Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 4
vtsnt 4 Þriðjudagur 13. janúar 1981 er andstaðan svo klofin eftir öll- um sólarmerkjum að dæma, aö engin hætta sýnist á þvi aö Giscard hreyki sér of hátt eöa veltiútiir Elysee-höll. „Frakkland er ekki lengur lýðveldi. Þjóöhöföinginn er haf- inn upp i hásæti með völd, sem eiga sér enga hliöstæðu,” skrifaöi . Parisarblaöiö ,,Le Monde” i' for- siðuleiðara ekki alls fyrir löngu. Charles De Gaulle lagði grund- völlinn að fimmta lýöveldinu 1958, en setti þá inn i stjórnar- skrána, að völd forsetans tækju til alls ríkiskerfisins, svo aö hann gæti hvarvetna gripið inn i. Sumir gagnrýnenda D’Estaing halda þvi fram, að hann hafi jafnvel tryggt sér enn viötækari völd, heldur en De Gaulle naut, og var þá mikið sagt. Forsetinn tilnefnir ekki aðeins forsætisráðherra sinn, heldur hefur hann áhrif á embættisveit- ingar allar götur niöur á lægstu valdaþrep. Hann getur leyst upp þingið, eða skákað þvi til hliðar með þjóðaratkvæöi. Hann stjóm- ar beint stefnunni i utanrikis- og innanri'kismálum og þá um leið efnahagsmálum. Hans hjartans- mál fara fyrirstöðulitla afgreiðsluleið i gegnum þingið og verða að lögum. Og nýlega var D’Estaing sakaður um ihlutun i dómsmálin og réttarkerfið. 1 landi þar sem forsetinn skipar i útvarps- og stjórnvarpsstjóra- embættin og fjölmiðlarnir honum oftast auðsveipir, getur Giscard látið sér i léttu rúmi liggja, þótt eitt og eitt blað vilji oröa hann annað veifið við eitthvert hneykslismál. Venjulegast heldur Giscard forseti þykir hafa tryggt sér völd einvaldskonungs, en hérsést hann með Sylviu Sviadrottningu og virðist sóma sér vei i konungiegum félagsskap. Giscard í „hásæti” Fáir Frakkar efast um, að Valery Giscard D’Estaing verði ekki forseti landsins annað sjö ára timabili að kosningunum af- stöönum i vor. Hinir eru hins- vegar æði margir orönir, sem hafa áhyggjur af þvi, hve mikil völd hann hefur og hversu hroka- fullur hann er. Otlendingar lita gjarnan á Giscard D’Estaing forseta sem einn voldugasta og árangurs- rikasta leiðtoga Evrópu. Heima fyrir hefur hoffmannsbragurinn sett einna mestan svip á annars tilþrifalitlar kosningaumræður. En hversu hrokafullur sem lönd- um hans finnst Giscard orðinn, þá Jíang Qing, engum lík Fjórmenningaklikan marg- fræga i Kina biður nú sins dóms að afstöðnum löngum og sumir segja nokkuö leikrænum réttar- höldum. Eftir þriggja ára veru i fangelsi voru þau færö i gráum fangabún- ingum sinum til yfirheyrslu á sakabekknum og hlýddu þar á útmálunglæpa þeirra,svoaðekki varætlandi nema sterkustu bein- um að standa af sér slika orra- hrið. Jiang Qing, ekkj^a Maos formanns, reyndist sú eina úr klikunni, sem hélt það útog hark aði af sér, svo að engan bilbug var á henni að finna, — Tveir hinna létu bugast af tilhugsuninni um fjögurra ára fangelsi minnst og kannski dauðarefsingu i versta lagi, og játuðu auömjúkir allar syndir, sem á þá voru bornar. Sá þriðji missti algerlega málið og gerði hvorki aö játa né neita. Ekkjan varði sig hinsvegar til siðustu stundar og „stal senunni” eins og sagt er á leikhúsmáli og mörgum þykir ekki óviöeigandi um réttarhaldið. Ekki einasta bar hún af sér sakir, eða skirskotaði til umboðs Maos formanns, heldur og snerist hún stundum i stúku sakborningsins til sóknar og ákæru á hendur núverandi