Vísir - 23.01.1981, Síða 2

Vísir - 23.01.1981, Síða 2
2 Föstudagur 23. janúar 1981. Hvemig væri ástandið i þjóðfélaginu, ef aðeins væri gefið út eitt dag- blað hér? (Starfsmenn Morgunblaðsins svara). Elln Pálmadóttir, blaöamaöur. Þaöværi afskaplega dapurlegt ef viö heföum enga samkeppni hvert af ööru. Jóhanna K r is t j á ns d ót t ir , blaöamaöur. Ágætt, Þaö yrði langsamlega besta ástandiö ef öll dagblööin sameinuðust i eitt og hver heföi svo sem fjórtán siður fyrir sig. Friöa Proppé, blaöamaður. ömurlegt. Björn Jóhannsson, fréttastjóri. Daufara. Arni Jörgensen, yfirmaöur iay» out deildar.Þaö væri I lagi ef þaö væri Morgunblaöiö. vtsm „VILDI EKKI VERA I SPORUM OLIVERS” - seglr Börkur Hrafnsson, sem lelkur „Ollver" í Þjóðlelkhúsinu /,Ja, ég veit nú ekki, hvernig strákur Oliver er, en allavega er hann ekki líkur mér", sagði Börkur Hrafnsson í samtali við Visi sem fer með hlutverk Oliver Twist á móti Sigurði Sverri Stephensen i upp- færslu Þjóðleikhússins á samnefndri sögu Charles Dickens. Börkur er 11 ára gamall Reyk- vikingur fæddur 19. júli 1969 i Hafnarfirði. Foreldrar hans eru Hrafn Bragason borgardómari og Ingibjörg Arnadóttir. Hann á að- eins eina systur en hún er 17 ára. Börkur er í 5. bekk D í Melaskóla. — Hvernig kanntu við Oliver? ,,Ég kann alveg ágætlega við hann, en ég verð aö viðurkenna að ég vildi ekki vera i hans sporum”. — Þekkirðu einhvern sem likist honum? „Nei, þaö geri ég sem betur fer ekki”. — Hvernig fékkstu hlutverkið? „Það var bara hringt i mig og ég beðinn að koma i prufu og svo hringdi Briet i mig daginn eftir og bauð mér hlutverkið”. — Þú lékst ekki á frumsýning- unni, en sástu hana? „Já, en mér fannst ekkert gaman aö horfa á hana vegna þess að ég kann allt utan aö. Annars held ég að þetta sé alveg ágæt sýning”. — Hafa vinir þinir séð leikritið? „Já, nokkrir bekkjarfélaga minna hafa séð það og svo systir min og þeim þótti öllum gaman. Svo leika tveir strákar i minum bekk lika i Oliver”. — Hefurðu eitthvað leikið áður? „Nei, aldrei ekki einu sinni i skólanum? — Hvernig gekk þér að læra textann? „Þegar ég byrjaði hélt ég aö það væri voöalega erfitt en ég komst fljótlega að þvi að það var ekkert miðað við hreyfingarnar á „Mér finnst reikningur og smíöi þaö skemmtilegasta I skólanum”, segir Börkur Hrafnsson. (V.isism. EÞS) sviðinu. Þær voru sko erfiðar”. — Hefur Oliver ekki tekiö tima frá skólanum og náminu? „Jú, alveg ofsalega mikið en ég hringi alltaf i vin minn eða kennarann og spyr hvað eigi að læra og svoleiðis”. — Attu eitthvert uppáhaldsfag? „Ja, ætli það sé ekki bara reikningur”. — Ertu duglegur að reikna? „Ég læt það nú alveg vera”. — Er ekkert annaö skemmti- legt i skólanum? „Jú, auðvitað smiði”. — En hvað gerirðu annað en leika Oliver og vera i skólanum? „Ég spila fótbolta alveg ægi- lega mikið og svo náttúrlega læri ég”. — Heldurðu að þú verðir leikari þegar þú veröur stór? „Ja, ég veit það ekki nei, veistu, ég held ekki”, sagði sá ungi maður Börkur Hrafnsson. —KÞ „Afstungur” aukasi Málhagir menn eru sl- fellt aö auöga tunguna og stundum veit maöur ekkii hvaöan á mann stendur veöriö. Nú er allt I einu fariö aö tala um „afstungur” og „af- stungumál”. Ég héit I fáfræöi minni fyrst þegar ég sá þetta I einhverju dagblaöanna aö hér væri um prentvillu aö ræða og þarna heföi átt aö standa hnlfstunga. En svo var ekki. Afstungu- málin scm lögreglan rannsakar eru mál sem koma upp vcgna þess aö menn stinga af frá árekstrum og slysum. Btaöafréttir herma aö á siöasti ári hafi