Vísir - 23.01.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 23.01.1981, Blaðsíða 9
Föstudagur 23. janúar 1981. vism Neysla kannabisefna eru hættuleg heilsu manna eftir Ólaf ólafsson landlækni. Kannabisneysla hefur breiöst mjög Utá Vesturlöndum á sl. 20 árum. Samkvæmt upplýsingum Ávana- og fíkniefnadómstólsins virðist hafa oröið nokkur aukn- ing hér á landi á sl. 4-5 árum. Lögreglan hefur haft afskipti af mun fleiri aðilum er stunda smygl og sölu á þessum efnum en áður — en hafa skal i huga að lögreglan er nú betur búin til að- gerða en áður. Neysla kanna- bisefna á Islandi virðist þó vera minni en t.d. á öðrum Norður- löndum. Heilbrigðisyfirvöldum hér og i nágrannalöndum hefur lengi verið ljóst að neysla þessara efna er hættuleg heilsu manna — enda voru þau snemma vöruð við m.a. af heilbrigðisyfirvöld- um í Egyptalandi og öðrum Austurlöndum nær og fjær. Nokkur ágreiningur hefur verið meðal vestrænna þjóða hvernig bregðast ætti við þess- um faraldri. Norðmenn og Is- lendingar o.fl. hafa frá byrjun hvatt til mjög ákveðinna mótað- gerða og m.a. stuðlað að þvi að ströng viðurlög eru i lögum þessara landa gegn smygli og sölu þessara efna. Aðrar þjóðir, t.d. Sviar, Danir og Bandarikja- menn hafa lengst af fylgt „mýkri stefnu”, lagt áherslu á aimenna fræðslu um efnin og beitt mun mildari viðurlögum gegn smygli og sölu. Niðurstöður banda- risku skýrslunnar Nú hafa bandarisk og sænsk yfirvöld birt skýrslur um þróun kannabisneyslu og afleiðingar hennar. Þykir ástæða til þess að kynna niðurstöður þessara skýrslna. Skýrsla bandariskra heil- brigðisyfirvalda ,,On the Health Consequences of Marijuana Use”. A nokkrum árum hefur fjöldi marijuananeytenda meðal 18 ára og yngri nær tvöfaldast 1 sumum rikjanna eru 20-30% skólaunglinga reglulegir neyt- endur. Fjöldi þeirra er reynt hafa þessi efni hefur fjölgað úr 39% i 69%, en stöðugum neyt- endum hefur fjölgað úr 6% i 19% á árunum 1971-79. Að öðru leyti eru niðurstöður skýrslunnar þessar: 1) Kannabisnotkun hefur alvar- leg áhrif á geðheilsu fólks. Dreifibréf hafa verið send læknum en þar er bent á að til geðsjúkrahúsa leiti nú fólk á aldrinum 30-40 ára i vaxandi mæli með einkenni um geð- klofa (schizofreni) eða heila- rýrnun (dementia). 2) Kannabisreykingum fylgja oft breytingar á persónu- leika. Kannabisreykjendur draga sig i hlé frá daglegum önn- um, takast ekki á við vanda- mál — eiga erfitt með að taka ákvarðanir — þeim hættir til að hverfa inn i eigin skel. 3) Nærminni versnar Þekkt er að kannabisneyt- endum gengur illa i skóla. Nú er ljóst að ástæöan er sú að minni versnar og skilningur sljóvgast. 4) Kannabisneysla dregur úr kynhormónaframleiðslu — kyngeta minnkar. 5) Kannabisreykur inniheldur mun meira af krabbameins- valdandi efni en tóbaks- reykur. Ástandið i Sviþjóð Frá Sviþjóð berast þær fréttir að á undanförnum árum hafi fleiri tugir manna verið lagðir inn á geðsjúkrahús með svipuð einkenni og lýst er hér að framan. Er nú hafin mikil upp- lýsingaherferö á vegum sænskra heilbrigðisyfirvalda um „langtfma hættu af kanna- bisneyslu”. Neysla Cannabis- efna er hættuleg Rikissaksóknari Svia hefur gefið fyrirmæli til fikniefna- dómara þar i landi að taka mun strangar á málum en áður hefur verið gert. Þess skal getið að samkvæmt sænskum reglum var það lengi vel refsilaust að ganga með allt að 75 grömm af- kannabisefnum i fórum sinum. Hin harða afstaða Svia bygg- ist m.a. á uppgötvun þeirra — að heroin-neytendur fjármagna heroin-neysluna með kannabis- sölu. En heroin-neysla hefur aukist mikið í Sviþjóð. Vitneskja þessi fékkst eftir að sænska lögreglan kannaði til hlitar mjög um- fangsmikið smyglmál i