valdhöfum. Hermdu fréttir, að ekkjan, sem með óbilgirni sinni egndi dómendur og dómsforseta alla upp á móti sér, hafi verið fjarlægö með valdi úr réttarsaln- um á siðasta dómþinginu, þar sem húnkom fram. „Það er enginn glæpur að gera byltingu. Það er rétt að rísa upp,” æpti hún, þegar hún vardregin út úr dómssalnum. Eftir fjögurra ára einangrun i fangaklefa, æpti þessi aldraða kona að dómaranum, að hann væri fasisti. Hún kallaði lög- fræðingana „lagaskúrka”, og vitnin jós hún nöfnum eins og „lygarar, þorparar, liðhlaupar”. Stolt, kjarkmikil og ósveigjanleg brauð hún öllu kerfinu byrginn, og fór þá fljótt af henni ömmu- yfirbragðið, sem mönnum sýndist á henni fyrst, þegar hún birtist með sin umgjarðargrönnu gler- augu og grásprengt hárið bundið i hnút við hnakkann. Leikkonuhæfileika hennar dró enginn i efa eftir frammistöðuna i dómssalnum, og sýndi hún þá, hver hennar upprunalega mennt- un var. Fyrst sýndist hún ringluð, utan gátta, grátandi, aum kona og auðmjúk i tilsvörum. Hún var lasin, með höfuðverk of háan blóöþrýsting, gat illa fylgst meö og svo framvegis, en þegar að henni var þrengt, og hún fann, að henni var engin miskunn ætluð, sneri hún snöggt við blaöinu. Einhverjum kann aö hafa kom- ið i hug, að töggur hafi verið i Jiang Qiang á yngri árum, þegar hún varuppásitt besta, þótt eng- inn hafi viðrað neina aðdáun yfir frammistöðu hennar. Eitt Pek- ingblaðanna skrifaði þó eftir réttarhaldiö: „Orðabækurgeyma gnóttorða, en ekkert þeirra dug- ar til þess að lýsa Jiang fullnægjandi. Um hana er aðeins hægt að segja: Jiang Qing er Jiang Qing — engum öðrum lik.” hann blaöamannafundi aðeins einu sinni á ári, og eru þeir þá litið annað en tækifæri fyrir hann að stiga i ræðustól og ávarpa þjóðina um ýmis málefni, sem hann velur sér sjálfur. Reglu- bundin sjónvarpsviðtölhafa á sér svipað snið. Fréttamennirnir gæta þess að spyrja hann ein- ungis þægilegra spurninga og hætta sér ekki i návigi við hann. Undantekningar á þessum gagnrýnisskorti er helst að finna i vikuritinu „Le Canard Enchaine” og nú á seinni timum i hinu vinstrisinnaða , ,Le Monde”. Þegar „Le Monde” vogaði sér að gefa i skyn, að dómsniður- stöður gætu verið undir pólitisk- um áhrifum, lét stjórnin það þó ekki i léttu rúmi liggja, heldur sýndi klærnar. Aðalritstjóra blaðsins var stefnt og einum fréttamanni. Sakarefnið var sótt i gamlan og óljósan lagakrók, sem kvað á um „tilraunir til þess að gera réttarfar landsins tortryggi- legt, svo að grafið væri undan réttarfarinu og sjálfstæði dóms- kerfisins”. — Þetta var heimfært upp á fimm greinarbirtingar á siðustu þrem árum. Margir halda þvi þó fram, að undirrótin sé vanþóknun á skrifum Le Monde um meint tengsl og vináttu Giscard viö Bokassa, einræðis- herrann fyrrverandi i Mið- Afrikukeisaraveldinu. Le Canard Enchaine hafði einnig haldið uppi skrifum siðasta ár og sakaði forsetann um að hafa þegið demantagjafir af Bokassa, sem nú er af öllum útskúfaður fyrir að hafa látið myrða skóla- börn og er jafnvel orðaður við mannát. Giscard hefur aldrei borið á móti þvi að Bokassa hafi hlaðið á hann gjöfum. Siðan hefur skotið upp kollinum Guðmundur Pétursson, fréttastjóri erlendra frétta. saga franska blaðamannsins Roger Delpey, sem handtekinn var i mai fyrir utan sendiráð Libýu og sakaður um að hafa stefnt utanrikissamböndum Frakklands i voða. Eftir að hafa setið inni i rúma sex mánuði án undangengins dómsúrskurðar var Delpey loks sleppt lausum aftur. Fullyrti hann sjálfur, að hann heföi verið handtekinn vegna þess, að hann hafði i bigerð að gefa út bók um samband Giscard við Bokassa, og af þvi aö hann hefði i sinum fórum skjöl, sem fælu i sér upplýsingar um demantahneykslið svonefnda. 