Vísir - 23.01.1981, Blaðsíða 13

Vísir - 23.01.1981, Blaðsíða 13
Föstudagur 23. janúar 1981. VÍSIR 13 - (Sveinskoti á Alftanesi Flatkökubakstur er gamall og góður siður, og varla er borinn fram matur nii á þorranum svo ekki séu flatkökur á borðum. Hin hefðbundna aðferð við að baka flatkökur hefur mörgum húsmæðrum verið þyrnir i aug- um. Kökurnar eru bakaðar á eldavélahellum og þykir mörg- um að lyktin eða „brælan” sem fylgir þessari bökunaraðferð, sé enginn aufUsugestur eða hibýla- bót. Margrét Sveinsdóttir i Sveins- koti á Álftanesi er ein þeirra kvenna sem hefur bakað flat- kökur árum saman og er það eins og hUn segir sjálf „eitt það allra skemmtilegasta sem ég geri”. En hennar aðferð við flatkökubaksturinn er frá- brugðin gömlu hefðbundnu að- ferðinni. Þetta höfðum við frétt og ókum suður á Alftanes til að forvitnast nánar. Hittum á Mar- gréti i bilskúrnum i Sveinskoti en þar fer flatkökubaksturinn fram. Margrét segist hafa lært þessa aðferð af fólki fyrir austan, en á Austfjörðum tiðk- ast þetta viða. 1 hverju er svo þessi aðferð fólgin... jú, við baksturinn er notað gastæki og minnir helst á „logsuðuaðferð”. Slanga er fest við kosangastæki, og stútur settur á slönguna. Og siðan eru flatkökurnar úðaðar með gasloganum. Sé þessi að- ferð notuð tekur mun skemmri tima að baka flatkökurnar og við losnum við „bræluna”. En eitt verður þó að taka skýrt fram, þetta verður að fara fram helst i bilskúr eða einhverju „útihúsi”, gasið getum við ekki notað inni i eldhúsi. Vegna þess hve Margrét hefur mikla ánægju af þess og telur eins og fleiri að flatkökubakstur sé góður siður, hefur hún viljað kenna þetta ungum nágranna- konum sinum. Tvær voru hjá henni þennan dag, Hafdis Einarsdóttir, sem nú þegar er orðin „hnoðunarsérfræðingur” og Mari'n Magnúsdóttir, sem fékk að baka eða „úða” flatkök- ur i fyrsta sinn. Myndimar sem hér birtast rneð segja sina sögu, svo við vonum að þessi aust- firska bakstursaðferð nái til þeirra, sem áhuga hafa á að baka flatkökur nú á þorranum. Uppskriftin af flatkökum, sem við birtum i dag, er frá Margréti Sigurðardóttur i Sveinskoti. —ÞG 1 kg haframjöl (má einnig vera heilhveiti með haframjölinu, minnka þá hafra- mjölsskammtinn) 1/2 kg rúgmjöl 1 1/2 msk salt 1 msk gerduft 1 msk sykur Allt sett I skál, bleytt i þurrefn- unum með 1 1/2 litra af sjóðandi vatni. Siðan hnoðað upp með hveiti (eða heilhveiti). Flatt út, þvi þynnra þvi betra. Kökurnar skornar út til dæmis getum við notað disk eða mótað þær með pottloki. Marfn Magnúsdóttir bakar fyrstu flatkökuna. Þegar verk- inu var lokiö sagði Marfn: „Heyrðu Margrét, af hverju er þetta allt öðruvisi hjá mér en þér”, en fyrsta kaka Marinar fékk annan lit en kökur mcistar- ans. Þetta með æfinguna, er þaö ekki hún sem skapar meistar- ann —ÞG Visismynd Emil SPÖfíUM RAFORKU ORKUSPARNAÐARVIKA: Margrét Sigurðardóttir sýnir okkur hér hvernig hún „úðar” flat- | kökurnar. Kakan er á pönnukökupönnu stórri járnplötu hefur verið | komiðfyrir undir pönnuna asbestplötu getum við iika notað og væri | jafnvel enn betra. Gaskúturinn sem slangan er tengd við er á gólf- g inu. Kakan er úðuð meðloganum augnablik á hvorri hlið. —ÞG/Visismynd Emil g Haikðkur „úðaöar"; ; Ráð ; dagsins 1. Slökkvum Ijósin þegar við I förum. I 2. Notum rétta lýsingu. I - 3. Flúrpipur. ■ 4. Spegilperur. ■ 5. Höldum ljósunum hreinum. | 6. Kaffivélar. | 7. Notum hitakönnur. | 8. Sjóðum i litlu vatni. g 9. Hraðsuðupottar. ■ 10. Notum hraðsuðukatla. 