Vísir - 23.01.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 23.01.1981, Blaðsíða 12
Veitingahúsið Naust hefur haft þorramat á boðstóium frá þvi ár- ið 1958, og frá upphafi hefur hann verið borinn fram i trogum. Hér er yfirmatreiðslumaður Nausts tilbúinn að fagna þorra og bjóða gestum í bæinn. —ÞG Visismynd/ Emil. „Þorrinn er fjórði mánuður vetrar að fornislensku timatali og hefst með föstudegi i 13. viku vetrar (19.—25. janúar). Nafnið kemur fyrst fyrir i Staðarhólsbók Grágásar frá 13. öld, en er einnig i Snorra Eddu, þar sem nöfn mán- aðanna eru talin upp. Margir hinna gömlu mánaða bera fleiri en eitt heiti, en þorri virðist ekki hafa átt sér neinn slikan keppi- naut.” Þetta og ýmislegt fleira um þorrann segir i bók Arna Björns- sonar „Saga daganna”. Þorrinn byrjar i dag og er fyrsti þorra- dagurinn jafnframt kallaður bóndadagur, en hvers vegna, við héldum áfram að blaða i bók Arna Björnssonar. — Svo er aö sjá sem það hafi verið ævagömul venja að hafa einhvern mannfagnað á heimil- um fyrsta þorra og heilsa honum með virktum. Um þetta segir i Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá miðri 19. öld, að þar var „skylda bænda” að fagna þorra” eða „bjóða honum i garð” með þvi að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk i garö. Áttu þeir að fara ofan og út i skyrtunni einni, vera bæði ber- læraðir og berfættir, en fara i aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana eftir sér á öörum fæti i kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn i garð eöa til húsa. Siðan áttu þeir að halda öllum öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag. Þetta hét „að fagna þorra”. Sumstaðar á Norðurlandi er fyrsti þorradagur enn i dag kallaður „bóndadagur”. A þá húsfreyjan að halda vel til bónda sins og heita þau hátiða- brigði enn þorrablót. Mönnum hefur ekki borið alveg saman um það, hvort hjónanna ætti að fagna þorra og hvort góu. Hefur það veriö útbreiddur skiln- ingur á Vestfjörðum og viðar á norðvesturhluta landsins, aö þessu væri öfugt farið við það sem stendur i þjóðsögunum. Konan ætti semsé að taka á móti þorra en bóndinn góunni. Sinn er sem sagt siðurinn eftir landshlutum segir i þessari merku bók. Við bendum á að ef Þorri byrjar - Bóndadagur í dag: „A bá húsfreyjan að halda vel tll hðnda slns og heita hau hátíðarbrlgðl horrablót” þaö vefst eitthvað fyrir fólki, hvort hjónanna á að fagna þorra og hvort góu, leggjum við bara til að hjón (og aðrir) fagni sameig- inlega þorra og hafi svo sama háttinn á i góubyrjun. Það sem okkur er einna efst i huga i þorrabyrjun er þorra- maturinn, en sagan segir að orðið þorramatur hafi fyrst sést á prenti árið 1958. En það var ein- mitt það ár sem veitingahúsið „Naust” bauð gestum sinum fyrst uppá þorramat i trogum. Sá siður hefur breiðst út og fleiri fylgt i kjölfarið. Við höfum haft samband við nokkra aðila sem hafa þorramat á boðstólum, kannað verð og fengið aðrar upplýsingar sem lesendur Visis geta væntanlega notið góðs af. Fyrst skal nefna þá upphafsmenn að þorramat: Naustið:Þar er þorramaturinn framreiddur i trogum eins og gert hefur verið frá upphafi. 1 troginu eru 17 tegundir matar. Kostar trogið fyrir manninn krónur 135.-, og er óskammtað — hver og einn getur borðað eins og hann getur i sig látið. Hákarlinn kemur frá Vopnafirði og harðfiskurinn að vestan. 1 þorramat Naustsins eru lika selshreyfar sem liklega er ekki á boðstólum hjá öðrum aðil um. Og nýmeti hefur bæst við i ár en það er reyktur magáll sem þykir lostæti mikið, að sögn Guðna Jónssonar i Naustinu. Múlakaffi: 15 ár eru siðan Múlakaffi byrjaði með þorramat ,,.. og það eitt er bara tilefni til stórhátiðar” sagði Stefán Ólafs- son i Múlakaffi. „Við hér byrjum að undirbúa komu þorra 20! september”. í Múlakaffi geta gestir snætt fyrir krónur 85.-, val- ið af hlaðborði eftir smekk og þörfum. Jafnframt eru kassar seldir á krónur 75.