Vísir - 23.01.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 23.01.1981, Blaðsíða 28
wssm Föstudagur 23. janúar 1981 síminn er86611 veðurspá dagsins Um 600 km' suð-vestur af' Vestmannaeyjum er 998 mb lægð sem fer norðaustur, verður lægðin sennilega yfir austanverðu landinu siðdegis. Frost verður um allt land i kvöld og nótt. Veðurhorfur næsta sólarhring. Suðurland til Faxaflóa: Austan og norðaustan stinningskaldi og dálitil slydda eða snjókoma framan af degi en gengur siðdegis i vestan stinningskalda með éljum. Breiðafjörður: Hægviðri og skýjað fyrst, norðan eða norðaustan stinningskaldi og él þegar lið- ur á daginn og i nótt. Vestfirðir: Hægviðri og skýjað fyrst, all- hvasst eða hvasst og snjó- koma siðdegis og i nótt, eink- um norðan til. Strandir og Norðurland vestra til Austurlands að Glettingi: Hægviðri og skýjað fyrst, austan stinningskaldi og dálit- il snjókoma siðdegis, norð- austan stinningskaldi eða all- hvasst og éljaveður i nótt. Austfiröir: Austan gola og skýjað fyrst, austan eða suðaustan stinn- ingskaldi eða allhvasst og slydda eða rigning þegar kem- ur fram á daginn, vestan stinningskaldi eða allhvasst og bjart veður með kvöldinu. Suðausturland: Allhvasst austan með slyddu og siðar rigningu en gengur siðdegis i vestan stinnings- kalda meðslydduéljum vestan til. veðrið Veður kl. 6 i morgun: Akureyri alskýjað 0, Bergen súld 4, Helsinki þoka O, Kaupm.höfn þoka O. Osló þoka 0, Reykjavikúrkoma 0, Þórshöfn súld 8. Veður kl. 18 i gær: Aþena rigning 11. Berlinheið- rikt -r 4, Chicago léttskýjað 4, Feneyjarheiðrikt3, Frankfurt þokumóða -h3, Nuuk snjó- koma -=-10, London þokumóða 10, Luxemborgmistur O, Las Palmas léttskýjað 18, Mall- orkaskýjað 12, Montrealsnjó- 'koma 4-4, New?Yorkmistur 3, ' Paris þokumóða 6, Róm heið- rikt 6, Malaga þokumóða 12, Vin alskýjað 4-1, Winnipeg léttskýjað 4 4. LOKI segir Dagblaðið spáir Sjálfstæðis- flokknum 28 þingmönnum, ef kosið væri núna. Segið svo, að það borgi sig ekki að klofna! Enn verið að kaupa togara frá Noregi? Enn einn togari er að bætast í fiskiskipaflota íslendinga, ef marka má upplýsingar þar að lútandi frá Noregi. 1 norska blaðinu Finnmarken frá 9. janúar, er frétt þess efnis, að stolt Suður-Varangerflotans, togarinn Bugöyfisk, sé á förum til Islands, þar sem islenskir að- ilar hafi fest kaup i honum. Fréttaritari Visis i Noregi, Jón Einar Guðjónsson, hafði simasamband við seljandann, sem staðfesti að rétt væri farið með i blaðinu, én neitaði hins vegarað segja hver kaupandinn væri og hvaða verð væri greitt. Hér heima var leitað staðfest- ingar á þessari frétt, hjá Llú, Framkvæmdastofnun, Fisk- veiðasjóði, Viðskiptaráðuneyt- inu og Sjávarútvegsráöuneyt- inu, en enginn kannaðist við aö hafa nokkra þekkingu á málinu, enginn viðmælenda frétta- manns hafði raunar heyrt á kaupin minnst. Sjávarútvegsráðherra sagði m.a.: „Það hefur ekki komið á mitt borð og ekki nein slik um- sókn neins staðar, sem ég veit um. Það hafa að visu ýmsir komið hér með alls konar gylliboð um skip frá ýmsum löndum, en þeir hafa allir fengið algjört aísvar. Þeim hefur verið bent á, að það sé skilyrði að jafnmikið fari út, ef um endurnýjun sé að ræða. Reglur Fiskveiðasjóðs gildi og lengra verði ekki gengið”. Togarinn Bugöyfisk er systur- skip togaranna Mai og Tálkn- firðings, byggt 1979 og er með frystitæki um borð. — SV/JEG NOREGI Leggja Loftleiðamenn níður sltt félag? Flugmenn allir í eítt félag? Flogið hefur fyrir að Félag