Vísir - 23.01.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 23.01.1981, Blaðsíða 15
Inni i „kerjaskálanum". Diðrik ólafsson sést hér veiða súrmatinn upp úr trogunum, en i þessum ..kerjaskála” biða fleiri tonn af þorramat þess að verða sett á borð viðskiptavina Múlakaffi. Föstudagur 23. janúar 1981. h'östudagur 23. janúar 1981. VtSIR Visismyndir (iVA. VÍSIR l’ær eru girnilegar krásirnar á þorrabakkanum sem Stefán Stefánsson handleikur hérna á myndinni. Porrinn byrjar i dag, og i Múlakaffi eru menn tilbúnir að mæta kröfum fólksins um þorramatinn sem verður sivin- sælli með hverju árinu sem lið- ur. Það var allt á ferð og flugi i gær er við lögðum þangað leið okkar, enda „stórvertiðin að byrja” eins og Stefán Ólafsson veitingamaður þar orðaði það. „Við byrjum að súrsa 20. september, strax og sláturtiðin hefst” sagði Stefán. ,,Þ3 er fyrst að kaupa sýru, þvi edik kemur ekki nálægt okkar mat. Ef okk- ur finnst sýran ekki nógu sterk, þá sýrum við hana meira meö rúgmjöli eins og gert var i gamla daga.” í tonnatalí Sem dæmi um það hversu mikinn þorramat þeir útbúa i Múlakaffi nefndi Stefán aö þeir keyptu um eitt og hálft tonn af hákarli. „Við fengum hann frá Albert Olafssyni i Vopnafirði, sem er örugglega með besta há- karl i heimi” sagði Stefán . — Fleiri tölur um magniö sem þeir nota i þorramatinn i Múla- kaffierut.d. 3tonnaf rófurn, 150 kg. af harðfiski og 3-4 tonn af súrmat. A þorramatarlistanum hjá Múlakaffi eru alls 20 tegundir, sem þeir setja á bakkana ef um veislur er að ræða. Þær eru: hangikjöt, svið, saltkjöt, rófu- stappa, uppstú, kartöflur, harðfiskur, hákarl, smjör, flat- kökur, rúgbrauð, salat, sild, pungar, bringukollar, sviða- sulta, lundabaggar, blóðmör, lifrapylsa og hvalur. Þaö ættu þvi allir að geta fundið eitthvað viö sitt hæfi. Það algengasta hvað þorramatinn snertir £T aö hann sé keyptur i sérstökum „Þorrakössum” eða „hjóna- kössum” eins oe Stefán vildi kalla þá. I þeim eru 15 tegundir og kostar hver kassi 75 krónur, en 85 krónur af sviðakjammi er tekinn með. Svo veita þeir hjá Múlakaffi þá sérstöku þjónustu að þeir bæta i kassana hverri þeirri tegund sem fólkið óskar, og þá þarf ekki mikið aö koma til svo hér sé kominn fullkomin fjölskyldumáltið. „Þaö er yfirleitt sama fólkiö sem kemur hingað ár eftir ár” sagði Stefán. „Annars finnst mér það mest áberandi að þaö er unga fólkið sem sækir einna stifast i að borða þennan mat”. gk-. Þetta eru „Þorrakassarnir” frá Múlakaffi. Kassarnir tveir á myndinni kosta samtals 75 krónur. ÞORRINN ER KOMINN 0G...... ....ALLT KLÁRT I MÚLAKAFFI Reagan, Sinatra og Mafían Einn helsti vinur Reagans hins nýja forseta Bandarikj- anna er sú gamla kempa Frank Sinatra. Blikur eru nú á lofti fyrir Frankie Boy þvi ný rannsókn er hafin á tengslum hans við mafíuna fyrr og siöar. Kemur þar mjög viö sögu Jimmy nokkur Frati- a n n O/ kallaöur „Hreysikötturinn", sem áöur var morðingi i þjónustu mafiunnar en. hefur nú veitt lögreglunni mikilsveröar upp- lýsingar um starf- semi mafiunnar. ótt- ast margir aö fari jöröin að hitna undir Sinatra reyni hann að beita Reagan þrýst- ingi'. 1 Hestamadur í Hestar eru sjaldséöir i miöri Reykjavik en þó brá svo viö um daginn aö þar voru tveir hestamenn á tölti meö hross sin. Þarna voru Visismenn á ferð aö kanna viðbrögö bilakynslóöarinnar viö hrossunum og fóru bæöi menn og Hjiestar á kostum. ,,Er sá gamli farinn ad baka?” — Helgarviðtal vid Elinu Pálmadóttur Captain Beefheart í Helgarpoppi ,,Ég færi ykkur þakkir...” — Kveöja Yoko Ono til syrgjenda John Lennons Klín Pálmadóttir hefur víöa komiö viö. Hún er sem kunnugt er blaöamaöur viö Morgunblaöiö en hefur lát- iö fátt sér óviökomandi: hún hefur feröast um allan heim og lent f ýmsum ævin- týrum, hún hefur fylgst meö eldgosum hér heima og gengiö á jökla og svo framvegis og svo fram- vegis. Elin er hress i tali og hefur frá mörgu aö segja, hún er i helgarviötalinu aö þessu sinni. „ISLENSK RLADAMENNSKA ER RJERI GÓÐ 0G FRlSK” - segir Sigurjón Jóhannsson, sem er einn af kennurum við norska blaðamannaskóiann ,,Ég byrjaði í blaða- mennsku 1958 á Þjóðvilj- anum og hef unnið við hana meira og