Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 15
VtKTR Þrihiudaeur 1.1. ianúar 1981 Þriðjudagur 13. janúar 1981 r, Litið á aðbúnaðinn hjá Ríkisskíp: „HELDIIR HVORKIVATHIHE VIHDI” Svona litur viöceröarhúsnæöiö út, en i hluta af þvl var kaffistofan áöur, ,,Æ, þetta er nú ósköp ómerkilegt og heldur hvorki vatni né vindi”, varð einum starfs- manna hjá Rikisskip að orði, þegar Vísismenn litu þar inn i gær, til að forvitnast um aðbúnað þeirra, er þar vinna. Og ekki var annað að sjá en ofangreindur starfsmaður hefði lög að mæla, a.m.k. hvað varðaði aðstöðu þeirra, er vinna i gömlu Breta- bröggunum. Þar vinna nú um tiu manns við vörumóttöku i tveim bröggum. Má segja, að þar sé að minnsta kosti hátt til lofts, þvi að viða má sjá upp i himininn i gegnum götin á báru- járninu. Snyrtiaðstaðan er ekki upp á marga fiska, aðeins smáskáp- ur, þar sem inni er ó- hrjálegt salerni og vaskdvergur. Enn verrra var þó ástandið fyr- ir tveim árum, áður en hluti starfseminnar fluttist i Sam- bandshúsið. Þá mötuðust menn einnig i bröggunum, i litilli kompu, sem hefur nú verið tekin undir viðgerðir. Jókst þá viðgerð- arplássið um heila 20 fermetra, en var áður aðeins þröngur gang- ur! Nú hafa menn mötunaraðstöðu i Sambandshúsinu, eins og áður sagði, og fer mun betur um þá þar,eins ognærri má geta. Þar er einnig þokkaleg hreinlætisað- staða, þótt hún sé ekkert til að hrópa húrra fyrir, þegar um svo marga menn er að ræða eins og þarna, eða samtals 38 starfs- menn. En bráðum kemur betri tið o.s.frv., þvi að innan skamms mun ætlunin að reisa byggingu á uppfyllingunni þarna skammt frá. í fyllingu timans mun Rikis- skip flytja alla sina starfsemi þangað og er gert ráð fyrir fyrsta flokks aðbúnaði i alla staði. Að sögn Sverrir Hermannsson- ar, yfirverkstjóra hjá Rikisskip, er fyrirhugað að hefja fram- kvæmdir fljótlega og verður verkið trúlega boðið út i þessum mánuði. Ekki eru þó allir jafntrúaðir á, að húsnæðismálin standi til bóta. „Eru þeir ekki að teikna þetta á hverju ári?” varð starfsmanni að orði.þegarþettabarágóma. ,,Ég hef enga trú á, að það verði flutt i nýtt húsnæði i bráð”. Hvort hann reynist sannspár, skal ósagt látið, enda segja myndirnar hér i opnunni meira en mörg orð. —JSS SSSÍItlÍS „Maður er núbúinn aö vinna I þessari stofu i 40 ár”, sagði annar smiðanna, er Visismenn litu inn á verk- „Matsalurinn” mætti að ósekju vera stærri, þvi að hann er ætlaður fyrir38 manns. Þetta er þóskárra en var fyrir 2 árum, þegar menn stæðið,” og ég get t.d. sagt ykkur.að þessi bor kostaði 5000 krónur fyrir 40 árum”. mötuðust i 20 fermetra skonsu i Bretabröggunum. vtsm Þarna gefur að lita snyrtiaöstöðu, sem 10 menn hjá Rikisskip þurfa að notast við á vinnustað sinum. 15 FRYSTIHÚS ÍSBJARNARINS A EIÐSGRANDA Elns 09 best gerist á Norðurlðndum Það má e.t.v. segja, aö ekki sé sanngjarnt aö bera saman annars vegar 2ja ára húsnæöi og hins vegar húsnæði frá þvi fyrir strið. En á báðum stöðum verða menn að vinna frá morgni til kvölds, hvað sem öllum aöbúnaði liður, en hann er svo sannarlega til fyrirmyndar I Frystihúsi ts- bjarnarins á Eiösgranda. „Þetta ertrúlega einn best búni vinnustaðurinn á öllum Norður- Og svo er það hin hliðin á málinu. Hreinlætisaðstaða er til fyrirmyndar, flisalagðir veggir og þrifaieg salerni. L löndum”, sagði verkstjórinn, sem leiddi Visismenn þar um húsa- kynni í gær,” enda er starfsfólkið ákaflega ánægt með þá aðstöðu, sem hér er”. Byggingin er mjög rúmgóð og þrifaleg, hvar sem á er litið. Hreinlætisaðstaða er góð. hver starfsmaður hefur til umráða skáp, sem hægt er að læsa, auk þess sem hagt er að bregða sér i sturtu að vinnudegi loknum. Matsalurinn er stór og bjartur og þar er hægt að fá heitan mat i hádeginu. Loks má geta rúmgóðs fatahengis, en látum myndirnar annars tala sem fyrr. —JSS Matsalurinn e'r stór og rúmgóður ogþar er hægt að velja milii þriggja heitra rétta á hverjum degi. Loks geta menn brugöiö sér f sturtu að afloknum vinnudegi.yisismyndir Emii - seglr Eyjölfur Sæmundsson forstlóri Vinnueflirllts riklslns vinnustaöa ekki nóttuHÍH Astandi einni ,,Það er gefið mál, að ástandi vinnustaöa verður ekki breytt á einni nóttu. Þetta er samt þróun þeirra mála i rétta átt. Ég hef þá trú, að þetta nýja fyrir- komulag séhið heppilegasta sem hægt var að setja á laggirnar við rikjandi aöstæður og að þaö muni flýta þessari þróun mjög veru- lega i jákvæöa átt, miðaö við það, sem orðiö