Vísir - 23.01.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 23.01.1981, Blaðsíða 1
Föstudagur 23. janúar 1981/ 18 tbl. 71. árg. „0F LÍTÍÐ ÉF VERÐBÚLGÁN ] FER AÐEINS NH9UR I 50% j segir Steingrímur Hermannsson í tilefni at ummælum iðnaðarráðherra ■ „Eg tel ekki nógu miklu náö, ef verðbólgan fer ekki niður fyr- ir 50%, eins og ég hef marg- sagt,” sagði Steingrlmur Hermannsson, þegar frétta- maður bar undir hann ummæli Hjörleifs Guttormssonar, sem birt voru í Visi, þess efnis að þaö væri ekkert óefni þótt verðbólg- an fari I 50% á árinu. „Anriars ætla ég ekkert að deila við Hjör- leif f blöðum,” bætti hann við. „Eins og ég hef sagt hvað eftir annað, er eitt mikilverðasta atriðið í þessu samkomulagi, markmiðið að koma verð- bólgunni niður I 40%. Að sjálf- sögðu hljrita stjórnarflokkarnir að sniia sér að þvi, ef meira þarf.” — Finnst þér ekki komið i óefni, ef verðbólgan næst ekki niður fyrir 50% ? „Mér finnst það of litið, jú. Þess vegna settum við okkur 40% markmið. Hitt er svo annað mál, að með þeim miklu hækk- unum, sem urðu i lok siðasta árs og þjoðin átti ekki fyrir, vegna þess að þjóðartekjur hafa dreg- ist saman, var ekki séð hvaðan á að taka hærri tekjur, þótt menn séu vel að þeim komnir. Þess vegna -stefndi i 70—80% verðbólgu. Þá er útaf fyrir sig nokkur áfangi að ná henni niður fyrir 50%, það viðurkenni ég. En við höfum sett okkur 40% markmið, og gefumst náttúr- lega ekki upp við það i upphafi,” sagði Steingrimur Hermanns- son. Þorrinn er kominn, og kokkarnir i Múlakaffi eru tilbúnir i slaginn. Þeir Diðrik Ólafsson og Þóröur Þor- geirsson, matsveinar i Múlakaffi voru hressir og kátir er Visir heimsótti þá i gær, og hér sjást þeir hampa þorrabökkum fullum af gómsætum mat. Sjá opnu. Visismynd GVA. Er varnarliöíö miðstöð ffkniefnadreifingar? „Streyma inn á vðll en ekki út” „Það hefur verið nánast regla i flestum stærri málum hjá okkur. að umtalsvert magn fikniefna hefur farið til dreifingar inn á völlinn frá innlend- um aðilum”, sagði Guðmundur Gigja hjá Fikni- efnalögreglunni i samtali við Visi i morgun. 1 grein Ólafs Ólafssonar iand- læknis á bls. 9 i Visi i dag kemur fram, að á árunum 1975-76 hafi langmestur hluti fikniefna borist til landsins með borgaralega klæddum hermönnum, sem voru aðkomatil landsins úr leyfi. Guð- mundur Gigja benti á, að á árun- um 1975-76 hafi stórt mál komið upp á Keflavikurflugvelli þar sem upplýstist um varnarliða, Kork- inn svonefndan, sem i félagi við nokkra aðra varnarliða flutti inn talsvertmagn fikniefna og dreifði út af Keflavikurflugvelli.” „Þetta mál var einstakt i sinni röð þvi svo stórt mál heíar ekki komið upp á Vellinum siðan. Einstöku sinnum hafa minnihátt- ar mál komið upp á vellinum en þá hafa fikniefnin nær undan- tekningarlaust farið til neyslu innan vallar”, sagði Guðmundur. Aðspurðursagði Guðmundur,að samstarf við Bandarikjamenn i fikniefnamálum væri til staðar, það er milli yfirmanna á Kefla- vikurflugvelli og islenskra lög- regluyfirvalda, en torveldaðist þó vegna mjög mismunandi laga- ákvæðasem gilda um þessi mál á Islandi og i Bandarikjunum. -AS RíKisverksmlðjurnar: Verkfalll frestaö um öákveðlnn tlma Verkfalli i rikisverksmiðjunum hefur verið frestað um ótiltekinn tima, og verður næsti fundur i deilunni hafinn á mánudag kl. 4. Verkfallið átti að koma til framkvæmda á miðnætti sl. nótt. A fundinum, sem hófst i gær, hafði þokað nokkuð i samkomu- lagsátt varðandi niðurröðun i launaflokka. Stóð hann til kl. hálf fjögur i nótt, en um helgina ætla samninganefndarmenn að athuga tillögur, sem fram komu, og ræða þær nánar eftir helgina. —JSS Tllmæil Slómannasambandslns um aðgerðir: ALLSHERJAR VINNUSTÖDVUN A FLUTANUM „Það var einróma samþykkt að beina þeim tilmælum til að- iidarfélaga Sjómannasambands tslands, sem aðild eiga að kjarasamningum sambandsins annars vegar og LÍÚ og FtB hins vegar, að boða allsherjar- vinnustöðvun á fiskiskipaflotan- um”, sagði óskar Vigfússon forseti Sjómannasambands tsiands i viðtali við Visi I gær. Blaðið náði tali af Óskari að loknum fundi samninganefndar og sambandsstjórnar Sjó- mannasambandsins, þar sem ofangreind ákvörðun var tekin. Samkvæmt tilmælum skulu að- ildarfélög sambandsins boða verkfall frá og með 9. febrúar á togurum innan Félags islenska botnvörpuskipaeigenda og tog- urum undir 500 brúttólestir. Frá og með 16. febrúar verði svo boðað verkfall á bátaflotanum. Farmanna- og fiskimanna- samband Islands mun væntan- lega boða aðgerðir af sinni hálfu ekki sfðar en n.k. miðvikudag. Aö þvi er Ingólfur Falsson tjáði Visi i morgun verður timinn þangað til notaður til að athuga hversu mörg aöildarfélög sam- bandsins hafi aflað sér verk- fallsheimildar. —JSS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.