Vísir - 23.01.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 23.01.1981, Blaðsíða 4
4 HEILSUGÆSLUSTÖÐ Á HVOLSVELLI Heildartilboö óskast í innanhússfrágang á heilsugæslustöð á Hvolsvelli. Húsið er ein hæð án kjallara, alls 450 ferm. brúttó. Innifalið í verkinu er t.d. múrhúðun, vatns- og hitalagnir, loftræstikerfi, raflagnir, dúka- lögn, málun og innréttingasmíði, auk lóðarlög- unar. Lóðarlögun skal að fullu lokið 15. sept. 1981, en innanhússfrágangi 1. maí 1982 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík gegn 1000.- kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 10. febrúar 1981, kl. 14.00 INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Útboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir til- boðum i smiði á festihlutum úr stáli fyrir dreifilinur. Ctboðsgögn nr. 81001 verða seld á skrif- stofu Rafmagnsveitna rikisins að Lauga- vegi 118 Reykjavik á kr. 50 frá og með föstudeginum 23. janúar 1981 Tilboð verða opnuð á skrifstofu okkar föstudaginn 13. febrúar kl. 14.00 að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Rafmagnsveitur rikisins Utboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir til- boðum i smiði á 11 kV rofaskápum fyrir Eyvindará og Seyðisfjörð. Útboðsgögn nr. 81002 verða seld á skrif- stofu okkar að Laugavegi 118 Reykjavik á kr. 50 frá og með föstudeginum 23. janúar 1981 Tiiboð verða opnuð á skrifstofu okkar föstudag 27. febrúar kl. 14.00 að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þess óska. Rafmagnsveitur rikisins Viðskiptavinir Guðnýjar Gunnlaugsdóttur hárgreiðslumeistara ATHUGIÐ: Hef opnað Hárgreiðslustofuna MEYJAN Reykjavikurvegi 62, 2. hæð Hafnarfirði, Simi 54688 Einnig opið á laugardögum kl. 9-12 Nauðungaruppboð sem auglýst var 1104. og 106. tbl. Lögbirtingablaös 1978 og 2. tbi. þess 1979 á Klapparstig 25-27 þingÚeign Jónasar Bjarnasonar fer fram eftir kröfu Tryggingast. rikisins á eigninni sjálfri mánudag 26. janúar 1981 ki. 14.15. Borgarfógetaembættiö i Reykjavlk ♦ J * * VISIR 'FöstUdá^ur‘23! jánúár 1981. Efnahagsmálin, hðfuðverkur Reagans forseta Reagan meöal leiötoga republikana á þingi. Ronald Reagan erfir eftir Carter einhverja verstu efna- hagsörðugleika, sem nokkur Bandarikjaforseti hefur átt við að glima á siðari timum, og eru sérfræöingar ekki á einu máli um, hvort boðaðar ráðstafanir hans á þvi sviði munu bæta úr eða gera illt verra. Hagfræðingar telja, að i efna- hagsstefnunni, sem Reagan boðaði i kosningabaráttunni, sé fólgin áhætta og þvi geti á ýmsu oltið. Verður þess beðið viðar en i Bandarikjunum með mikilli eftirvæntingu hvernig til tekst. Verðbólgan þykir aðalvanda- málið, en hún er nú orðin um 13%, reiknuð á ársgrundvelli. Atvinnuleysið er lifseigt, eða um 7.4% Lánavextir fyrir bestu viðskiptavini bankanna eru um 20%. Framleiðslan gengur dræmt. Innflutningur er meiri en útflutningur. Halli er á fjár- lögum tólfta árið i röð. Bila- iðnaðurinn berst i bökkum með Chrysler á barmi gjaldþrots og stál- og byggingariðnaður i kreppu. Reagan hefur sjálfur sagt, að efnahagsvandinn sé sitt höfuð- verkefni við að glima. Hefúr hann markað sér stefnu, sem hann segir, að muni snúa þróun- inni viö. Hann hefur lofað að rétta af hallann á fjárlögunum, lækka skatta, skera niður út- gjöld þess opinbera, örva fram- leiðsluna og auka framlög til landvarna. Aðstoðarmenn hans segja, að tillögur, sem að þessu miði, verði lagðar fyrir þingið innan fárra vikna. Þar verður ekki um að ræða neitt eitt snjallræði, heldur heila keðju af ráðstöfun- um. Sennilega vonast Reagan- stjórnin til þess, að þessar ráð- stafanir verði samþykktar sem lög innan þriggja mánaða, sem eru hinir hefðbundnu „hveiti- brauðsdagar”, er hver nýr for- seti fær að njóta í friði fyrir and- stöðunni til þess að sýna, hvað i stjórn hans býr. Nú þarf repúblikaninn, Reagan, ekki að glima við meirihluta demókrata á þingi, eins og flokksbræður hans, sem seinni árin hafa setið á forseta- stóli. 