Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 13. janúar 1981 VtSLR 9 ARAMOTASKAUP RfKISSTJÚRMARIMNAR Aldrei fór það svo, að íslend- ingar yrðu af pólitísku áramóta- skaupi, enda þóttleikarar væru i verkfalli, þvi að Gunnar Thoroddsen hljóp i skarðið og fræddi þjóðina um bráðabirgða- lög og efnahagsáætlun ríkis- stjórnarinnar. Skaupið fólst i þvi, að forsætisráðherra taldi sig og sina menn vera að lyfta Grettistaki til að leysa efna- hagsvanda þjóðarinnar I bráð og lengd, en þeir sem á hlýddu, þótti ráðherrann vera að bera vatn i hripum. Kokhraustir ráða- menn. Vonbrigðin voru mikil. 011 þjóðin er án efa reiðubúin til að axla miklar byrðar og kjara- skerðingu, ef sjá mætti til sólar gegnum skýjaþykknið. En þvi var ekki að heilsa i boðskap rikisstjórnarinnar. Enn vakna ráðamenn þjóðarinnar upp við efnahagslega martröð á þriggja mánaða fresti gripa i skyndingu til handahófskenndra úrræða, hella i sjúklinginn meðalasulli, sem honum verður svo bumbult af, aðeftir þrjá mánuði er hann nær dauða en lifi af meðferð- inni. Og enn eru ráðamenn kok- hraustir. Ekki vil ég halda þvi, fram, að ekkert horfi til bóta I ráð- stöfunum rikisstjórnarinnar, til að mynda er lofsvert að reyna að greiða götu húsbyggjenda, eins og verðbólgan leikur þá grátt en þegar á heildina er litið, eru þetta sömu húsgangs- ráðin, sömu almennu yfirlýs- ingarnar og sömu loðnu loforð- in, sem þjóðin kannast mæta vel við og hætt að binda miklar vonir viö. Þama eru færslur I bókhaldi, millifærslur á fé, sem ekki er I raun til, verðstöðvun til 1. mal, sem hefur þó verið i gildi allan s.l. áratug, og ákvæði um að styrkja kaupmátt með þvi að skerða laun. Og auðvitað er þá skaupið á næsta leiti. Vilji er allt sem þarf. Stöðugt gengi er auðvitað undirstaða heilbrigös efnahags- lifs, og nú er boðað, að fslenski gjaldmiðilinn skuli bundinn við dollara „næstu mánuði”, en eftir þann tima virðist eiga að hefjast „gengissig i stóru stökki”. Samt gerði forsætis- ráðherra mikið úr langti'ma- ráðstöfunum, og lét þau orð falla, að vilji sé allt sem þarf. Ogmun það rétt vera. Og mega menn vera þess minnugir, aö ráðherra boðaði við myndun stjórnar sinnar, að verðbólga yrði i árslok 1980 40%, en hún reyndist vera milli 60 og 70%. Enn gerði ráðherra lýðum kunnugt, aö verðbólgan yrði 40% I árslok 1981. Þetta veröur þá önnur tilraun og hana má endurtaka. En langlundargeði þjóðarinnar er þó þrátt fyrir allt takmörk sett. Smjaður fyrir launþegum Þótt forsætisráöherra hafi tekist vel upp, eins og hans var von og visa er mönnum vart lá- andi, þótt þeir kjósi heldur að næsta áramótaskaup komi i hlut Flosa Ólafssonar. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Það er mikið áhyggju- efni, hversu stjómvöld eru van- megnug að koma hér á þjóðfé- lagi, þar sem rikir efnahagslegt jafnvægi. Það er áhyggjuefni, hversu orð og gerðir stjóm- málamanna stangast á. Það er áhyggjuefni, hversu oddvitar þjóðarinnar viröast gjör- sneyddir þvi velsæmi að ganga á undan með góðu fordæmi um leið og þeir leggja kvaðir á a llan almenning. Um alla þessa hluti mætti margt segja, en hér skal þó vikið að einu: smjaöri sumra stjórnmálamanna fyrir laun- þegum og þá sérstaklega lág- launafólki, sem birtist átakan- lega i efnahagsráöstöfunum rikisstjórnarinnar. í Ólafslögum, er sett voru 1979, er kveðiö á um „reglu- bundið samráð og samstarf stjórnvalda við samtök launa- fólks i efnahags- og kjaramál- um.” En rikisstjórnin hunsaði þetta lagaákvæði og hafði ekkert samráð við launþegahreyf- ingarnar, þegar hún gekk á gerða