Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 24. febrúar 1981 9 vtsnt Gamla spurningin: „Hvaö er annars oröið um Bobby Fisc- her?" — vaknaði að nýju ekki alls fyrir löngu, eftir að prófessor Arpad Elo, höfundur ELO-skákstiga- kerfisins, útnefndi enn á ný hinn ósigraða heims- meistara sem yfirburða langsterkasta skák- meistara allra tíma. Studdist hann þar við reiknikúnstir sínar og ELO-stigakerfið, sem oft er haft fyrir mælikvarða yfir styrkleika skák- meistara. Án árangurs Hinn nývaknaði áhugi varð meðal annars til þess, að vestur- þýska blaðið „Die Zeit” sendi blaðamenn sina á kreik vestur til Bandarikjanna til þess að reyna að grafa hinn týnda og tröllum gefna heimsmeistara aftur fram i dagsljósið. En hinn duttlungafulli Bobby Fischer virðist hafa horfið spor- laust, þvi aö enginn virtist geta visað á hann. Eða þá að þeir hafa ekki viljað það. ÍJtsendurum „Die Zeit” tókst að ná fundum ýmissa þeirra, sem áður voru nákomnir Fis- cher. Hvort það voru lögfræð- ingar Fischers, fulltrúar þeirra kirkjusafnaða, sem hann hefur tilheyrt, blaðamenn, skák- meistarar, kunningar eða ætt- ingjar, þá vissi enginn neitt. Einn þeirra, Larry Evans, stórmeistari, sagði tiðinda- mönnum: „Ég veit ekki, hvar Bobby heldur sig og kæri mig ekkert um að vita það. Tor- tryggni Bobbys eyðileggur alla ■ . vináttu. Það er ekki unnt að hjálpa honum. Maður getur ekki ■ hjálpað þeim, sem ekki vill ■ hjálpa sér sjálfur”. — Og ■ Evans hefur þekkt Fischer allt ■ frá barnæsku, löngu áður en | Fischer, 15 ára, varð yngsti ■ Bandarikjameistari I skáksögu B USA. _ Annar stórmeistari, Robert Byrne, sem kunnur er um leið fyrir skákskrif i New York Times, segist siðast hafa séð 5 Fischer fyrir þrem árum á skákmóti i Kaliforniu: „Bobby kom að visu ekki inn i skáksal- inn. En hann tók mig tali, og lét ■ á sér heyra, að hann gjarnan L" • vildi hitta að máli ungu stjörn- “ urnar Bernhard Zuckerman og Larry Christiansen. — Annars sagði hann fátt annaö við mig ■ en: „Viltu gera svo vel aö láta vera að skrifa meira um mig”. ■ Byrne tjáði Þjóöverjunum, að B hann hefði þegar árið 1960 veriö | sannfærður um, að Bobby þjáð- ist af ofsóknarbrjálæði. Ráð- B lagði hann honum að leita til sálfræðings: „Bobby hló að mér, en siðan mátti aldrei nefna þetta i hans eyru. — Hitt er svo annað mál, að öfugt við t.d. Ro- bert Hiibner, sem er kannski fullviðkvæmur, þá hafði Bobby alltaf fullt vald á sinum taugum i einvigi, og betur en margir aðrir. Alltaf tefldi hann upp á vinning. Til þess aö sneiöa hjá jafntefli, skoðaði hann hundrað aðra leiki fyrst. Eins og Bobby tefldi, þá var það algert strið”. I Belgrad Það siðasta, sem menn spurðu opinberlega til Bobby Fischers i sambandi við skák, var haustið 1978. Þá var hann i Júgóslaviu i Belgrad — að þvi er virtist i tilraun til þess að brjótast út úr einangrun sinni sem hófst 1975, þegar hann neit- aði aö tefla heimsmeistaraein- vigið gegn áskorandanum Karpov. Fischer hafði ekki líkað einvigisskilmálar Alheimssam- bandsins, FIDE. Þar með glat- aði hann heimsmeistaratitl- inum án taflmennsku. Til Belgrad kom Fischer til þess að ræða undirbúninginn að sýningareinvigi milli hans og Svetozar