1 sömu kosningunum, sem hann gjörsigraði Carter, fleytti hann hægrimönnum með sér til meirihluta i öldungadeildinni, þótt demókratar hafi enn meiri- hluta i fulltrúadeild þingsins. Það eru samt hægrisinnaðri demókratar, en þar hafa áður trónað. I þvi er þó ekki fólgin nein trygging fyrir framgangi stjórnarfrumvarpa, þvi að þing- menn hafa oftsinnis reynst treg- ir i taumi, þótt flokksbróðir þeirra sæti i Hvita húsinu, eins og sást á forsetatið Carters þeg- ar demókratar voru i meiri- hluta. Reagan ætlar sér að varast skyssurnar, sem Carter gerði strax i upphafi sins forseta- ferils, þegar hann misbauð þingmönnum og fékk jafnvel flokksbræður sina upp á móti sér. Hefur Reagan siðustu vik- urnar, áður en hann tók við em- bætti, gert sér tiðförult til höfuð- borgarinnar að hitta þingfull- trúana aö máli. Og heldur mýktust þingmenn demókrata i skapi til hans, þegar hann skip- aði aö nýju i starf sendiherra USA i Japan Mike Mansfield, fyrrum formann þingflokks demókrata. En það er eitt að vinna sér sæmilegan þokka meðal þing- fulltrúanna og annaö að fá þá til fylgis með niðurskuröaráform- um sinum, eins og Reagan verð- ur að gera, ef hann ætlar að efna kosningaloforð sitt um sparnað og 10% skattalækkanir á ári næstu þrjú ár. Margir eldri og áhrifamiklir þingmenn kviða þvi, að það tákni niðurskurð á framlögum til ýmissa fram- faramála, hugðarefna, sem þeir hafa á fyrri þingum fengið fram komið. Þetta gera ráðunautar Reagans sér auðvitaö vel ljóst, og er ekki örgrannt um, að þeir eins og hafi hálfvegis dregið i land mesta broddinn úr „reaganismanum”, svo að mörgum þeim hægrisinuðustu úr stuðningsmannaliði Reagans hefur þótt jafnvel nóg um. T.d. hafði Reagan upphaflega sett sér það markmið að rétta hall- ann af fjárlögum i siðasta lagi árið 1983, og kannski jafnvel 1982. Fjármálaráðherra hans, Donald Regan, hefur nú lýst það útilokaðan möguleika og ein- blinir i staðinn á 1984. Þá hefur einnig heyrst úr búð- um stjórnarliða, að búast megi við þvi, að skattalækkanir muni eitthvað láta eftir sér biða fram eftir árinu. Sðpermann I hlulverki fatiaðs manns Christopher Reeve, sem frægur varö af ,,Súpcrmann”-hlutverk- inu, hcfur ftestar götur siöan reynt að hrista það af sér meö vali á hlutverkum. 1 nýjustu mynd sinni leikur hann fatlaðan hermann frá Vietnam og verður varla fundið ólikara persónugervi hinum flugfráa Súpermann. visklhambið mlnnkar Heimskreppan otli 5% sam- drætti i utflutningi á viskfi i fyrra, og vegna minnkandi eftirspurnar éiga nú hundruð starfsmanna þessarar mikilvægustu iðngrein- ar Skotlands á hættu að missa at- vinnu sina. En þrátt fyrir minna magn flutt út, hækkaði viskiið nóg f verði til þess að heildsalan úr landi nam 746 mitljónum sterlingspunda, sem er 5% meira en 1979. Mest minnkaöi salan til Banda- rfkjanna, sem voru þó eftir sem áður stærsti viskfkaupandinn meö 30% af heitdarútflutningi Skota. Fluttu Bandaríkjamenn inn 75 miiljón lftra, sem var 13% minna magn en 1979.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.