Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 1
Er Fischer gidrsam- lega týndur? Sjá bls. 9 300 hingmenn Spánar gísiar í Hnghöllinni Sjá hls. 5 Kynsjuk- dómar og breytt kyn- lífstiegöun Sjá bls. 13 Tillðgur AlDýðullokkslns: Lækkun skatta og fullar trygginga- bætur Alþýöuflokkurinn hefur lagt fram breytingartillögur viö bráöabirgöalög rikisstjórnarinn- ar um efnahagsmál, og eru aöal- atriði þeirra tillagna lækkun tekjuskatts um 240 milljónir, kaupskerðingin nái ekki til bóta almannatrygginga og nýir spari- fjárréikningar, sem veiti fulla verðtryggingu á þvi fé sem óhreyft er i 4 mánuði, en pen- ingarnir séu ekki bundnir. bá leggur Alþýöuflokkurinn til, að lán Byggingasjóðs veröi aldrei lægri en 35% út á kostnaöarverð ibúða og aö bankar láni helming þeirrar upphæðar til langs tima. Þau lán verði verðtryggö, en með lágum vöxtum. Þetta eru fyrstu tillögur stjórnarandstöðunnar, sem fram koma við efnahagsráðstafanirn- ar. Stjórnarandstaða sjálfstæðis- manna hefur einnig boðað brey tingartillögur. FÆR RIKIB AB TAKA ÍBOÐIR LEIGUNAMI? Hugmyndir um leígunámsréit og forlelguréit rfkls og sveitarfélaga á húsnæði Meðal hugmynda. sem fram hafa komið i nefnd þeirri, sem ásamt öðru hefur það hlutverk að semja lög um hámarkshúsa- leigu, er að riki og sveitarfélög fái forleigurétt að öllu ibúðar- húsnæði. Reiknað er með að þessir opinberu aðilar geti siðan endurleigt húsnæðið. Einnig hafa verið settar fram hug- myndir um að riki og sveitar- félög fái rétt til þess að taka autt húsnæði leigunámi. Visir hefur þessar upp- lýsingar eftir áreiðanlegum heimildum , en þegar þetta var borið undir Sigurð E. Guðmundsson, formann um- ræddrar nefndar, sagðist hann ekki vilja tjá sig um einstaka þættlsem veriðhafa til umræöu i nefndinni. Auk Sigurðar sitja i nefndinni lögfræðingarnir Páll S. Pálsson og Ragnar Aðalsteinsson. Sam- kvæmt heimildum Visis komu ofangreindar hugmyndir frá Ragnari, en ekki tókst að ná sambandi við hann i morgun. Nefndin hefur enn ekki skilað ákveðnum tillögum i þessum efnum til félagsmálaráðherra, en þær þugmyndir, sem lagöar hafa verið fram, eru nú til athugunar og umsagnar hjá hinum ýmsu húsaleigunefndum vres vegar um landið. FJÖLMENNUR FUNDUR FORELDRA Á AKUREYRI í GÆR: „RÉTTAST AÐ RÆJARSTJÚRN- ARMENN PÖSSUÐU BÖRNIN” „Af hverju er ekki hægt að strika orðið deildarfóstra út úr samningnum, tíl að leysa deiluna, eiga heimilin að vera lokuð vegna eins orðs?”, var spurt á fjöl- mennum fundi. sem samtök for- eldra barna á dagvistarstofnun- um Akureyrarbæjar efndu til í Pálmholti i gær. I upphafi fundarins var rætt um hvort foreldrar ættu að styðja fóstrur i launakröfum þeirra við Akureyrarbæ, en þær hafa nú hætt störfum og dagvistarstofn- unum veriö lokað, eins og fram kom í Visi i gær. Komu margar hugmyndir fram, m.a. að foreldr- ar tækju börnin meö sér i vinnu eða sætu heima. Þá var rætt um að foreldrar fjölmenntu meö börnin á bæjarstjórnarfund i dag og i þvi sambandi kom fram sú hugmynd, að réttast væri að bæjarstjdrnarmenn pössuðu bömin! Bæjarráð kom á fundinn. Soffia Guömundsdóttir fulltrúi Alþýðu- bandalagsins lýsti yfir stuðningi við kröfur fóstranna. Sigurður Óli Brynjólfsson fulltrúi Framsóknar taldi að samið hafi verið viö fóstr- ur við gerð sérkjarasamnings, og það gæfi ekki gott fordæmi gagn- vart öðrum starfsstéttum, ef gengið yrði að kröfum fóstranna nú. í fundarlok var einróma sam- þykkt tillaga Erlings Siguröar- sonar sem fól i sér áskorun til bæjarstjórnar um að ganga aö kröfum fóstranna. Jafnframt var ákveðiö að foreldrar fjölmenntu með börnin i' „Ráðhús” bæjarins við upphaf bæjarráösfundar kl. 3 i dag. JSS/G.S. Akureyri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.