minna síð- an. Ég hef reynt að hætta en maður sogast alltaf inn i þetta aftur” segir Sigur- jón Jóhannsson, einn af reyndustu mönnum i islenskri blaðamanna- stétt. Sigurjón starfar þó ekki að blaðamennsku um þessar mundir i þess orðs fyllstu merkingu, heldur er hann einn af kennurum við norska blaðamannaskólann i Osló. Hann er staddur hér á landi þessa dagana, og hér flutti hann meðal annars fyrirlestur hjá Blaðamannafélagi íslands og hélt námskeið hjá Bandalagi starfs- manna rikis og bæja. Við hittum Sigurjón að máli, og spurðum hann fyrst um norska blaðamanna- skólann, og hversu lengi hann hefði starfað þar. „Ég fór til Noregs i september 1978 og haföi þá enga vinnu. Konan min ætlaöi i nám og ég bjóst viö aö geta fengiö vinnu viö blaö, annaö- hvort sem aöstoöarmaöur i ljós- myndadeild eöa viö útlitsteiknun. En þá skall á veröstöövun i Noregi öllum á óvart og öll fyrirtæki héldu aö sér höndum”. ,,Taldi það fráleitt” „Eg þekkti mann sem kenndi viö norska blaöamannaskólann og þegar ég ræddi viö hann kom i ljós að við skólann var laust starf fyrir kennara i afleysingar og hann hvatti mig til aö sækja um. Ég taldi þaö fráleitt, meöal annars vegna norskukunnáttunnar sem heföi get- að verið betri, en þaö endaöi samt þannig aö ég sótti um og fékk starf- ið, sem er fólgið i kennslu við ljós- myndun og Utlitsteiknun.” — Segðu mér eitthvað um norska blaðamannaskólann. „Hann var áður eins árs skóli en er nú tveggja ára skóli. Umsækj- endur hvert ár eru um 300 en aðeins eru teknir inn um 40 nemendur. Ekki eru nein inntökupróf, heldur eru nemendur valdir eftir tveimur leiöum, annarsvegar er um að ræða fólk með einhverja reynslu i blaðamennsku en hinsvegar há- skólafólk. Meðalaldur þeirra sem stunda nám við skólann er um 27 ár.” „Kennslan fer fram i mörgum afmörkuöum „kúrsum” eða tima- bilum þar sem tekin eru fyrir á- kveðnir þættir hverju sinni, og i lok lengri námskeiða eru stundum gef- in út æfingablöö — i haust gáfum við t.d. út vandað blaö um oliuna og áhrif hennar i þjóðfélagiö. Þaö er siðan skoðaö af okkur kennurunum og gagnrýnt á allan hátt. Það sem nemendurnir læra fyrst og fremst er að þekkja samlélagiö, en nám- inu lýkur með lokaritgerö þar sem nemendurnir taka íyrir verkefni að eigin vali sem þarf þó að hljóta samþykki kennara áöur”. — Hafa margir tslendingar stundað nám við skólann? „Það eru sex Islendingar sem hafa verið við skólann i námi. Sig- rún Stefánsdóttir var fyrsti Islendingurinn sem lauk þaöan námi eftir aö skólinn var lengdur, og nú eru þar tveir islenskir blaöa- menn við nám, Eirikur S. Eiriksson og Gunnar Kvaran. „íslenskir blaðamenn handverksmenn” — A hvaða stigi er islensk blaða- mennska i dag samanborin við norska? „Að mörgu leyti er islensk blaða- mennska mjög góð, hún er frisk, en það er auðvitað alveg ljóst aö þeim mun betri menntun sem blaöa- menn hafa þvi betur sinna þeir sinu starfi. Meira en helmingur islenskra blaðamanna vinnur i daglegum fréttum og eru raunar handverksmenn, þeir eru ekki i þvi aö skilgreina þjóöfélagiö. Annars er stikkorðiö i dag vist „rann- Norski blaðamannaskólinn. HH! Sigurjdn Jóhannsson. sóknarblaðamennska”, en hún er þannig aö menn kynna sér mjög vel eitthvert ákveðiö máiasvið og fjalla siðan um þaö af þekkingu og færni”. — En hvað um útlitsteikningu íslensku blaðanna? „Hún fylgir sömu lögmálum og erlendis. Eftirmiðdagsblöðin reyna að vera frisk og kalla á fólkið yfir götuna en Morgunblaðið t.d. er brotið um á hefðbundinn hátt og fylgir sömu aðallögmálum og morgunblöð á Norðurlöndum. Þá hefur myndanotkun i Visi og Helgarpóstinum svo dæmi séu nefnd breyst talsvert, hér eru nýjar hugmyndir á ferðinni. Annars er myndanotkun islensku blaðanna nokkuð öðruvisi en erlendis, hér er meira lagt upp úr stemningsmynd- um en beinum hörðum fréttamynd- um”. — Er þörf á Islenskum blaða- mannaskóla? „Það hefur verið gert úttekt á þvi hér hvernig ætti að haga kennslu I blaðamennsku við Háskóla tslands, en ég held að sú úttekt sé ekki til umræðu i dag og veit ekki hvers vegna. Ég hef séö þessa úttekt og þaö er ágætt plagg”. gk-.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.