hefði meö óbreyttu skipulagi”. Þetta sagöi Eyjólfur Sæmunds- son, forstjóri Vinnueftirlits rlkis- ins, er Visir ræddi við hann um eftirlit á vinnustöðum i kjölfar nýrrar lagasetningar þar aö lút- andi, er gildi tók 1. janúar sl. „Breytingin, sem veröur meö til- komu þessara nýju laga um að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, er tvfþætt”, sagöi Eyjólfur, þegar blaðið spuröi hann, hverjar breytingar yrðu helstar á eftirliti með vinnustöð- um I landinu meö tilkomu ofan- greindra laga. „t fyrsta lagi er gert ráð fyrir stóraukinni starfsemi innan fyrirtækjanna sjálfra. Felst hún i þvi, að innan fyrirtækja, þar sem starfa tiustarfsmenn eöa fleiri, á atvinnurekandi að tilnefna sér- stakan öryggisvörö og starfs- menn eiga aö tilnefna einn úr sin- um hópi sem öryggistrúnaðar- mann. 1 fyrirtækjum, meö 50 starfs- menn eöa fleiri, eiga að starfa sérstakar öryggisnefndir meö tveim fulltrúum starfsmanna og tveim frá atvinnurekendum. Þessir aðilar eiga að fylgjast með þessum málum innan viðkomandi fyrirtækis og taka upp vandamál, sem upp kunna aö koma og reyna aö leysa þau innan fyrirtækisins. Þá eiga þeir að fá fræðsluefni og leiöbeiningar frá Vinnueftirliti rikisins og jafnframt að leita til þess um úrlausnir vandamála, sem þeir ekki treysta sér til að leysa sjálfir. „Þarna er þá um aö ræöa aukna virkni starfsfólksins sjáifs á viðkomandi stöðum?” „Já, en ekki aöeins starfs- manna, heldur einnig eigenda fyrirtækja. Varöandi fræðslu- starfsemina, þá höfum við hugsaö okkur að prenta upp ýmiskonar fræðsluefni og er sá þátturraunar hafinn. Þá munum viö, vonandi fljótlega, geta efnt til námskeiða fyrir öryggistrúnaöarmenn. Slik starfsemi veröur reglulegur þátt- ur i starfsemi Vinnueftirlits rikis- ins i framtiðinni. Ég lýsti áöan starfsemi innan fyrirtækjanna, sem er einn liður i nýju eftirliti. Hinn liðurinn er endurskipulagning á opinberu eftirliti. Það felur i sér að örygg- iseftirlit rikisins hefur verið lagt niður og Vinnueftirlit rikisins stofnaö i þess stað. Hiö siöar- nefnda er viðtækari stofnun og fær aukið starfsliö til að sinna þessum málum. Felst þess hlut- verk einkum i þvi auk reglubund- ins vinnustaðaeftirlits, að hafa samband við öryggistrúnaðar- menn og öryggisnefndir, og hafa eftirlit meö þvi, að sú innri starf- semi, sem ég lýsti áöan, eigi sér stað. Takist ekki að koma henni á laggirnar, veröur máliö ekki ósvipaöþviogáður var, þ.e.fyrst og fremst um opinbert eftirlit aö ræöa. En við vonum, að fram- kvæmdinverðisú, sem lögingera ráð fyrir”. „Hversu mikið verður starfs- mönnum fjölgað?” „öryggiseftirlit rikisins hafði 15 stööugildi i föstum störfum. Vinnueftirlit rikisins fær fimm föst stööugildi til viðbótar. Það má gjarnan koma fram, aö umrædd eftirlitsmál eru i endur- skoöun og mótun nú, en Vinnueft- irlitið byggir vitaskuld á mikilli reynslu og þekkingu i vinnustaöa- eftirliti , sem var fyrir hendi hjá öryggiseftirlitinu. Þá kemur einnig inn i verkahring Vinnueft- irlitsins eftirlit, sem aðrir aöilar höföu meö aö gera. Þannig tekur það til dæmis við hlutverki heilbrigðisnefnda og i breytt á Heilbrigöiseftirlits rikisins i vinnueftirlitsmálum, en þessir aöilar hafa feikinóg verkefni á öðrum sviðum, sem verða á þeirra hendi áfram.” ..En hvernig verður eftirliti á vinnustöðum háttað úti á landi, meö tiikomu þessarar breyting- ar?” „Aöurhaföi öryggiseftirlit rik- isins fastan umdæmismann á Ak- ureyri.en nú hefur veriö ákveöið aö stofna fleiri umdæmi úti á landi. Er verið aö ganga frá aug- lýsingum eftir eftirlitsmönnum i tvö umdæmi til viöbótar. Þetta kemur tæplega helmingi landsins undir eftirlit, en hitt verður leyst meðráöningu manna I hlutastörf, einsog áður var hjá öryggiseftir- litinu og meö skoöunum frá Reykjavtk til bráöabirgða. Sföan eru um 30 manns, sem voru umboösmenn fyrir öryggis- eftirlitiö varðandi farandvinnu- vélar, losun og lestun úr skipum, meöferð sprengiefna og þess hátt- ar. Slikir menn munu halda áfram störfum fyrir Vinnueftir- litið. Veröur gert ráö fyrir þess- um fjölda starfsmanna um land allt. Ég vil sérstaklega benda á, I þessu sambandi, aö skoöun á bú- vinnuvélum og eftirlit á hollustu- háttum og öryggi I landbúnaöi, munum við ekki reka frá Reykja- vik, heldur veröa þaö aöilar tengdir vinnueftirlitinu úti á landi, sem munu sjá um þær skoöanir”, sagöi Eyjólfur aö lok- um. — JSS J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.