrei frá þeim nema i þetta eina skipti. Þetta særir mig og það er siður en svo ánægjulegt aö koma heim eftir vinnu, dag eftir dag og ár eítir ár, án þess aö þar biði manns nokkur sem þykir vænt um mann. Ég er svo einmanna að stundum finnst mér að ég sé að missa vitið”. Sandy viðurkennir að hún eigi sér einn draum. — „Stundum imynda ég mér aö ég eigi eigin- mann sem fer i vinnu klukkan 9 og kemur heim um 5 og aö ég sé bara litil heimavinnandi hús- móðir. En þetta er bara draumur þvi ég hef ekki trú á, aö nokkur Kinverska stúlkan Tseng Chin-liener „aðeins” 2.15 metrar og þvi 17 cm lægri en Sandy. Födur-X hlut- \ verk 1 Lorne Greene, sem í 14 ár lék ' föður Cartwright - strákanna i jBonanza, hefur nú birst i hlut- verki annars konar föður í sjón- varpsmyndinni ,,A Time For Miracles". í myndinni leikur hann fyrsta kaþólska biskup Bandarik janna, John Carroll... Þótt Sandy Allen liti á sjálfa sig sem eðlilega stúlku íer ekki hjá þvi, að margir snúi sér við á götu er þeir mæta henni. Hún er 2 metrar og 32 cm á hæð og liklega hæsta kona i heimi, a.m.k. er ekki vitað um neina sem slær henni við i þessum efnum. Og að sjálfsögðu er hún eitt áhugaverðasta sýningaratriði á safni einu sem kennt er við heimsmetaskrá Guinness og staðsett er við Niagara fossana rétt við landamæri Bandarikjanna og Kanada, — a.m.k. er mikil örtröð ferðamanna við bás hennar á safninu. eigi eftir að verða ástfanginn af mér”. Þess má geta, að nýlega rák- umst við á mynd i erlendu tima- riti af 16 ára gamalli kinverskri stúlku Tseng Chin-lien og voru þar vangaveltur um, hvort hún væri stærsta stúlka heims. Við getum hins vegar upplýst, að svo er ekki þvi sú kinverska er „að- eins” 2 metrar og 15 cm og er þvi 17 cm lægri en Sandy. Brosiðdylur hjartasorgirnar hjá Sandy Allen sem er 2.32 metrar á hæð og líkist tröilskessu við hiið venjuiegs fólks. f I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Aría til Skandinavíu „Það hefur verið mikið að gera hjá okkur allt siðastliðið ár og má segja að við höfum varla sleppt úr helgi” — sagði Hörður Friðþjófsson gitarleikari hljóm- sveitarinnar Aria, þegar við höfðum samband við hann vegna væntanlegrar reisu hljómsveitarinnar til Norður- Ianda i byrjun febrúar n.k. „Tildrögin að þessari ferð voru að maður, sem búsettur er i Osló kom til okkar þar sem við vorum aö spila á balli á Arnar- stapa i sumar og spuröi hvort við vildum ekki koma og spila fyrir Islendingafélögin i Osló og Kaupmannahöfn og að sjálf- sögðu tókum við þvi boöi en þarna er um að ræöa Þorrablót hjá þessum íélögum”, — sagði Hörður ennfremur. Hljómsveitin Aria var stofnuö fyrir rúmu ári og aö sögn þeirra félaga hefur veriö nóg aö gera i bransanum, en þeir leika al- hliða dansmússik á einkaböllum og almennum dansleikjum. — „Við förum allra okkar ferða fljúgandi, þegar viö kom- um þvi við og höfum átt einstak- lega góða samvinnu við Arnar- flug í þeim efnum”, — sagði Hörður og lét þess einnig getið að þeir önnuðust að mestu ráðningar sjálfir auk þess sem Pétur rakari hefði veriö þeim innan handar og mundi hann annast ráðningar fyrir hljóm- sveitina á meöan á dvöl þeirra i Skandinaviu stæði. — „Og þar sem ég er farinn aö hæla fólki má vel koma fram, aö aðstoðar- maður hljómsveitarinnar Magnús Jensson hefur unnið mjög gott starf með okkur. ^Hann er örugglega besti rótari á landinu”, — sagöi Hörður en auk hans skipa hljómsveitina Andri Bachmann sem annast trommuleik og söng og Öskar Kristjánsson sem leikur á bassa. Hljómsveitin Arfa fléttri sveiflu á dansleik, f.v. Óskar Kristjánsson Andri Bachmann og Hörður Friöþjófsson. I I I I ! I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I -I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.