Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 28
Þriðjudagur 13. janúar 1981 síminnerdóóll Munið áskrifendagetraunina Fyrsti vinningurinn Mitsubishi Colt dreginn út 30. janúar nk. Vertu Vísisáskrifandi. Sími 86611 veðurspá dagsins Yfir vestanverðu landinu er vaxandi 1000 mb lægð. sem þokast austur. Veður er heldur hlýnandi i bili en kóln- ar aftur i nótt. Veðurhorfur næsta sólarhring. Suðurland til Breiðafjarðar: Suðvestan kaldi eða stinnings- kaldi og viða súld i fyrstu, en siðar vaxandi vestanátt, all- hvasst eða hvasst af vestan og él með kvöldinu. Vestfirðir: Hægviðri og snjókoma i fyrstu en norðan og norðvestan kaldi eða stinn- ingskaldi og él þegar liður á daginn. Strandir og Norðurland vestra til Austurlands að Glettingi: Sunnan gola og sumstaðar dálitil snjókoma í fyrstu,en siðar breytileg átt, gengur i norðan eða norðvest- an kalda eða stinningskalda með éljum siðdegis. Austfirðir og Suðaustur- land: Sunnan eða suövestan gola og sumstaðar snjókoma i fyrstu, siðar slydda eða súld, léttir til þegar liður á daginn meö vestan kalda eða stinn- ingskalda. VEÐRIÐ HÉR OG ÞAR Veður kl. 6 i morgun: Akureyri skýjað h-5, Helsinki snjókoma 4-3, Kaupmanna- höfn þoka 4-3, Osló heiðrikt 4-8, Reykjavik súld 2, Stokk- hólmur skýjað 4-2, Þórshöfn snjókoma 4-3. Veður kl. 18 f gær: Aþena skýjað 9, Berlfnmistur 4-1, Chicago alskýjað 4-7, Feneyjar skýjað 1, Frankfurt snjókoma 4-1, Nuuksnjókoma 4-2, London léttskýjað 2, Lux- emborg snjókoma 4-3, Las Palmassúld 14, Mallorka létt- skýjað 6, Montreal skýjað 4-21, New Yorkheiörikt 4-11, Paris snjókoma 0, Róm rign- ing 7, Malaga léttskýjað 8, Vín mistur 4 5, Winnipeg léttskýj- að 47. Loki segir Mogginn segir, að aðsókn að vinveitingahúsum hraðaukist, en minnki að leikhúsunum. Kannski leikararnir taki upp samningaviðræður viö veit- ingahúsaeigendur um að flytja leiklistina inn á barina? Stjórn Skáksambands islands um heimsmeistareinvígið: Höfum ákveðlö að ræða vlð stlórnlna „Við ræddum þetta mál á fundií stjórn Skáksambands ts- lands i gærkvöldi. ekki mikið að visu þvi við eigum von á að heyra frá FIDE um þetta”, sagði Ingimar Jónsson for- seti Skáksambands islands, er Visir ræddi við hann i morgun um fyrirhugað hcimsmeistara- einvigi i skák á milli þeirra Kar- pov heimsmeistara og áskor- andans Kortsnoj. „Það varð ofan á að lita á þetta mál og hafa i þvi sam- bandi samband við Friðrik Ólafsson og kanna málið betur og fá ráð hjá honum. Þá var ákveðið að ræða við stjórnvöld. Þetta yrði fyrsta skrefið i mál- inu af okkar hálfu að lita á mál- ið, þetta eru miklar upphæðir sem um er að ræða”. — Það ersemsagt áhugi á þvi hjá Skáksambandinu að reyna að fá þetta einvigi hingað? „Það er áhugi þannig að við viljum gjarnan skoða þetta mál og athuga hvort er möguleiki á þvi að við getum sótt um að halda einvigið. Við höfum fimm vikur til stefnu og höfum sjálfir kannað ýmsa þætti málsins, en við munum ræða við stjörnvöld innan skamms til að kanna grundvöllinn frekar”. gk-- Lýsing á Reykjanesbraut við Öskjuhliðarskóla er mjög léleg eins og sjá má á þcssari mynd. Hún var tekin i morgun.er gangbrautarvörður stöðvaði