Vísir - 23.01.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 23.01.1981, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 23. janúar 1981. VlSIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Eilert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snaeland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- þórsdóttir, Kristln Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Otlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn- vörður: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúli 14, sími 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 4 nýkrónur eintakið. Visir er prentaður í Blaðaprenti, Síðumúla 14. Þjóðviljinn í stuði lonílvarpsstióri gangi eHnda kommúnista Ellert B. Schram kemst m.a. svo niiar itt? ég segja það, að það er •777/7/1 V///AiA-^®^5?fekiðCtfi * o&jnir (!)/upp á |Vlá'éa^° S°rra oþinbera fjölmiðla, þá tel ég • Númýídié?hteií væri ég ekkidauaur.sagðikal1- .ií.Ttlaf "réltamonnvm útvarps eéa siónvarps er I anir fAH'cisa Nú liggur mikiö viö á Þjóöviljanum. Nú skal heldur betur þjarmaö aö Visi. McCarthy og Hitler eru dregnir fram og niöyrðasafninu flett upp. Nú veröur dansað fram á næstu nótt. Því var ekki tekið með þegj- andi þögninni á Vísi, þegar út- varpsstjóri tók þá ákvörðun að skipa tvo fréttamenn hjá hljóðvarpi í blóra við tillögu út- varpsráðs og áralanga hefð. í framhaldi af þeim mótmælum hef ur ein allsherjar taugaveiklun gripið um sig á því heilaga blaði, Þjóðviljanum. Sér í lagi er vand- lætingin yf irþyrmandi, þegar því er haldið f ram, að beitt haf i verið pólitískum þrýstingi. Þeir taka til sín sem eiga. Geðshræringar Þjóðviljans koma ekki á óvart. Satt best að segja var þeirra vænst, því aldrei æsa þeir sig meir, f lokksþrælarn- ir á því blaði, en þegar til þeirra er talað á eigin máli. Ritstjórarnir á Þjóðviljanum, sem meta hverja frétt, hversu ómerkileg sem hún er, með póli- tískum gleraugum, hafa aldrei heyrt getið um málaliða! Flokkurinn sem til skamms tíma var í formlegum tengslum við Komintern (og er kannski enn) kann ekki skýringu á því hugtaki. Pólitískum heilaþvotti þeirra Þjóðviljamanna hefur verið við- brugðið en ekki var vitað að hann hefði þurrkað út skilningarvitin. Sjálfsagt er að benda blessuðum sakleysingjunum á að leita sér upplýsinga hjá vinum sínum í verkalýðsrekendafélag- inu. Þeir vita manna best hvað það er að vera málaliði. Ef menn vissu ekki betur, mætti halda að gamansemi réði hneykslan Þjóðviljans þegar minnst er á pólitískan þrýsting. En húmor hef ur ekki verið þeirra sterkasta hlið og því verður það að flokkast undir hræsni enda Þjóðviljanum töm. Hvað skyldi það nef nast, þegar alþingi götunnar er kvatt saman, listamannalaunum úthlutað, f jölmiðlar mataðir á hagstæðum fréttum eða verkalýðssamtökum skipað til skæruhernaðar? Nei, þeir hafa aldrei beitt póli- tískum þrýstingi, sak- leysingjarnir í Alþýðubandalag- inu. En ekki þykir nóg að setja upp englasvip þegar umsækjendur sem „þeirra” maður hefur einn greitt atkvæði er troðið inn í fréttamannastöður hjá hljóð- varpi. Það heitir ofsókn og of- stopi, þegar undan því er kvartað að ekki sé farið að lögum, og meirihlutavilja. Það er pólitískt ofstæki, þegar einhver dirf- ist að halda því f ram að annarleg öfl hafi ráðið því, að útvarps- stjóri gengur þvert á fyrri starfs- reglur sínar. Hafin er rógsherferð gegn þeim, sem hafa þá skoðun að hjá Ríkisútvarpinu eigi að gæta jafn- vægis milli hinna ólíku lífsvið- horfa. Ekki dugar minna en spyrða þá saman við AAcCarthy og Hitler og grípa til verstu stór- yrða í níðyrðasafni Þjóðviljans. AAenn þekkja þessi skrif. Stjórnmálamenn, listamenn, og hver sá einstaklingur, sem ekki gengur þegjandi og hljóðlaust í náðarfaðm þessara uppskafn- inga fær sinn skammt af rógin- um og níðinu. Það hef ur meira að segja verið stofnaður sérstakur sjóður til að standa straum af ærumeiðingum þessa liðs. Það er löngu tímabært að bjóða þessari lágkúru byrginn, — að tala við þessar kempur með tveim hrútshornum. í rauninni eru þessi alkunnu viðbrögð Þjóðviljans besta sönn- unin fyrir því, hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér ef þetta hugarfar nær tökum á Ríkisútvarpinu, sterkasta og áhrifamesta fjölmiðli landsins. íslendingar eru að miklum meirihluta til öfgalaust fólk, heilbrigt hugsandi og víðsýnt. Þeir þurf a hinsvegar að vakna til vitundar um það, að öfgafullur minnihlutahópur, fjarstýrður af Alþýðubandalaginu og taglhnýt- ingum þess er á góðri leið með að innleiða skoðanakúgun hér á landi. Leiðari Þjóðviljans í gær ber þess vitni. En í þetta skipti verður tekið á móti. [UnivirðTngufýririðgiím! A