Malmö og Gautaborg 1980. Af þvi sem að framan er sagt virðast Ba ndarikjamenn og Sviar nálg- ast mjög þá stefnu er Norðmenn og islendingar hafi fylgt i þess- um málum. Ekki varö verulega vart kannabisneyslu hér á landi fyrr en eftir 1970 og má þvi búast við að ávanaheytendur fari að berja að dyrum geðsjúkrahúsa. Með tilliti til þess að kostnaður við eitt legurúm á geðdeildum skiptir tugum milljóna á ári — vonast ég til að fjárveitinga- nefnd Alþingis auki mjög fjár- magn til fyrirbyggjandi að- gerða á þessu sviöi. Ennfremur þarf að efla f ikniefnalög- regluna. Hún er vanbúin að búnaði og mannafla Eftir að framangreind greinargerð i örlitið breyttu formi var lesin i Rikisútvarpið 2. janúar 1981 hafa orðið nokkur skrif i blaði yöar um málið og er það ánægjuefni. Magnús Bjarnfreðsson frétta- maður ritar ágæta grein 8. janúar sl. i Visi. Hann telur að landlæknisembættið hafi fyrst uppgötvað hættu kannabis- neyslu um áramótin 1980/81. Þetta er rangt. — Birti ég hér útdrátt úr skýrslu landlæknis- embættisins um þessi mál frá árunum 1975-76. Ráðstafanir vegna fikniefnaneyslu og samstarf við önnur yfirvöld, Landlæknisembættinu hafa alloft borist kvartanir um fikni- lyfjaneyslu unglinga. Aðstand- endur hafa komið þessum kvörtunum á framfæri. Upp- lýsingar sama eölis hafa einnig borist frá læknum. Samkvæmt bréfi lögreglu- stjórans i Reykjavik er sannað, að á vissu veitingahúsi hefur alllengi farið fram dreifing á fiknilyfjum. Grunur leikur og á, að svo sé farið með fleiri veit- ingahús. Landlæknisembættið hefur ritað dómsmálaráðuneyt- inu bréf þess efnis aö nauðsyn- legt sé að herða eftirlit með rekstri þessa veitingahúss og augljóslega þurfi að gera eig- endur veitingahúsa ábyrga ef sannað er, að ofannefnt athæfi fari fram i húsum þeirra. Málið mun vera i nánari athugun. Athugun hefur leitt i ljós að verulegt magn af næsta hreinu amfetamindufti og kannabis- efnum hefur verið i umferö hér. Af þessari ástæðu hafa verið haldnir óformlegir fundir með fulltrúum sakadóms i ávana- og fikniefnamálum og liknieína- deild lögreglunnar. A1 þeim gögnum, er fyrir liggja er ljóst að þessi efni berast til landsins einkum með þrennu móti. 1) Með islenskum flugfarþeg- um. 2) Frá Bandaríkjamönnum, er starfa á Keflavikurflugvelli. 3) Með Islenskum sjómönnum er sigla m.a. á þýskar hafnarborgir. Berst með starfsmönn- um hersins Með samvinnu hlutaðeigandi islenskra yfirvalda og banda- riskrar herlögreglu á Kefla- vikurflugvelli hefur komið i ljós að magn amfetamins og kanna- bis sem náðst hefur af banda- riskum starfsmönnum, er margfalt meira, en náöst hefur af islenskum ferðamönnum. La ndlæknisembættið og Lyfjaeftirlit rikisins hafa þvi i samráði við heilbrigöis-, dóms- mála- og utanrfkisráðuneytið átt fund meö yfirmönnum bandariska hersins og læknum á Keflavikurflugvelli um þessi mál. A þessum fundi kom i ljós aö bandarikjamenn hafa mjög gott eftirlit meö starfsmönnum, er feröast á vegum þeirra. 1 ljós kom þo, að mestur hluti þess Óiafur ólafsson land- læknir skrifar froölega grein um neyslu fikni- efna i tilefni af þeim skrifum sem birst hafa í Visi að undanförnu. Landlæknir lýsir i hverju skaðsemi neysla þessara efna er fólgin, og styðst í þvi sambandi við erlend- ar skýrslur. magns sem smyglaö hefur veriö berst með starfsmönnum hers- ins er ferðast með venjulegum farþegavélum, auk þess sem eftirlit meö póstsendingum inn- an flugvallar hefur ekki verið sem skyldi. Fulltrúar hersins buðust til þess að veita islensk- um yfirvöldum nánari upp- lýsingar um ferðir starfsmanna þeirra með farþegavélum og koma á öfiugra pósteftirliti. Þessar ráðstafanir hafa síðan verið staðfestar