umferðina og hleypti nokkrum nemendum yfir götuna. ökumenn eru beðnir um að l'ara varlega á þessum slóðum, svo og við alla skóla. Það getur verið erfitt aðgreina krakkana, þegar þeir skjótast yfir götuna i myrkrinu. Vísismynd: EÞS islenskur maður banar konu IUSA Þrjátiu og tveggja ára gamall maður, sem fluttist frá íslandi til Bandarikjanna fyrir þrjátiu ár- um, varð hálfsystur sinni að bana, er hann skaut á hana eftir harðar deilur á heimili foreldr- anna. Atburðurinn átti sér stað i Seattle hinn 3. janúar, en hálf- systir hans, Mary Valdimars,lést af skotsárinu 9. janúar. Maður- inn, sem heitir Baldur Svavars- son, hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið hálfsystur sinni að bana. INNBROT í NESTI Innbrot var framið i söluskál- ann Nesti á Artúnshöfða i nótt. Tilkynning barst til lögreglunnar um klukkan hálf þrjú og náði hún manni i grennd við innbrotsstað með mikið þýfi meðferðis. Að sögn lögreglu hafði hann tekið gifurlegt magn tóbaks og sælgæt- is og flutt i kartöflugeymslurnar i Artúnsbrekkunni. Rannsóknar- lögreglan hefur nú málið til meðferðar. —AS. Boöa sjómenn verkfall í byrjun næstu viku? „Agreiningsefnið var það at- riði, sem útvegsmenn töldu ásteytingarstein á sinum tlma, þ.e.'a.s. afskipti rikisvaldsins af málefnum sjómanna”, sagði Öskar Vigfússon, forseti Sjómannasambands tslands, i viðtali við Visi i morgun, vegna viðræðuslita bátasjómanna og útgerðarmanna. Höfðu þessir aðilar setið á löngum samningafundum um helgina, en skömmu eftir kvöld- mat i gær slitnaði upp úr viöræöunum og hafði annar fundur ekki verið boðaður, þegar blaöið fór i prentun. „Otgerðarmenn slitu þess- um viðræðum” sagði Óskar enn fremur. „Við töldum að við hefðum staðið að okkar hluta þess, sem um hafði verið rætt, þ.e. að ræða þau mál, sem rikis- valdið hafði með að gera að hluta, jólafri sjómanna og lif- eyrissjóðsiðgjaldamálið. Við héldum satt að segja, að þessi mál væru komin það vel af stað, að óhætt væri að fara i aðra kröfur en gagnkröfur, eins og tiðkast i samningaviðræðum. Þessu neita útvegsmenn ein- dregið,þótt svo að þeir hafi hafnað þvi, sem við lögðum til varðandi iðgjaldagreiðslu lif- eyrissjóðs og boltinn væri þvi hjá þeim. En útvegsmenn vildu ekki una þvi,að rædd yrðu þau atriði sem ekki stóðu föst, og slitu þvi viðræðum.” Flest aðildarfélög Sjómanna- sambands Islands hafa nú aflað sér verkfallsheimildar eða halda fundi þessa dagana. Að- spurður um, hvert yrði næsta skref sjómanna i þessu máli, sagði Óskar.að ekki væri margt til ráða annað en að beita þvi eina vopni, sem þeir hefðu, þ.e. verkfallsvopninu til að þvinga fram umræður. „Ef ekki verður breyting á framkomu útvegsmanna, get ég ekki séð annað en það dragi til verkfalls.” Sagðist Óskar búast við þvi, að hafinn yrði undirbún- ingur þess i lok þessarar viku og látið til skarar skriða i byrjun þeirrar næstu, að öllu óbreyttu. Enn hefur ekkert miðað i fisk- verðsákvörðun, en yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins mun koma saman til fundar i dag til að halda áfram viðræð- um um nýtt fiskverð. — JSS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.