1 forsetahöllinni hafa menn engu viljað svara þessum ásök- unum. Hvað sem þessum vangavelt- um liður ætla flestir Frakkar, að Giscard muni sigra i kosningun- um sannfærandi. Jafnvel úr hópi þeirra, sem harðast gagnrýna hann,heyrast raddir, sem segjast munu kjósa hann einfaldlega vegna þess, að þeim finnist aðrir kostir sýnu lakari. Clilrac og nato Jacques Chirac, lciðtogi Gaull- ista, hefur hvatt til þess, að NATO verði tekið til róttæks endurmats. 1 viðtali, sem birtist i einu dag- blaða Beirút, lýsti Chirac Vtla ntsiia fsbandalaginu sem forneskjulegu og úr takt við bre.vtingar timans. Frakkland er ekki virkur aðili að varnarbandalaginu, þvi að það dró her sinn út úr hernaðarsam- starfinuá stjórnartiina De Gaulle forsela. Chirac hvctur’i viðtalinu einnig til þess, að Frakkland taki upp fastari og sjálfsöruggari stefnu í utanrikismálum. Indversk áliðja Indland og Frakkland liafa undirritað samning um tæknilega samvinnu við að setja upp stærstu áliðju Indlands, en hún vcröur I Orissa. Það cr „Aluminium Pcchiney” i Frakklandi, scm leggja mun til tækni- og verkfræöiaöstoðina við verkið, en þaö er áætlað 1,55 milljaröa Bandarfkjadala framkvæmd. Um 70% þessa fjármagns verður fengið erlendis frá. Miðjan á að taka til starfa á ár- unum 1985 og ’8«, og á að framleiða 2,4 milljónir smálesta af bauxiti, 800 þúsund smálestir af alúmína og 218 þúsund smálestir af áli. |r*|í i»*« Paime á ferð vlð Persaflóa Olof Palme, lciötogi sænsku s t jó rn a r a nd s t öð unn a r, er væntanlegur til Bagdad I dag sem sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna og sáttasemjari f deilu traks og trans. Frá Bagdad fer Palme á föstu- daginn til Teheran, þar sem hann mun m .a. ræða við ráðamenn um frjálsar siglingar skipa um Shatt al-Arab-skipaskuröinn, þar sem um 70 erlend skip sitja föst. Urðu þau þar innlyksa i september, þegar striðið braust út. ..Erkibóflnn” falllnn i valinn Dietrich Stobbe, borgarstjóri Vestur-Berlinar, hlaut um helg- ina samþykki flokks sins fyrir sex meginbreytingum, sem hann gerði á stjórn borgarinnar, eftir fjármálahneyksli, sem þar kom upp á dögunum. Eru þetta aðal- lega mannabreytingar. i siðasta mánuði kom upp mikið hneyksli i fjármálalifi V- Berlinar, þegar einn stærsti byggingarverktaki borgarinnar várð gjaldþrota, en borgarsjóður, sem veitt haföi einskonar rikis- ábyrgð á ýmsum skuldum verk- takans, sat uppi með 115 milljón marka reikning. Tvcir af fulltrúum borgarþings V-Berlínar sögðu af sér borgar- stjórnarstörfum, en báru þó af sér að hafa gerst sekir um vanrækslu af neinu tagi. Annar þeirra var núna uni helgina kosinn formaður þing- flokks sósialdemókrata I bæjar- þinginu, scm orðið hefur tilefni harðrar gagnrýni minnihlutans. Fiármálahnevksii i V-Berlin Kichard Boone, leikarinn, sem lengst verður minnst fyrir túlkun slna á ýmsum byssubófum úr kúrekamyndum, lést um helgina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.