þaö hefur oft veriö bent að tslendingar eru almennt lög- hlýöiö fólk. Á sú skoöun á- reiðanlega mikiö til sins máls. Hitt er annaö mál aö stjórn- endur þjóöarinnar hafa dapraö mjög fyrir sér viröingu fyrir lögum og rétti. Gildir þaö jafnt um stjórnarskrá sem önnur lög. Um árabil hefur þaö valdiö miklum vandræöum hve illa gengur aö fá Alþingi til aö sinna löggjafarstörfum. Fyrir þinginu eru fjölmörg brýn löggjafar- málefni, sem legiö hafa þar, sum árum saman án þess aö þingiö hafi treyst sér til aö af- greiöa þau. Og viö þessi mál bætist sifellt, þvi aö lifandi þjóö- félag þarf sifellt aö endurnýja löggjöf sina. Almennt snakk En hverjar eru skýringar á seinlæti þingsins i löggjafar- málefnum. Þar eru aö sjálf- sögöu fleiri en ein. Má þar nefna ókunnugleika alþingismanna á islenskri löggjöf, sem veldur þvi aö þeir treysta sér ekki til aö fjalla um málin. Hitt veldur þó sennilega meiru aö þingiö er svo önnum kafiö viö aö iögfesta al- menn stefnuatriöi, raup og fag- urgala ásamt meö tilheyrandi snakki um ástand og horfur i pólitikinni, aö varla vinnst timi tilannars. óskir rætast ekki viö þaö eitt aö lögfesta þær. í islenskum lögum úir og grúir af ákvæöum, sem engin viöurlög eru viö aö brjóta og mörg eru ó- framkvæmanleg. Slik lög eru að sjálfsögöu oftast sniögengin i framkvæmd. En þegar menn hafa einu sinni vaniö sig á aö sniöganga illa unnin lög er skammt i það aö menn sniögangi einnig önnur lög og þau einnig sem dýrmæt- ust eru fyrir réttindi fólks. Bráðabirgðalögin Allir þekkja hve mjög heimild stjórnarskrárinnar til að setja bráöabirgöalög milli þinga hefur veriö misnotuö hér á landi. Samkvæmt stjórnar- skránni má einungis setja sllk lög þegar brýn nauösyn krefur. A þessum grundvelli hafa rikis- stjórnir sett bráðabirgöalög um hin smávægilegustu efni án þess að nokkra nauösyn bæri til. Bráöabirgöalögin sem sett voru nú um áramótin, þar sem lögfest er 7% skeröing visitölu- bóta þann 1. mars næstkom- andi, ganga þó lengra i misnotk- uninni er áöur hefur þekkst. 1 fyrsta lagi er umdeilanlegt aö kjaraskerðing þessi sé brýn nauösyn. Hitt skiptir þó meira máli aö ekkert var þvi til fyrir- stööu aö lög um málið yröu af- greidd af Alþingi áöur en jólafri þingmanna hófst. Hafi af ein- hverjum ókunnum ástæöum ekki veriö hægt aö afgreiöa lög- in fyrir jólafri liggur þaö þó fyrir aö kjaraskeröingin á ekki aö fara fram fyrr en 1. mars og veröur þá liöinn drjúgur timi frá þvi aö Alþingi hefur störf aö nýju eftir jólafrl. Fyrir þetta er setning bráöabirgöalaganna ó- venjuleg I þeirri fyrirlitningu sem stjórnarskránni er sýnd. Þau fjalla um atburöi sem eiga aö gerast meöan á þingtima stendur og enga hugsanlega fyrirstööu er hægt aö finna á þvi aö þingiö fjalli um þau. Þingræði i hættu Ef Alþingi sættir sig viö þessa málsmeöferö hefur stórt skref Finnur Torfi Stefáns- son heldur þvi fram að virðing fyrir lögum og rétti meðal stjórnenda þjóðarinnar fari þverr- andi. Rekur hann nokkur dæmi, og telur að þessi þróun bjóði hættunni heim. veriö stigiö i þá átt aö leggja niöur þingræöi á lslandi. Rikis- stjórnin hefur lýst þvi yfir að ekki sé þörf frekari lagasetn- ingar um efnahagsmál fyrr en ef til vill I vor. Þá veröur þingið fariö heim og unnt aö setja ný bráöabirgöalög. Þannig yröi unnt að halda áfram árum sam- an án þess að leggja löggjöf um efnahagsmál nokkurn tima fyr- ir þingiö. Ef þaö sjónarmiö veröur viöurkennt aö setja megi bráöa- birgöalög um ókomna atburöi framm i timann án tillits til þess hvort þing situr þá eöur ei, virö- istekki langt i þaö aö rikisstjórn setji fjárlög meö bráöabirgöa- lögum. Þaö mætti gera aö hausti til rétt áöur en þing kem- ur saman. Formið hefur gildi Þaö er viökvæöi stjórnmála- manna er þeir eru gagnrýndir fyrir aö fara ekki aö lögum, aö þar sé aöeins um form aö ræöa. Formiö skipti ekki máli heldur efnið. Þetta hefur einnig veriö viökvæöiö er menn hafa gagn- rýnt setningu bráöabirgöalag- anna, sem hér hafa veriö gerö aö umtalsefni. Eftir þessari röksemdaleiðslu er stjórnar- skráin einskis viröi þar sem hún hefur fyrst og fremst aö geyma fyrirmæli um þaö form sem gilda skuli um stjórn landsins. Þaö sem mönnum skjöplast i þessu efni er auövitaö þaö aö formið hefur efnislegt gildi og er sett til að skipa málefnum. Skil- yröi stjórnarskrárinnar viö setningu bráðabirgðalaga eru ekki sett formsins vegna heldur til aö koma I veg fyrir aö óbil- gjörn rikisstjórn sölsi undir sig allt vald og skilji Alþingi eftir á- hrifalaust. Fyrir þvi eru rikar efnislegar ástæöur eins og þau dæmi, sem viö höfum nú fyrir augunum, sanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.