Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 13.01.1981, Blaðsíða 8
vtsnt ÞriOjudagur 13. janúar 1981 VÍSIR utgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjdri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjöri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- jxSrsdóttir, Kristln Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Otlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn- vörður: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúli 14, sími 86411, 7 línur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Askriftargjald kr. 70 á m'ánuði innanlands og verð I lausasölu 4 nýkrónur eintakið. Vlsir er prentaður I Blaðaprenti, Siðumúla 14. í gærmorgun höfðu þeir morgunpóstsmenn viðtal við Þóri S. Guðbergsson, fulltrúa hjá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar, um húsnæðismál aldr- aðra. Lýsing Þóris á ástandinu var vægast sagt hrikaleg. Á hundruðum heimila ríkir neyðar- ástand, þar sem gamalt f ólk er ó- sjálfbjarga vegna sjúkdóma eða hrumleika. Aðstandendur þeirra hafa engin tök á að veita þá um- önnun eða þjónustu, sem nauð- synleg er. Opinberar stofnanir geta ekki tekíð við þessu fólki. l öðrum tilvikum eru þess dæmi, að gamalt fólk búi við að- stæður, sem yngra fólk myndi aldrei láta bjóða sér. í litlum ibúðarholum, vanbúnum að hreinlætistækjum, köldum og ó- vistlegum, kúldrast aldrað fólk, oft einstæðingar, við lítil og bág kjör. Samfélagið virðist vanbúið að bæta úr fyrir þessum þjóðfélags- hópi. Elliheimili anna hvergi eftirspurn um vist, sjúkrahús haf a ekki ef ni á að taka við fólki, sem hrjáist ekki af öðrum krank- leik en elli, og félagsmálastofn- anir hafa takmarkaða og sára- litla möguleika til að veita hinum öldruðu nauðsynlega fyrir- greiðslu. Smæð íslensks þjóðfélags, ná- býli f jölskyldunnar og umhyggj- an fyrir einstaklingnum, hefur gert það að verkum, að f élagsleg vandamál hafa lengst af verið hverfandi hér á landi, Gamal- menni fengu inni hjá börnum og nánum skyldmennum. Kynslóð- Það fólk, sem nú er komið á gamals aldur, hef ur lifað tímana tvenna. Það man kreppu og at- vinnuleysi, vinnuþrælkun og frumstætt heimilishald. Flest hef ur það unnið hörðum höndum, þekkir ekki sólarlandaferðir eða veisluborð, aldrei notið menntun- ar eða fagurra lista. Allt sitt líf hef ur heimur þess verið verbúðir eða verksmiðjur. Margt af þessu fólki eru ein- stæðingar, sumt misst maka eða börn, annað búið við einveru mestan hluta ævi sinnar. Það kann ekki að gera sér dagamun, hefur heldur ekki efni á því. Nú á ef ri árum á það ekki ann- arra kosta völ en halda stritinu á- fram, meir af vilja en mætti. Slíkt fólk kvartar ekki fyrr en i síðustu lög. Sjálfsbjörgin og nægjusemin er þeim í blóð borin. Ef til vill á enginn þjóðfétags- hópur frekar skilið, að honum sé rétt hjálparhönd og mannsæm- andi lífskjör. Ævistarfið hefur ekki verið unnið í sviðsljósinu, en skilur samt eftir sig spor, sem framtiðin mun njóta og meta. Frásögn Þóris Guðbergssonar var áminning til okkar aHra, stjórnvalda, fjölmiðla, almenn- ings. Við megum ekki vera svo upptekin af hégómlegu prjáli eða yfirborðskenndum umræðum, að við gleymum þeim samborgur- um, sem ekki hafa löngun eða skapgerð til að hrópa um neyð sína á torgum. Það þjóðfélag, sem vanrækir elstu kynslóðina, gleymir upp- runa sínum og týnir sál sinni. 6AMLA FÖLKW 1 öllu þvl efnahagsþvargi og lifsgæðakapphlaupi, sem þjóðin tekur þátt I, vill oft gleym- ast að leiða hugann að málefnum aldraðra, þeirra einstaklinga, sem lagt hafa fram sinn skerf með löngu lifsstarfi, en búa nú við einveru og afskiptaleysi. irnar kynntust, gamla fólkið naut öryggis og börnin þroskuðust. Á hinn bóginn hefur þessi gamli siður sennilega átt sinn þátt í því, að uppbygging elli- og hjúkrunarheimila hefur setið á hakanum og tillitið til aldraðra er ekki ofarlega á blaði í félagslegri samhjálp. Á allra síðustu árum hafa að- stæðurog viðhorf breyst. Á sama tíma og meðalaldur Islendinga hækkar og fleiri ná háum aldri, hefur losnað um skyldurækni og f jölskyldubönd. Tengslin og tryggðin er ekki sú sama. Ekki vegna þess, að tilfinningar hafi dofnað, heldur ræður þar mestu breyttur tíðarandi, kapphlaupið við lífsþægindin og annars konar lífshættir. NHIURGREIÐSLUR - SKATT- FRÍDINDI HINNA EFNAMEIRI? Þaö