Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 2
2 í Hlíöarf jalli viö Akureyri. Ferðu oft á skiði? Magnús Þórhallsson: — Eg fer eins oft og ég get, þvi þaB er ofsa- lega gaman. Anna Kolbrún Arnadóttir: — Nei, ekki mjög oft, bara stundum. Anton Kr. Stefánsson: — Já, ég hef gert það i vetur, en þetta er fyrsti veturinn sem ég stunda skiöaferðir. f Birgitta M. Birgisdóttir:— Já, já, eins oft og ég get, en ég er ekkert ofsalega góö, kannski svolitið góö. Hanna Birna Sigurbjörnsdóttir: — Já, eins oft og ég get. VÍSIR Þriðjudagur 24. febrúar 1981 „ÞETT> HEFIIR EKKERT MEB GAFUR AB GERK" 'v segir Baldur Símonarson, marglaldur slgurvegarl I spurningakeppni hllóðvarpsins „Þetta hefur ekkert með gáfur að gera. Ég held, að i leik sem þessum komi það sér best að hafa gott minni og vera fljótur að gripa til þess”, sagði Baidur Simonar- son, sem hefur sigrað hvern keppinautinn af öörum i spurn- ingakeppni útvarpsins, „Veistu svariö?” — Ertu vel lesinn maður? „Kannski er skýringin á velgengninni i þáttunum helst sú, að ég er ákaflega óvandlátur á lesefni. Ég les þvi oft ýmislegt, sem litið hefur komið mér að not- um fyrr en núna”. — Finnst þér gaman að taka þátt i þessum leik? „Já, að visu fannst mér dálitið strembið fyrst að sitja einangr- aður i stúdiói með heyrnartól á höfðinu og sjá ekkert annað en Esjuna. Það hefur þó vafalaust hjálpað mér mikið, að nú situr Margrét Guðmundsdóttir hjá mér, mér til halds og trausts. Það gæti verið skýringin að þvi, að sunnanmenn eru nú aðeins farnir að velgja norðanmönnum undir uggum, þvi að áður en ég byrjaði þurftu þátttakendur sunnan heiða að sitja aleinir og einangraðir i stúdiói 4”. — Nú urðuð þið Erlingur Sigurðarson frá Akureyri jafnir i siðasta þætti og verðið að keppa aftur. Það sem þig vantaði upp á Baldur Simonarson, lifefnafræðingur. Vlsismynd: EÞS að sigra i fjórða skiptið i röð var að þekkja rödd John Lennon i lag- inu „Imagine”. Ert þú litill popp-aðdáandi? „Mér er eiginlega alveg sama um Bitlana og popptónlist yfir- leitt og rugla ýmsu saman á þvi sviði. Ég gengst sem sagt ekkert upp i poppinu, en hef þó ekkert á móti þvi — hlusta til dæmis á „Óskalög sjúklinga” og ámóta þætti. Ég hef meira gaman af sigildri tónlist og þá ekki siður islenskri tónlist eins og þeirri, sem gjarnan er spurt um i þáttunum, og gengur undir nafninu „siðasta lag fyrir fréttir”. Ég þekki hana nokkuð vel og hef auk þess gott minniá raddir. Við gerum okkur það stundum til gamans i kaffistofunni að spreyta okkur á þvi, hver syngi siðasta lag fyrir fréttir, eftir hvern lagið er og svo framvegis, og mér hefur gengið vel og hef fengið nokkra æfingu i þessum þætti spurninganna”. — Nú keppið þið Erlingur Sigurðarson aftur á sunnudaginn kemur. Ætlar þú að sigra hann? „Það verður að koma i ljós. Ég lit annars ekki mjög alvarlega á þessa keppni og tek hana ekki nærri mér, ekki frekar en ef ég væri að tapa i „Ólsen Ólsen” fyrir krökkunum. Krakkar eru annars að minum dómi eina fólkið, sem hægt er að spila við — þeir fullorðnu taka leikinn alltof hátiðlega”, sagði Baldur. Baldur Simonarson er lifefna- fræðingur að mennt og starfar að Keldum. Þar vinnur hann að efnamælingum og rannsóknum, sem tengjast búfjársjúkdómum. Þá kennir hann einnig i lækna- deild Háskóla Islands. — ATA Þessi breytta stefna ráðherra i inálinu vekur óneitanlega þann grun, aö ekki hafi veriö um eins mikiö svinarl aö ræöa eins og hann vildi vera láta i upphafi. Einn enn Þaö var cinu sinni Hafnfirðingur sem