Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 13. janúar 1981 mcmnllf VÍSIR i? 4 v*5^.'**^ Umdeildustu menn ársins i Danmörku Claus „beri” Ryskjærs og Ulf Pilgaard, taka við útnefningu af forleggjara Svikamyllunnar, Jörgen Lademann. ásamt ráðherranum Ritt Bjerregaard (i miðið) Svikamyllan affhjúpar — umdeildustu menn ársins Danir eru menn léttlynd- ir og finna gjarnan upp á ýmsu til aö krydda tilver- una. Nýlega var haldið hóf mikið í Kaupmannahöfn í tengslum við útkomu „Svikamyllunnar" svo- kölluðu, en „Svikamyllan" velur jafnan umdeildustu menn ársins í Danaveldi. Þeir sem útnefningu hlutu að þessu sinni voru Claus Ryskjærs og Ulf Pil- gaard en þeir vöktu mikinn úlfaþyt í Danmörku á síð- asta ári með sjónvarps- þætti sem þótti svo klúr að hann var bannaður á endanum, — og kalla Danir þó ekki allt ömmu sína i þessum efnum. Þegar þeir félagar mættu til að taka við útnefningunni, þófti Claus tilhlýðilegt að mæta nakinn í samræmi við efni þáttanna sem færðu hon- um titilinn. Gestkvæmt var í veisl- unni og þangað mættu allir sem umdeildir höfðu orðið á árinu og eygðu vonir um að hljóta útnefningu, en meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri. Umsión: Sveinn Guðjónsson. Svipt^ ingar ^ Leikkonan Susan Richardson var nýlega stödd á grímudans- leik, sem Debbie Reynolds stóð fyrir og var þar mikið stuð að \ sögn viðstaddra. Miklar svipting- iar voru i dansinum og Susan dró iekki af sér enda fór svo að hlírinn 'á kjólnum hennar slitnaði og rann hann niður um hana og stansaði i mittisstað. Leikkonan eldroðnaði og flissaöi eins og skólastelpa um leið og hún dró kjólinn upp og stormaði út af dansgólfinu en meðfylgjandi mynd var tekin við það tæki . færi... A Simon Suies sótti veisiuna ásamt vinkonu sinni. Glistrup lét sig ekki vanta einn umdeildasti maður í Dana- veldi nú sem áður. N

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.