1. Venjum okkur á að slökkva ljósin þegar við yfirgefum vistarverur. Þetta á bæði við um glóperur og flúrljós. 2. Lýsingin þarf að vera rétt. Hún má hvorki vera of litil né né valda ofbirtu. Best er að hún beinist sem mest að þvi sem horfterá, en ekki framan i áhorfandann. Auk þess þarf að vera hæfileg birta i her- berginu. Ljósir fletir endur- kasta birtunni miklu betur en dökkir. Veljum þvi fremur ljósa liti en dökka, þá þarf minni lýsingu. 1 lampa sem eingöngu eru til skrauts er best að nota perur sem taka litinn straum, t.d. 15W. 3. Flúrpipur gefa um 6 sinnum meira ljós en glóperur miðað við sömu raforkunotkun. 4. Spegilperur safna ljósinu saman og beina þvi i ákveðna átt. Birta frá 40W spegilperu er svipuð og frá 75W venju- legri glóperu, en nær til minna svæðis. Notum spegilperur þar sem við á, t.d. geta þær hentað i leslampa og önnur vinnuljós. 5. Ryk, fita og önnur óhreinindi á perum og skermum getur minnkað ljósiðum allt að 30%. Hreinsum þvi lampa og perur reglulega. 6. Það þarf um 30% minni orku við að laga kaffi i kaffivél en þegar „hellt er upp á könn- una”. Auk þess er ekki hitað meira vatn en notað er. 7. Notum hitakönnu til að halda kaffinu heitu, en ekki hitaplöt- una á kaffivélinni. 8. Sjóðum kartöflur, grænmeti og egg i eins litlu vatni og mögulegt er. A hitaveitusvæð- um er hagkvæmt að nota heitt kranavatn við suðu matvæla. 9. Þegar matreitt er i hraðsuðu- potti styttist timinn sem mat- reiðslan tekur, allt niður i þriðjung. Með þessu móti minnkar raforkunotkunin um allt að 40%. Raforkusparnað- ur næst þó fyrst þegar suðu- timinn er yfir 30 minútur i venjulegum potti. 10. Við suðu á vatni er notuð helmingi minni orka ef notað- ur er hraðsuðuketill i stað potts. Auk þess er suðutiminn mun styttri. ■ ■ spörum RAFORKU Or \cuspar oaður -•-6ða*'ia" V\ Viö gerum ekki upp á AHirfá sama Lítíð sýnishorn af • Sa/tar rúllupylsur kg-v< Hangiframpartur • Hangiframpartur úrbeinaður kg-verð kr. 52,40 • Haframjöl Só/grjón 1 kg Verð kr. 8.00 • Perur 1/2 dósir Libby's • B/andaðir ávextir Libby's Verð kr. 17.40 ® Kjúklingar 5 stk. i kassa • Lambahjörtu, vakúmpökkuð kg-verð kr. 17,í • Lambanýru, vakúmpökkuð kg-verð kr. 17 • Lamba/ifur, vakúmpökkuð • WC-pappír 12 rú/lur i pakkningu Verð kr. 25.75 Strásykur 25 kg. kg-verð kr. 8,70 C-11 þvottaefni 3 kgpakkning kg-verð kr. 11,05 Heimsendingarþjónusta á miðvikudögum OPIÐ: föstudaga kl. 9-22 laugardaga kl. 9—12 í Matvörudeild og Rafdeild Jlif A A A A A A % Jón Loftsson hf Hringbraut 121 — —J L.IU 3J : .jui iujjí:; taaMíTKiaiiiwiuHliitaii:. Sími 10600 Fyrst um sinn er opið í: ★ Byggingavörudeild ★ Húsgagnadeild ★ Teppadei/d til kl. 19 á föstudögum, en lokað á laugardögum VORU- KVMNINGAR ALLA FÖSTUDAGA KL. 14-20

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.