Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 13. janúar 1981 vtsm Steíán og Jón hættir - leika ekki með (R gegn KR i kvöld ÍR-ingar verða án tveggja leik- manna sinna sem leikiðhafa með þeim i vetur þegar þeir mæta KR- ingum i fyrsta leiknum eftir jóla- friið i' úrv alsdcildinni i körfu- knattleik i kvöld. Það eru þeir Jón Birnir Indriðason sem hefur pakkað saman dóti sfnu og hætt og Stefán Kristjánsson sem er hættur að æfa með tR. Hefur heyrst aö Stefán muni jafnvel vera á leiðinni norður til Þórs á Akureyri en það hefur þó ekki fengist staöfest... —klp— Þrottur mætlr Vlkingi - í Laugardalshðllinni í kvöid Toppliðini 1. deildarkeppninni i handknattleik — Þróttur og Vik- ingur mætast i Laugardalshöll- inni i kvöld kl. 20.00. Það má bú- ast við fjörugum og skemmtileg- um leik og er ekki að efa að Þrótt- arar hafa hug á að stöðva sigur- göngu Vikings — þeir hafa leikið 26 leiki án taps i deildinni. Staðan er nú þessi i 1. deildar- keppninni: Vikingur .... 12 11 1 0 250:203 23 Þróttur...... 12 9 0 3 273:245 18 Valur.........12 6 1 5 274:222 13 FH.......... 12 5 2 5 260:266 1 2 Haukar....... 12 4 1 7 234:251 9 KR ..........12 4 1 8 244:268 9 Fram......... 12 3 1 8 254:2 77 7 Fylkir ..... 12 2 1 9 228:285 5 Tómas tll FH Tómas Pálsson, knattspyrnu- maður frá Eyjum hefur ákveðið að ganga til liðs við FH. — Leikmenn Lugi eru mjög hávaxnir — þeir hafa 10 leik- menn yfir 1.90 m i herbúðum sinum og leika yfirleitt flata vörn, sem er erfitt að brjótast i gegnum — sannkallaður „Berlinarmúr”, sagði Jón Hjaitalin, fyrrum leikmaður Vikings og Lugi. Vikingar mæta Lugi i Laugar- dalshöllinni á sunnudaginn — i fyrri leik þeirra i Evrópukeppni meistaraliða. — Lugi leikur öruggan og yfir- vegaðan handknattleik — þeir „hanga á knettinum” — halda hraðanum niðri og skjóta yfir- leitt ekki fyrr en i góðum mark- tækifærum. Þá beitir Lugi mikið hraðupphlaupum og er óhægt að segja að Claes Ribendahl sé allt i öllu i sóknarleik liðsins — hann er 1.93 m á hæð og 95 kg, og þvi erfitt að stöðva hann, þegar hann er kominn á ferðina, sagði Jón. — Er Ribendahl eins stórkost- legur og menn vilja af láta? — Það er of mikið að segja, að hann sé frábærlega snjall hand- knattleiksmaður, en sannarlega verður að hafa á honum góðar gætur. Hann er stór og sterkur — mjög kröftugur og skotfastur, en aftur á móti enginn afburða- maður með knöttinn. Hlutverk annarra leikmanna Lugi er meira og minna að leika hann upp. — Hver er mesti styrkur Lugi? — Ég tel að styrkleiki Lugi liggi fyrst og fremst i sterkum varnarleik — það eru mjög hávaxnir leikmenn i liði Lugi, sem er erfitt aö komast fram hjá. Lugi-liðið er skipað mjög ung- um leikmönnum, sem hafa ekki yfir mikilli reynslu að ráða. Þess vegna tel ég möguleika Vikings meiri — þeir hafa mjög leikreynda leikmenn i herbúð- um sinum, sagði Jón. Jón sagöi, að þaö væri þó ekki hægtað loka augunum fyrir þvi, að Lugi hafi veriö i mikilli sókn að undanförnu — unnið 7 leiki i röð, siðast Hellas 24:20 i Lundi — um helgina. Lugi erfitt heim að sækja — Hvað viltu segja um leikinn i Lundi — eru leikmenn Lugi erfiðir heim að sækja? — Já, það eru þeir — þeir leika heimaleiki sina i litlu iþróttahúsi, sem tekur 1200 manns og eru áhorfendapall- arnir báðum megin við leikvöll- inn. Ahorfendur eru þvi vel með á nótunum og hvetja sina menn óspart. Lugi kaus frekar að leika i Lundi, heldur en i iþróttahöllinni i Málmey, sem er 15 km frá Lundi — tekur 4 þús. áhorfendur. A þvi sést, að þeir binda miklar vonir við litla iþróttahúsið sitt, sagði Jón. -SOS JÓN HJ ALTALÉN sést hér skora mark fyrir Lugi, þegar hann lék með sænska liðinu. : „Vlkingar í óskaliö ! okkar J „Vikingur var okkar óskalið og J við munum sigra þá örugglega og j þannig komast i undanúrslit J Evrópumeistaraliða,” sagöi J Claes Ribendahl, ^kærasta I stjarna sænsks handknattleiks i um þessar mundir. i viðtali I I sænska sjónvarpinu fyrir | skömmu. | „Ég tel það tilviljun, að Viking- j ar slógu ungverska liðið Tata- j banya út úr Evrópukeppni meist- j araliöa. Vikingur er alls ekki eins j sterkt lið og af er látið og við | munum örugglega tryggja okkur • sæti i undanúrslitum,” sagði | Ribendahl ennfremur i sænska J sjónvarpinu. Risarnir frá Lundi gegn Víkingi: „Flestir leikmenn Lugi yfir 1,90 m ” - og varnarveggur beírra er sannkaiiaöur „Berlinarmúr”. segir Jon Hjaltalfn. fyrrum lelkmaður Lugl og Víklngs • Þetta er það nýjasta og vafalaust það besta i smáauglýsingum. • Þú kemur með það sem þú þarft að auglýsa og við myndum það, þér að kostnaðarlausu. • Einnig getur þú komið með mynd af t.d. húsinu, bátnum, bilnum eða húsgögnunum. • Auk þess bjóðum við að sjálfsögðu: Húsaleigusamninga. Afsöl og tilfcynningar, einnig bæklinginn frá Bilgreinasambandinu „Hvei'nig kaupir maður notaðan bil”. • Fólk er beðið um að koma á auglýsingadeild Vísis Siðumúla 8— milli kl. 12—15 mánudaga til föstudaga, og birtist þá auglýsingin með myndinni daginn eftir. Bílaviðskipti ] Cortina árg 1978. Þessi gullfallegi bill er til sölu. Billinn er I toppstandi. Skoðaður 1980. Góð kjör. Uppl. i sima 828282. Húsgögn Af sérstökum ástæðum er þetta glæsilega 1 árs gamla sófasett til sölu. 3 sæta, 2 sæta og'húsbónda- stóll. Allar nánari uppl. i sima 727272

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.