er nauösynlegt oöru hverju að velta fyrir sér al- mennt viðteknum sannindum og athuga vandlega af hverju við höfum komist aö þessum niöur- stöðum. Eitt af þvi sem viö höfum mjög sjaldan véfengt er að niðurgreiðslur á landbúnaðar- afurðum væru ein mikilvægasta kjarabót, sem efnaminna fólk gæti fengið og eitt áhrifamesta tekjujöfnunartæki sem fyrir hendi væri. Þegar ég reyni að sannfæra sjálfan mig um, aö þessi sann- indi séu hafin yfir allar efa- semdir, þá gengur það ekki nógu vel, og reyndar gengur það svo illa, aöég er jafnvel kominn á þá skoðun að niðurgreiðslur séumjög óheppilegar að nánast öllu leyti. Niðurgreiðslur land- búnaðarvara Flestir eru sammála um, aö niöurgreiðslurnar hafi gert erfiöara fyrir um lausn land- búnaðarvandans. Þegar bændur fá hærra en markaðsverð fyrir afuröimar, þýðir þaö einfald- lega að framleiðslan eykst og meiru er til kostað við að fram- leiða landbúnaðarafurðir en þær eru viröi fyrir neytendur. Þessar afleiöingar niður- greiðslnanna hafa þó yfirleitt verið fundnar léttvægar. Niður- greiöslurnar hafa átt að leysa meiri vanda en þær sköpuðu. En lltum núna á, hvort niður- greiðslurnar hjálpa efnaminna fólki. Eftir þvi sem mér sýnist að lægst launaða fólkiðhafi f kaup, þá er erfitt að imynda sér, hvernig þaö hefur efni á þvi' aö kaupa mikið af sumum innlend- um landbúnaðarafuröum, sér- staklega kjöti, jafnvel þótt þær séu niðurgreiddar eins og þær eru. Það er þvi mikil spuming hvort efnaminnsta fólkinu sé einhver bót I niðurgreiðslum á vörum sem það hefur ekki efni á að kaupa, jafnvel eftir verð- ladckun. Allavega er þaö ljóst að bein áhrif niðurgreiöslnanna eru þær, að þeir sem borða mik- ið kjöt og nota mikiö smjör, fá mestu aðstoð skattborgaranna við þá neyzlu og það er jafn ljóst, að þeir sem borða mest kjötið eru ekki þeir efna- minnstu. Bein áhrif niður- greiöslanna eru þau að þeir efnameiri fá meira i sinn hlut en þeir efnaminni. Launafólkið borgar skattana Auk þessara beinu áhrifa niðurgreiðslnanna eru margs konar óbein áhrif sem gera það að verkum, aö algerlega ómögulegt er aö segja fyrir um með nokkurri vissu hvort niður- greiðslurnar þjóni tilgangi sin- um sem kjarabætur til þeirra efnaminni og sem það tekju- jöfnunartæki sem látið er af. Vilhjálmur Egilsson við- skiptaf ræöingur fjallar hér um niðurgreiðslur. og kemst að þeirri niður- stöðu, að þær séu ekki sú kjarabót til hinna lægst launuðu sem af er látið. 1 fyrsta lagi þarf að leggja á skatta til að afla fjár til niður- greiðslnanna. Allt eins er vist að þeir sem borga skattana séu langhelzt þeir sem aðstoðarinn- ar eiga að njóta. Tekjuskattur hefur til dæmis oft verið talinn vera skatturá launafólk og eins getur vel verið aö söluskattur og vörugjald leggist á þá efna- minni fremur en þá efnameiri. 1 öðru lagi koma óbein áhrif fram i þvi að stærri hluti en áður af útgjöldum fólks fer til að greiða fyrir landbúnaðarafurðir _ og skatta (bændurfá hærri tekj- _ ur). Þegar stærri hluti af út- _ gjöldum fólks feri þessa liði fer ! minna i eitthvað annað. Og það ® getur allt eins verið að hinir “ efnaminni tapi á þvi að minna J fer í þetta „eitthvað annað”. * Þannig sýnist mér algerlega ® útilokað að segja nokkuð til um ■ það hvort niðurgreiðslur komi ■ hinum efnaminni nokkuð til I góða. ■ Ná ekki tilgangi sinum ■ Ástæðan fyrir þvi að niður- ■ greiðslurnar eru liklegast bein- * linis skaðlegar fyrir þá efna- • minni er sú, að skattþol þjóð- ® félagsins er takmarkað. Lang- JJ flestir skattar hafa eyðilegging- ! aráhrif, sem verða meiri þvi ! hærri sem skattamir eru. Flest J okkar eru sammála um, að rikið ” hafi hlutverki að gegna við að ■ hjálpa þeim sem verr eru settir ■ og það er þvi mikilvægt að velja * vel leiðirnar sem fara skal. Ég B er sannfærður um, að niður- ■ greiðslurnar ná ekki tilgangi ■ sinum, að þær séu röng leið. I Við vitum öll, að fólk er ekki ■ fátækt vegna þess að land- ■ búnaðarafurðir eru dýrar ■ heldur vegna þess að fólk hefur ■ lágar tekjur eða á litlar eignir. ■ Það er allsendis óvist að niður- ■ greiðslurnar sjálfar komi þeim | efnaminni til góða og mjög lik- § legt, að skattheimtan, sem g niðurgreiðslunum er samfara, g lækki tekjur hinna efnaminni. ■ Vilhjálmur Egilsson ■ viöskiptafræðingur _

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.