Loftleiðaflugmanna hyggist leggja félag sitt niður og sækja um inngöngu i Félag islenskra at- vinnuflugmanna, FIA. Visir hafði tal af forráðamönnum flugfélag- anna i morgun og vildu þeir hvorki játa þvi eða neita að um- ræður færu fram um þetta mál. Baldur Oddsson formaður Fé- lags Loftleiðaflugmanna, sagði, að þetta væri aðeins uppástunga sem hefði komið fram og ekkert meira um málið að segja. Gunnar Guðjónsson, varaformaður FIA, sagði þetta hafa verið rætt eitt- hvað manna á meðal, en málið væri ekki komið upp á yfirborðið ennþá. Vildi hann engar yfirlýs- ingar gefa um undirtektir FlA-manna ef Loftleiðamenn óskuðu eftir inngöngu, að svo komnu máli. Flugmenn Loftleiða klufu sig úr FÍA árið 1975 og stofnuðu eigiö fé- lag. Hafa félögin siðan oft og tið- um verið að hnotabitast opinber- lega og andað köldu á milli þeirra. Flugmenn Flugleiða hafa haft lausa kjarasamninga i meira en eitt ár. Hafa engar viðræður farið fram eftir að siðasta til- raunin til að sameina starfsald- urslista félaganna fór út um þúfur fyrir áramót. —SG Starfsmenn gosdrykkjaverksmlðja fjölmenna hjá forsætlsráðherra í dag: Hyggjast mótmæia vörugjaldl á gosið Um tvöleytið I dag verður vænt- anlega mikið um að vera við stjórnarráðið i Reykjavik. Þá ætla allir starfsmenn gosdrykkja- verksmiðjanna þriggja að fjöl- menna á fund Gunnars Thorodd- sen forsætisráðherra og afhenda honum mótmæli sin. Verður farið á bilum fyrirtækj- anna á fund forsætisráðherra og honum afhent bréf, sem trúnað- armenn vinnustaðanna þriggja skrifa undir fyrir hönd starfs- fólksins. Þarer 30% vörugjaldi á gosdrykkjaiðnaðinn mótmælt og þeim tilmælum beint til forsætis- ráðherra, að það eða sérstakt timabundið vörugjald verði fellt niður eða dreift á fleiri atvinnu- greinar. Með þeim hætti einum verði hægt að vinna gegn sam- drætti i viðkomandi atvinnugrein og tryggja atvinnuöryggi á annað hundrað manns. Að sögn Ásgrims Guðmunds- sonar trúnaðarmanns starfsfólks hjá Vifilfelli hf. var ákvörðun um þessar samræmdu aðgerðir tekin á fundum starfsfólks i fyrirtækj- unum þrem. —JSS LÆGRI SKATTAR Á NESINU „Við ákváðum að nýta tekju- stofnana ekki að fullu, við leggj- um 10% útsvar á. I hæsta lagi 10,5% og fasteignagjöldin verða 0.4% I stað 0.5%, eins og leyfi- legt er,” sagði Magnús Erlends- son, forseti bæjarstjórnar á Sel- tjarnarnesi i viðtali við Visi. „Við höfum þennan fyrirvara um Utsvarið, vegna þess að áætlanir Þjóöhagsstofnunar um tekjuaukningu milli ára, hafa ekki alltaf staðist. Þess vegna höfum við heimildina til aö auka álagninguna um 0.5%, en við miðum við að nota 10% álagn- ingu. Þetta þýðir að maður með meðaltekjur, sem býr austan við Nesveg.þ.e.a.s. i Reykjavik, hann getur þurft að borga allt að hálfri milljón gamalla króna meira i Utsvar og fasteignagjöld en jafningi hans sem býr vestan götunnar, hjá okkur,” sagði MagnUs. SV Þær hölðu nóg að gera sauma- kouurnar hjá HENSON sport- fantaði i gær þegar verið var að saunia nýjan búning á hæsta niann islands — Pétur Guð- mundsson, köfuknattleiksmann úr Val, sem leikur með \'als- mönnum gegn \'jarðvikingum i Njarðvik i kvöld. Pétur er 2,17 m á hæð. Hér á myndinni sést Karitas Jónsdóttir. verkstjóri hjá HENSON, taka mál af Pétri, en i dag Ijúka saumakonurnar. við að ganga frá búningnum — nýju fötunum hans Péturs. Visism. Þráinn. Enn áttu kost á Coltinum Nýir áskrifendur fá getraunasedi/ /augardag. Vertu Vísisáskrifandi. Sími 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.