Gligoric, margra ára vini hans. Hugmyndin var, að einvigið væri undirbúningur þess, aö Fischer gengi fram á skákhólminn að nýju (kannski i einkaeinvigi við Karpov). — Menn urðu fljótt á eitt sáttir um atriði eins og verðlaunin, sem skyldu vera 5 milljónir dollara, en það varð að kallast ærið fé fyrir slikt einka- eða æfingareinvigi. En svo strandaði allt á þvi, að Fischer neitaði að tefla einvigið eftir reglum FIDE og undir þeirra umsjá, eins og Júgóslavarnir óskuðu. Fischer var nefnilega sannfærður um, að innan FIDE moraöi allt i leynierindrekum KGB-njósnastofnunar Rússa. Slitnaði upp samningaviðræð- unum og Fischer fór heim til Bandarikjanna i skyndingu. Nánar tiltekið til Kaliforniu. Þar rauf hann öll tengsl við sina gömlu vini, systur sina i Los Angeles og móöur sina á Eng- landi. Siðan hefur ekkert til hans spurst. veröi skýringa allt aftur til æsku Fischers. Skákin var hans líf Boris Spasski, eini skák- meistarinn, sem Fischer hefur teflt heimsmeistaraeinvigi við, eins og Reykjavikingum er enn i fersku minni, hefur einnig reynt að hafa uppi á Fischer, en án ár- angurs. Spasski er enn sovéskur ríkisborgari, en hefur nú um aðutan Guðmundur Pétursson, fréttastjóri erlendra frétta. hrið búið i Paris og er kvæntur franskri konu. Spasski segir um sinn gamla keppinaut: „I min- um augum endurspeglar skákin lifið. 1 augum Bobbys er skákin lifið sjálft”. Annar maöur, sem mjög hefur brotið heilann um innri mann Fischers, er Paul Mars- hall, hans fyrri framkvæmda- stjóri og lögfræöingur. Marshall segir, að marga samningana hafi hann orðið að ógilda, rjúfa eða semja aö nýju vegna rótgró- innar tortryggni og mannfælni Fischers. — „Hann treystir ekki nokkurri sálu”, segir Marsh'all, sem heldur að leita Faöírinn öýskur. móöirin gyðíngur Robert James Fischer, eins og hann heitir fullu nafni, fædd- ist i Chicago 9. mars 1943, og er þvi ekki langt i 38 ára afmæli hans. Hann er núna einu ári eldri en Botvinnik var, þegar Botvinnik varð heimsmeistari 1948. Faöir hans var þýskur vis- indamaður, sem starfaöi með ekki ófrægari manni en sjálfum Wernher von Braun eldflauga- sérfræöingi i Peenemunde. Siðar flúði hann til Bandarikj- anna, þar sem hann kvæntist hjúkrunarkonu af gyðinga- ættum. Þeim fæddist fyrst dóttir, en siðan Bobby. Bobby var ekki nema tveggja ára, þegar faðirinn yfirgaf þau og hjónin skildu. — Þvi er haldiö fram, að Fischer eldri hafi laumast til Moskvu og gengið I þjónustu Rússa. Sagt er, að hann hafi skotið upp kollinum á snærum Rússa sem ráðgjafi Allende, forseta Chile. Aldrei hefur neinn velviljaður Bobby viljað nefna þennan orö- róm, svo að hann heyrði. Mönn- um var of vel kunnugt um, hversu sterka þjóðerniskennd hann bar 1 brjósti. Móöirin varð auðvitað að sjá fjölskyldunni farboröa. Hún varö oft aö skilja drenginn eftir einan og hann einangraði sig smám saman sjálfur æ meir frá umhverfi sinu. Hann eignaðist enga æskufélaga og stóð sig slaklega i skóla. Ekki grunaði neinn þá, að hann ætti eftir aö verða heimsfrægur. Dag elnn.... Einn daginn kom systir hans heim meö manntafl, sem hún gaf bróður sinum. Sú gjöf ger- breytti lifi hans. Móðir hans kom auga á skákhæfileika hans * og metnaður hennar fyrir hönd “ sonarins var vakinn. Hún hafði hann með sér I skákklúbb i Brooklyn, en þá bjuggu þau i New-York. Hún var handviss ■ um snilligáfu Bobbys og timinn fJ sannaði þaö með henni. ■ „En Regina Fischer er sjálf 3 góðum gáfum gædd og skap- 1 rik”, segir Paul Marshall. 