kjarasamninga þeirra, enda segir 1 ályktun miðstjórnar ASÍ, „að boðað samráð verði framvegis meira en orðin tóm. ,, Slétt skipti”. Og nú kemur til sögunnar sjálfur ólafur Ragnar Grimsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, sérstakur málsvari launafólks, þótt hann séaðvisu ekki löggildur að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar. Hann telur upp marga kosti að- gerða rikisstjdrnarinnar I Þjóð- viljanum og kemst svo að orði: ,,1 sjötta lagi verða teknar upp viðræður við samtök launafólks um framkvæmd samræmdrar stefnu I kjaramálum, atvinnu- málum og efnahagsmálum á árinu 1981 til 1982 og vænti ég mikils af þeim viðræðum, þvi þær munu gefa samtökum launafólks góða möguleika að hafa áhrif á hagstjómina á öll- um sviðum hennar og gera þau þannig að virkum aöila 1 stjórn landsins” (3.-4. jan.). Þannig talar maður, sem fer ekki að landslögum um samráð við launafólk, þegar laun þeirra eru skert! En út yfir allan þjófabálk tekur, þegar lýðskrumarar af þessu tagi reyna aö sannfæra launafólk um, aö 7% skeröing á verðbótum launa feli i sér „slétt skipti,” þar sem „skerðingar- ákvæði” Ólafslaga væru úr gildi numin. Niðurtalningunni fórnað. Iþeim lögum var tekið tillit til Bjarni Guðnason, fyrrv. alþingismaður skrifar um efnahagsaðgerðir rikisstjórnarinnar og þá einkum hvernig þær snúa að launafólki. Bjarni fjallar um þátt Alþýðu- bandalagsins í því sam- bandi. viðskiptakjara, þannig aö þau orkuðu á veröbætur launa, ýmist til hækkunar eða lækkun- ar. Vegna óhagstæðra viö- skiptakjara hafa þau.eins og kunnugt er, valdiö lækkun á veröbótum, en horfur eru nú á, aðþau mæli hækkun verðbóta 1. mars n.k. sbr. ummæli Asmundar Stefánssonar, forseta ASl. Það er enginn vafi á þvi', að það er nauðsynlegt i öllum þess- um efnahagsglundroða, sem nú ríkir, að hafa hliðsjón af af- rakstri þjóðarbúsins, við launa- greiðslur og sætir það mikilli furöu, að Framsóknarmenn skuli vera svo litilla sæva að kasta fyrir róöa helsta hag- stjórnartæki til að „telja niður”, sem átti þó aö vera lykilorð þeirra til að græða meinsemdir sjúks efnahagslifs. En hvað sem þvi liður, verður þvi ekki haldiö fram með neinum rökum, að 7% skerðing verðbóta á laun séu „slétt skipti. Launafólk situr eftir með sárt ennið. Og aftur Ólafur Ragnar Grimsson. Hann kemst svo að orði 1 Þjóðvil janum: „Þessar aðgerðir eru byggöar á ýmsum helstu grundvallarviðhorfum Alþýðubandalagsins frá siðustu árum.” Þá hafa menn það. Illa innrættur maður gæti rifjað upp, að Alþýðubandalagið barðist gegn rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar undir kjörorð- inu „samningana i gildi” og flokkurinn ber þaö á torg, að hann taki þátt i rikisstjórn Gunnars Thoroddsens til að tryggja kaupmátt launa. Ennú erannað uppi á teningnum. Nú eru „grundvallarviðhorf ” Alþýðubandalagsins að rifta gerðum kjarasamningum og sjá þá lausn helsta i efnahags- málum að skeröa kjör launa- fólks. Er setan 1 rikisstjórn i raun svo mikils viröi, að hennar vegna megi týna öllum hug- sjónum, ganga ábakorða sinna, sitja á svikráðum viö launafólk og bera blak af sér með smjaöri og orðagjálfri? Málflutningur Ólafs Ragnars Grimssonar og hans félaga dugir án efa trúarsöfnuði Alþýðubandalagsins, en hann þjónar ekki hagsmunum launa- fólks og lágtekjufólks, sem situr alltaf eftir með sárt ennið eftir hverja nýja kjarasamninga. Til þess að leysa efnahags- vanda þjóðarinnar þarf ekki aðeins vilja, heldur og getu og hugrekki. En lýðskrum leysir engan vanda. Bjarni Guönason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.