Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 3
1981 úttekt á dagvístunarmálum á Akureyri: Jstandið iafn- vel enn verra en haldið var” Ástandið i dagvistunarmálum á Akureyri er jafnvel verra en haldið var, segir i greinargerð frá Félagsmálastofnun Akureyrar. Um miðjan desember s.l. voru 244 börn á biðlista. Þau voru enn fleiri siðastliðið vor, en fækkaði i sumar. Nú fjölgar þeim aftur á móti hratt. Frá 1. október til 1. desember bárust t.d. 53 umsóknir, en aðeins 11 rými losnuðu. 1 þau fóru að sjálfsögðu 11 börn af biðlistanum. Af þeim 11 börnum höfðu 5 for- gang, 3 vegna þess að mæður þeirra eru einstæðar en 2 vegna þroskaskerðingar eða fötiunar. Hin börnin áttu öll gamlar um- sóknir, allt upp i 2ja ára. ,,Af þessu sést aö íorgangs- börnin eru nærri helmingur þeirra barna, sem inn hafa kom- ist þennan tima. Ekkert bendir til þess að það hlutfall breytist á næstunni, nema ef til vill til hins verra, þvi mjög margar for- gangsumsoknir biöa afgreiðslu”, segir igreinargerðinni. Þarer þvi spáð, að á biðlista verði með sama áframhaldi um 360 börn næsta vor ,,og hafa þau aldrei verið fleiri”. Biðtimi eitt og hálft ár „Akureyrarbær hefur loksins hafið markvissa uppbyggingu dagvistarheimila fyrir börn, og ber að fagna þvi. Þó þarf að gera miklu betur, þvi þöríin hefur hingað til aukist hraðar en dag- vistarrýmum fjölgar”, segir i greinargerðinni. Dagvistarheimili taka börnin yngst 2ja ára, siðdegisdeildir á leikskólum aðeins 3ja ára. Tekið er við umsóknum fyrir börn sem orðin eru ársgömul og biðtiminn er sjaldan styttri en eitt og hálft ár. Þegar börnin komast að eru þau gjarnan búin að vera i 2 ár i einskonar bráðabirgðagæslu, oft á mörgum stöðum. „Aðstæður margra þessara barna erum jög slæmar. Flest eru þau börn ungra foreldra sem vinna allt of mikið, eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið og flytja oft þannig að mikið erum i kring- um börnin. Afleitt er aö ofan á þetta bætist óörugg gæsla, segir ennfremur. Helmingi lægra hlutfall en i Reykjavik „Forskólabörn á Akureyri eru alls 1780 og hér i bæ eru finnanleg dagvistarrými fyrir rúmlega 300 þeirra, eða um 17.5%. Er það næstum helmingi lægra hlutfall en er i Reykjavik. Hafa þó ráða- menn þar séð ástæðu til að skipu- leggja stórátak i dagvistunar- málum” segir i greinargerðinni. „Akureyrarbær verður að gera myndarlegt átak i dagvistarmál- um akureyskra barna og gefa öll- um foreldrum sem vilja eöa þurfa, kost á að nota dagvistarheimili”. Aukin samkeponi við FluglelDir á H-Atiantshaflnu „Bandariska flug- málastjórnin segir okkar mönn- um að nú muni þeir fara að fljúga i sumar. Það hefur ekki komiðfram hvenær, né hve oft i viku, en flugleiðin mun liggja Kaupmannahöfn-Keflavik- Bandarikin,” sagöi Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi, Leiðrétting 1 grein Indriða G. Þorsteins- sonar igær féll niðureitt orð, sem brenglaði efni heillar máls- greinar. Um leið og beöist er vel- virðingará þessari villu, er máls- greinin birt í réttri útgáfu: Blaðamannaskóli, eða árleg námskeið með nokkurri aðstöðu til úrvinnslu, væri heppilegur ef hann lenti undir góðri stjórn, sem sneri sér ekkistrax að þvi að inn- ræta nemendum niðurrifsstarf- semi i nafni frjálslyndis bæði á pólitiskum vettvangi og gagnvart væntanlegum yfirboðurum sin- um. þegar Visir innti hann eftir fréttum af flugi bandariska flugfélagsins North-west Orient á Noröur-Atlantshafs - leiðinni, „og sjálfsagt geta þeir fengið að fljúga á ýmsa staði inn-i Banda- rikin.” North-west Orient var ekki á flugleiðum Norður-Atlantshafs- ins fyrr en fyrir tveim árum siöan, að þaö fékk flugleyfi á leiðinni, og hefur flogið þar sið- an. I fyrrasumar flaug félagið tvær ferðir á dag til Noröurlandanna og veitti SAS mjög haröa samkeppni. „Þáö var yfirlýst,” sagði Sveinn, „aö þeir heföu tapað miklum pen- ingum á þessu flugi, en þetta er rikt og sterkt félag og viröist ákveðið i að hasla sér völl á Norður-Atlantshafinu. Fyrir okkar þýðir þetta aukna samkeppni og það verður að koma i ljós hvort það kemur með samsvarandi aukna umferö, eöa það dregur úr hjá okkur,” sagði Sveinn Sæmunds- son. vtfsnt i ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ v mm mm mm wm h ■■ ■■ hi ■■ mm ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ^ ■■ ■■ ■■ ■■ ■ Tefla Karpov og Korisnoj á íslandi?: VÆRIMJOG MIK- ILL AKKUR í Ml" - segir ingvar Gíslason. menntamáiaráðherra 3 9P „Ef fyndist skynsamleg ieið til þess að halda heims- meistaraeinvígið hér á landi, væri vissulega mjög mikill akk- ur i þvi að minum dómi”. Þetta sagði Ingvar Gislason, menntamálaráðherra, þegar blaðamaður Visis spurði hann | álits á þeim möguleika, að ein- | vigi Karpovs og Kortsnojs fari 1 fram á Islandi. „Þetta mál hefur ekki verið tekið formlega upp við mig ennþá, en ég er þessu alls ekki fráhverfur og er alveg fús til þess að ræða hvaða möguleika við höfum á að fá þetta einvigi”, I sagði Ingvar. | I viðtali við Visi i gær sagði dr. Ingimar Jónsson, formaður Skáksambandsins, aö sér fynd- ist sjálfsagt að kanna hvort ein- hver tök væru á þvi að bjóða i einvigið, og að vandamálin við þetta ættu ekki að vera óyfir- stiganleg með góðri aðstoð stjórnvalda. Friðrik Ölafsson, forseti FIDE,sagðiað Islendingar ættu að hafa góða möguleika á þvi að hreppa einvigið, svo fremi sem þeir byðu sambærilega verð- launaupphæð og aðrir. Þess má geta að frestur til þess að skila tilboðum i einvigiö rennur út eftir rúmlega fjórar vikur. —P.M. Ingvar Gislason: hlynntur þvi _ að halda einvigið hér. ----------J Tökum að okkur að annast fermingar og brúÖkaups- veislur, árshátíðir, þorrablót og hvers kyns annan mannfagnað. Utvegum vistlega og skemmtilega sali eða sendum í heimahús, eftir því sem óskað er. VEITINQAtíÚSIÐ sv.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.