1 Þegar hún var 42 ára, lauk hún ■ læknanámi I Austur-Þýskalandi | með góðri einkunn og praktis- B arar sem barnalæknir i London. j Hún er róttæk i skoðunum og má B finna nafn hennar i lögreglu- skýrslum i London. M.a. er sagt þar, að hún hafi einhvern tim- ann varpað sér fram fyrir áætl-' _ unarbil fullan af verkfallsbrjót- um i einni vinnudeilunni, sem Regina lét til sin taka. — Það er sagt, að Bobby hafi ekkert sam- band við móður sina I dag. Sjálfur er hann raunar ihalds- samur hægrimaöur. Slóðin týnd 1967-77 komst Fischer sem fyrr I fréttirnar, þegar spurðist til hans innan um sértrúar- söfnuð einn i Kaliforniu, en sá kallaðist „Heimskirkja Guðs”. Það var fólk, sem mest lagði út af Gamla testamentinu. Her- bert Armstrong stofnaði þennan söfnuö 1933 og með útvarps- og sjónvarpsþáttum fékk hann talið þó nokkra til fylgis við kenningar sinar. Var söfnuður- inn 75 þúsund manns um þær mundir, og greiddi hver árlega tiund, sem nam um 1000 dollur- um. Enda á söfnuðurinn háskóla i Pasadena, stórt og veglegt safnhús á vesturströndinni og vandað timarit, sem hann gefur út. — Sagt var, aö Bobby heföi gefiö með sér i söfnuðinn 94 þús- und dollara. 1977 sneri Bobby einnig baki við þessum nýju vinum sinum, eftir aö eitthvert timaritið hafði eftir honum nokkur gagnrýnis- orð, sem hann lét falla i garð safnaöarins. Þá haföi hann búið um hrið likt og einsetumaður á vegum safnaðarins. Mál reis upp út af peningum Bobbys og einnig spurðist aö hann hefði löðrungað einhverjar safnaðar- konur einhvern tima, þegar kastaðist I kekki milli þeirra. Bobby nánast flúði til New York til sins gamla vinar, Jack Collins. Þar haföi hann ekki mjög langa viðdvöl. Hefur Coll- ins ekkert heyrt frá Bobby 1 heilt ár, að þvi er hann segir. Sértrúarsöfnuðurínn Svo virðist, sem Bobby Fischer hafi farið frá New York til Kaliforniu, en þar töpuðu blaöamenn „Die Zeit” slóðinni. Blaðið rakti slóð hans til ein- hverrar vinkonu Bobbys, sem Claudia heitir að fornafni. Frá henni fór hann samt fyrir löngu, og enginn viröist vita um hann i dag. Eitthvert slúöur hefur komist á kreik um hann, eins og vill oft til um dularfulla en fræga menn. En það er naumast eftir hafandi. Sögulok? Hvort hann á nokkurntlma eftir að láta að sér kveða á nýjan leik I skákinni, getur eng- inn séö fyrir. Margir aðdáendur hans lifa enn i voninni. Meö hverju árinu sem liður, verður það samt óliklegra. Hann eldist, dettur út úr þjálfun, eins og skákmenn segja, og skákin þró- ast á meðan. Fyigist hann ekki með þeirri þróun, eins og i byrj- anafræöinni, á hann varla kleift aftur upp á tindinn. Þó spurðist einhvern tima, að hann i ein- angrun sinni fylgdist vel með skrifum um skák, og þvl sem nýtt kæmi fram á þeim vett- vangi. En hvort hann ris i dag undir einkunnagjöf Elo prófess- ors, er spurning, sem kannski fæst aldrei svar við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.