hall- aöi sérupp að vegg. Svo datt veggurinn. Hvers vegna? Sá vægir, sem vitið hef- ur nteira. Vlða er sparað Viöa er sparað þessa dagana og veitir vist ekki af i harðiudunum. Muna vafalaust margir eftir þvi, þegar upp kom sú spurning, hvort Reykja- vikurborg ætti aö halda uppi graðhestum. Varð þá ofan á, aö borgin ætti ekki að standa straum af sliku stússi. Spannst af þessu nokk- ur umræða og spuröi Visis-Loki þá m.a. hvort þarna gæti verið um aö ræða sparnaöarlið i opin- berum rekstri. Sé raunin sú, þá halda fleiri bæjar- félög aö sér höndununt i þessum efnum. Til dæmis hætti ólafsfjarðarbær að halda graöhest nú fyrir áramótin. Mega ráða- menn umræddra staða sjálfsagt þakka sinum sæla, aö þaö skuli vera menn cn ckki tiltckinn búsmali, kvenkyns, sem veita þeim brautargengi til trúnaðarstarfa. Þrðunarað- stoð við BandaríKln Fyrir skömtnu lcit nýtt fiskverö dagsins Ijós, eftir meiri og þyngri hrið- ir en oftast áöur. Þaö kom á daginn, i sambandi við fiskverðsá- kvörðunina, að Kanar skammta okkur verö af svo smásálarlegu knifirii fyrir freöfiskinn, að rikis- kassinn verður aö draga úr skattheimtunni til aö frystihúsin fari ckki á hausinn. En þetta gerir ekkert til, þvi að fátæku þjóöirn- ar- seni kaupa af okkur skrciðogsaltfisk,sjá ekki viö okkur og viö getum selt þeim vöruna svo dýra, aö hægt er aö bæta tapið á freðfiskinum meö að skattlcggja skreiðina og saitfiskinn þeirn mun meira. Og nú tala menn um þróunaraöstoð islendinga við Bandarikin — en Nigeria borgar. Faðirvorlð Salvör litla var nýbúin að læra Faðir vorið og æfði sig á þvi seint og snemma. Einverju sinni varö mömmu hennar gengið fram hjá herberg- inu hennar, i þann mund sem bænastundin var að hefjast. Heyrði hún þá, aö stelpan byrjaði meö til- finningaþunga hins sann- kristna manns: „Það cr vor.” Allur er varinn góður Jónsi gamli var sann- kristinn maður. Hann hafði lesið Bibliuna sina aftur á bak og áfram og tók hvert orð bókstaflega, sem þar stóö. Og það var einmitt þess vegna sem hann troðfyllti alltaf alla vasa af grjóti á uppstigningardag. Engln lurða Björgunars veitin á Húsavik var fyrir nokkru við sigæfingar i Asbyrgi. Gekk allt vel og sigu björgunarsveitarmenn niöur hver af öðrum. Þeg- ar sá næstsiöasti átti aö fara, bar svo viö, aö hann vildi ekki niður, alveg sama hvernig reynt var, heldur fór alltaf upp i loft- ið og áttu menn fullt i fangi með að hentja hann. Skildi enginn neitt I neinu fyrr en sannleikur- inn kom I ljós. Maðurinn var Mývetningur! Af sem áður var Svo virðist scm Alu- suisse-máliö svokallaöa ætli aö fá annan endi en upphaflega haföi vcriö ætlaö. Iðnaðarráðherra veitir engar upplýsingar um i n n i h a 1 d A 1 u - suisse-skýrslunnar. Þegar málið kom upp i iðnaðarráðuneytinu var fjöimiölum samstundis send tilkynning um óguð- lega liækkun á súráli „I hafi” sem kallað cr. Boö- aöi Hjörleifur Guttorms- son ráöhcrra til fundar meö fréttamönnum, þar sem hann geröi glögga grein fyrir máiavöxtum. Þurfti enginn að ganga bónleiöur til búöar, eftir að hafa leitað upplýsinga hjá ráöherra. En svo brá við, aö þeg- ar skýrsla Alusuisse um málið lá fyrir i ráðuncyt- inu, 'varö ekki togað orö upp úr neinum um inni- hald hcnnar. Hjörleifur kvað hana vera trúnaðar- mál, samkvæmt sam- komulagi milli ráðuneyt- isins og Alusuisse. Yrði ef til vill greint frá innihaldi hennar, siðar, ef til vill aldrei. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir blaöamaður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.