- fyrir mann- inn, I hverjum kassa eru einar fimmtán tegundir matar (ca. 1200 gr.) allt sérpakkað. Veitinga- menni Múlakaffi senda þorramat lika um allan bæ og sveitir á þorrablót og matsveinn fylgir með „til að sjá til þess aö allir fái nóg” sagði veitingamaðurinn þar. Fólk sem pantar þorramat heim, getur einnig fengið leigð trog með. Kjötmiðstöðin: „Undirbúningur einstaka súr- mats tekur okkur allt að þvi eitt ár”, sagöi Hrafn Bachmann i Kjötmiðstöðinni. Bakkinn af þorramat kostar hjá þeim krónur 35. og vegur um 900 gr. Gat Hrafn þess að þorramatur á tveimur bökkum væri liklega hæfilegur skammtur fyrir þrjá. Eins og fleiri senda þeir hjá Kjötmiðstöðinni þorramatinn út um allt land og „er smekkur manna misjafn eftir landshlut- um” og þá ræður fólk hvað mikið er pantað af hverri matartegund. Þorrablót Islendinga erlendis hafa færst í vöxt undanfarin ár og að sögn Hrafns I kjötmiðstöðinni senda þeir þorramat út fyrir hólmann í stórum skömmtum. SS. Glæsibæ „Við erum hér með stóra og fallega þorrabakka” sagði Guð- mundur Gestsson hjá Sláturfélagi Suöurlands í Glæsibæ. A bakkan- um er allur venjulegur súrmatur, heill sviðakjammi og hangikjöt Hver bakki er liklega um 1 kg og kostar krónur 45. Kjötverslun Tómasar: „Við höfum blandaðan súrmat i fötum”, sagði Hilmar Svavarsson hjá Kjötverslun Tómasar. 1 hverri fötu eru 8 tegundir af súr- mat og kostar hver fata krónur 65., er um 11/2 kg matar i tveggja litra fötu. Svo er auðvitað allt annaö á boðstólum, hangikjöt, harðfiskur, sviðasulta og það sem hver vill hafa með. Frá Kjötverslun Tómasar er lika sendur þorramatur á þorra- blótin út um borg og bæ. Þá er kostnaður fyrir manninn krónur 60. ef um til dæmis 100 manna þorrablót er að ræöa, aöeins dýr- ara fyrir manninn þegar fámenn- ari þorrablót eru. Nýir staðir bætast I hópinn ár hvert og nú er það Askur sem býður upp á þorramat i fyrsta skipti. Askborgarinn: Undirbúningur hefur staðið lengi þar, til að fagna þorra vel, eins og reyndar á hinum stöðun- um lika. A Askborgaranum getur fólk keypt bakka, á krónur 75., og eru 14 tegundir súrmats og öllum öðrum mat sem við á. Veitingamaðurinn: Það er framleiðslufyrirtæki fyrir Ask, sem sendir svo þorra- matinn á Þorrablótin eftir pöntun viðskiptavina. Kostnaður fyrir hvern eru krónur 80. , ef til dæmis um áttatiu manna þorrablót er að ræða og færri, en ef fjöldinn fer i 150 manns lækkar kostnaður hvers niður i krónur 75., og enn- lægra ef tala gesta hækkar. Fyrir þá sem þess óska eru leigð trog I heimahús. Askur (Laugavegi 28. Þar verður framreiddur þorra- matur i fyrsta sinn i ár og segja þeir að „þar sé þorramaturinn framreiddur i aski og það stærsta aski landsins”. Þar er skammt- urinn ótakmarkaður, gestir velja sjálfir Ur askinum fyrir krónur 90. Að svo mæltu... vonum við að fólk fagni þorra vel og öllum veröi fært að þreyja fram á þorraþræl. —ÞG Fullthús matarhjá Kjötmiðstöðinni eins og venjulega .hvao megum við bjóða, bakka eða tunnu? ÞG Visismynd/ Emil. Heilar tunnur af súrmat biða hjá Veitingamanninum, fólk ræður svo hvernig það viii snæða hann, i stærsta aski iandsins, úr litlum trogum eða fá hann með sér heim i kössum. ÞG Vlsismynd/ Emil. ***? v**'- 14• o « * Hárgreiðsla vikunnar I \ i ii valiiui scni liargrriösla vikiinnai vai þessi priinaii- rnt-hargreiðsla. ..Svona har greiðsla lieiiir \erið nokkuð lengi i lisku og \ irðist a’tla að lialda velli eim um siiiu''. sagði lia rgreiðslu iiieislariiiii Duddi, seni a heiðurinn al hargreiðslu \ ikiinnar. A llárgreiðsliislofu Dúdda leiigum við þa*r upplvs- ingar varðaudi liargreiðslu þessa. að h\ rjað er a þ\ i aðselja Irtt permanent i harið islúiai spolur uolaðai'i. Þegar það allt er a I st a ð ið e r s e 11 u r ..krem \ok\i" sem serl ra'ðing- arnir iietua ,.jell\" i harið. \ iik\ iuit auðveldar meðlerð hai'sius og meiri l\ ftingur \eið- ur i hai i11ii. l’ei manrnlið er goð undirstaða. margir miiguleikar erusiðan lyrir konur þegar þa’i' \elja hargreiðslu eltir að permaiieiilið lielur verið sett i liariö. 11argreiðsla \ikuiiuar er eiutöld harið \ar þurrkað i ser- sloklim Ijosum og siðan krullað letl með lieitum hursta. tlg \ ið lutuui fvlgja með það sem Duddi halði a orði uiii har- greiðsluna: ..\ldur kvcnna skiptir engu inali. .\ler hefur fundist s\ona hargreiðsla með niismuiiandi tilhrigðum kla'ða flestar konur”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.