með bréfum auk þess er yfirlækni sjúkra- hússins á Keflavik sendar reglu lega skýrslur um útlát eftirrit- unarskyldra lyfja. Þess ber að geta, að reglur bandariskra lækna um ávisanir á eftirrit- unarskyld lyf eru nánast þær sömu og gilda hér á landi. Það kann að valda erfiðleik- um aö I sumum rikjum Banda- rikjanna gilda ekki jafnstrang- ar reglur um meðferð kannabis. Akveðiö var aö halda frekari fundi um þetta efni. Sakadómur i ávana- og fikni- efnamálum hefur sent heil- brigðisyfirvöldum ljósrit af lyf jaávisunum, er Islenskir sjó- menn hafa fengið ávisað af þýskum læknum i hafnarborg- um Vestur-Þýskalands. Land- læknisembættið hefur sent þýskum heilbrigðisyfirvöldum þær ávisanir og óskað eftir að- gerðum. Nýlega var haldinn fundur landlæknis Islands og landlæknis Vestur-þjóðverja i Bonn og þessi mál itarlega rædd. Þýsk heilbrigðisyfirvöld munu gera eftirfarandi ráðstafanir: 1) Eftirlit verður aukið með ávisunum þýskra lækna og afgreiðslu lyfjabúða á ávana- og fíknilyfjum. 2) Avana- og fiknilyfjadeild þýsku rikislögreglunnar mun auka eftirlit með islenskum skipum er koma við i höfnum þar. Vonir eru bundnar við að þær aðgerðir, er hér hefur verið lýst, eigi eftir að bera einhvern árangur. Afskipti nauðsynleg Ef til vill sýnist sumum af- skipti heilbrigðisyfirvalda af óíöglegri fikniefnadreifingu óviðeigandi. 1 raun eru þó sterk rök fyrir slikum afskiptum. Af skýrslum frá nágrannalöndum er ljóst að fikniefnaneysla ung- linga, sem að verulegu leyti stafar af smygli er orðin veru- legt heilbrigðisvandamál. A Grænlandi eru áfengis- og fikni- efnavandamál orðin að þviliku böli að jafna má við faraldur. Heilbrigðisyfirvöldum ber að sjá þeim, sem orðnir eru sjúk- lingar vegna neyslu ávana- og fikniefna fyrlr þjónustu. Islensk heilbrigðisyfirvöld hafa þvi val- ið þann kostinn að lita ekki á fikniefnasmygl eingöngu sem tollsvika- og lögreglumál, heldur reyna einnig með öllum tiltækum ráðum að hamla gegn slikum faraldri”. Ég vona að ljóst sé af framan- greindu að heilbrigðisyfirvöld hafa haft veruleg afskipti af þessum málum og gert sitt til þess að hindra útbreiðslu fikni- efnanna. Annars vil ég benda Magnúsi á að áróður getur verið tvieggjaður. Eftirfarandi at- burður skýrir málið: 1 erlendum skóla var hafin umfangsmikill áróður gegn kannabisneyslu. Athugun er gerð var áður en fræðsluher- ferðin hófst leiddi i ljós að 5-10% nemenda höfðu reykt kannabis. Er fræðslu lauk var gerö sams- konar athugun og þá kom i ijós að 95% nemenda höföu reykt kannabis. Börnin verða ekki lengur bar- in til náms. Vissulega hefur það lengi háð heilbrigðisyfirvöldum að ýmsum áhrifamiklum aðil- um hefur fram að þessu ekki verið ljóst aö kannabisneysia getur haft miklar hættur I för með sér — enuS geta liðið 10-20 ár áður en þessar hættur koma i ljós. Nú er eftirleikurinn trúlega auðveldari. Þorsteinn M. Björnsson kallar greinargerð landlæknisem- bættisins „hræðslufrétt” i Visi 14. janúar sl. Þorsteinn og sam- tök hans virðast hafa tileinkað sér stefnu sem hefur reynst sumum þjóðum dýrkeypt reynsla og kostað margan góðan dreng lifshamingju og heilsu. Heimildir: Greinargerðir Landlæknisem- bættisins 1975-1981 Upplýsingar frá Avana- og fikniefnadómstólnum. Bréf Lögreglustjórans i Reykja- vik 1976 Bref yfirlæknis hersins i Kei'la- vik. Upplýsingar frá þýskum heil- brigðisyfirvöldum Kannabis i vart samhalle Sænska læknablaðið nr. 45/1976 Medicinska skadeverkningar av cannabisbruk Sænska læknablaðið 48/1980 On the Health Consequences of Marijuana Use January 1980. Department of Health Edu- cation and Wéilfare USA 1980

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.