komíö upp ein 250 „afstungumál”. Ekki er hægt aö segja annað en þetta orö stingi i augun. Sljórnar- kreppa? „Hvernig á aö mynda nýja rlkisstjórn?” spyr Benedikt Gröndal I flennifyrirsögn I Alþýðu- blaöinu I gær. Og ég sent vissi ekki einu sinni aö Gunnar Thoroddsen væri búinn aö segja af sér. • Viðræður ón áhuga? Sögusagnir hafa veriö á kreiki um aö Frjálst framtak ætli aö taka viö Jóhann tilbúinn I viö- ræður en án áhuga? rckstri Helgarpóstsins. Timinn sneri sér til Jó- hanns Briem forstjóra Frjáls framtaks og spuröi hvort eitthvaö væri hæft i þcssum sögum. Jóhann neitar þvi ein- drcgiö og segir engar viö- ræöur hafa fariö fram um slikt. Þá spyr Timinn hvort Frjálst framtak myndi hafa áhuga á aö yfirtaka reksturinn á Helgarpóstinum ef til slikra viöræöna kæmi: „Ahugi á sliku væri ekki fyrir hendi ef til slikra viöræöna kæmi...” svaraöi þá Jóhann Briem eins og þaulæföur póli- tikus. • Tllboð I einvlglð Forráöamenn Skák- sambandsins eru aö ihuga aö bjóöa i næstá heimsmeistaraeinvigi I skák en þar munu kapparnir Karpov og Kortsnoj leiöa saman hesta slna. Ingimar Jónsson forseti Skáksambandsins hcfur sagt aö varla þýöi aö bjóöa minna en 250 mill- jónir gkróna I verðlaun. Ég er ansi hræddur um aö það þýði bara ekkcrt að bjóöa þá upphæö, heldur verði Ingimar aö bæta allnokkru viö. Siöasta heims- meistaraeinvigi fór fram i Baguio City á Filipps- eyjum og þar var boöiö 1.054.350.- svissneskir frankar eöa sem jafn- gildir liölega 360 milljón- um gkróna á núverandi gengi. Þá stóö til aö Skák- sambandið byöi i einvigiö og var búið að ákveöa til- boð aö upphæö 1,1 milljón franka cða sem svarar til 376 milljóna gkróna á nú- verandi gengi. Sam- kvæmt þessu má þvi bú- ast viö aö St veröi aö bjóöa betur ef þaö hefur áhuga á aö koma til greina sem einvigishald- ari. Fæst Karpov tii aö tefla á tslandi þar sem Spassky tapaöi titlinum um áriö? Samsklpli við fjölmiðla Stjórnunarfélagiö mun innan skamms efna til námskeiös um hvernig forráðamenn fyrirtækja og félaga skuli haga sam- skiptum sinum viö fjöl- miðla. Leiöbeinandi veröur fenginn frá Dan- mörku fyrrum frétta- maöur viö danska sjón- varpiö. Teknar veröa fyrir dæmigeröar aöstæöur sem upp koma i sam- skiptum fyrirtækja viö fjölmiðla og sýnt i hvaöa gryfjur forráöamönnum hættir til aö falia i þegar þannig aöstæöur koma upp. Ennfremur verður rætt hvaöa meginatriöum skuli fylgt I samskiptum við blaöamenn. Þetta veröur efiaust hiö fróölegasta námskeiö. Bara aö þátttakendur veröi ekki svo klókir I samskiptum viö blaöa- menn i framtiöinni aö viö þurfum á sérstakt nám- skeiö til aö sjá viö þeim aöferöum sem mönnum veröa kenndar. • Nelnd ð nelnd ofan Hjörleifur Guttormsson iönaöarráöherra skipar nýja nefnd cöa starfshóp nær daglega og þarna I ráðuneytinu er nú ekki tekin nein ákvöröun ncma nefnd hafi fyrst fjallaö um máliö. Nú er eitthvaö fariö aö sneiöast um verkefni fyrir nefndirnar hans Hjörleifs en ekki er vandi aö finna ráö viö þvl. Ráö- herrann getur bara skipaö nýjar nefndir til aö endurskoöa þær niöur- Sæmundur Guövinsson blaöamaöur skrifar stööur sem liggja fyrir frá fyrri nefndum og þannig má halda áfram endalaust og fresta öllum ákvörðunum. Svo má auövitaö skipa nýja nefnd til aö meta árangurinn af Noregsferö ráöherrans. Hjörleifs verður lengi minnst fyrir allar nefnd- irnar sem hann skipaði. Sólmyrkvl — Mamma, má ég fara út og horfa á sól- myrkvan? — Já, drengur minn, ef þú passar bara aö fara ekki of nærri.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.