Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 24. febrúar 1981 VÍSIR Ferðamannastraumurinn til landsins virðist eitthvað hafa aukist f janúar, ef miðað er við sama mánuð i fyrra. ferbamOnn- UMFJÖLBAR Heldur hefur umferðin til landsins aukistfrá þvi i fyrra, eft- ir þvi sem fram kemur i janú- ar-yfirliti lögreglustjórans i Reykjavik um komu farþega tii landsins með skipum og fiugvél- um. Tillandsinskomu 5239 farþegar i janúar ’81 en 4444 i janúar i fyrra. Langflestir farþeganna voru islendingar, 2948, en voru 2453 i fyrra. Af öðru þjóðerni voru Banda- rikjamenn langflestir 885, Danir næstir, 504 og Sviar 195. Einn farþegi kom frá hverju landanna: Boliviu, Chile, Domi- niska 'lýðv., Guyana, Libanon, Möltu og Thailandi. SV Fékk ekki aö sjá teikn ingar af eigin húsi e .1.1’_••___ ; u.'.r. M aftnrinn cnm um r Einn af stjórnarniönnum i Hús eigendafélaginu i Hamrabergi hefur gert árangurslausa tilraun til þess að fá að sjá teikningu af húsi þvi sem hann hafði keypt af Framkvæmdamefnd byggingar- áætlunar, en Visir hefur að undanförnu sagt frá þvi, að frá- gangi þessara húsa hafi verið ábótavant. Maðurinn. sem um ræðir er i stjórn Húseigendafélagsins i Hamrabergi og á þar ibúð, en það kom fyrir ekki, honum var tjáð i Teiknistofunni h/f i Ármúla að Framkvæmdanefndin hefði lagt blátt bann við þvi, að teikningar húsanna væru afhentar. gk—■ Bandaiag kvenna með fjársöfnun á ári fatlaðra: Kaupa „taugagreini” fyrir Borgarsjúkrahús Bandalag kvenna i Reykjavik hefur ákveðið i tilefni af alþjóð- legu ári fatlaðra aö málefni fatlaðra hafi forgang á verkefna- skrá félagsins á þessu ári. Félagið vill leggja sitt af mörk- um með þvi að auka tækjakost til endurhæfingar i Borgarspitalan- um og hefur ákveðið að kaupa i þvi sambandi svokallaðan „taugagreini”, en með þvi tæki er hægt að meta ástand sjúklinga sem hafa orðið fyrir lömun, fá strax visbendingu um hvaða vöðva er hægt að þjálfa upp og staðsetja heilaskemmdir. Tæki þetta er afar dýrt og þvi gengst Bandalag kvenna i Reykjavik fyrir fjársöfnun til kaupa á tæki þessu og er hún að fara af stað um þessar mundir. Skorað er á alla sem hafa áhuga á að ljá máli þessu lið að hafa sam- band við félagið. G Endurgreidd opínber gjöíd frá 1973: II i99 Á ÞARNA EINHVERN TITTLINGASKÍT - seglr ungur maður sem fær enga vexti greidda á upphæð sem bæjaryfirvöld haía haidið hjá sér í 7ár Eysteinn Gunnarsson, ungur fyrrverandi Hafnfirðingur, fékk nýlega til- kynningu um það frá Bæjarskrifstofunum, að hann ætti þar inni ofgreidd opinber gjöld frá árinu 1973. Þessi upphæð mun vera um 23 þúsund krónur, sem hefur verið sæmilegur peningur i þá tið, en er ekki mikils virði i dag, umreiknað i nýar krónur og nemur þvi 230 krónum. „Nei, ég fæ enga vexti á þetta”, sagði Eysteinn, er Visir hafði samband við hann i gær. „Þeir vilja meina, að þeir hafi getað haldið þessum peningum vaxtalaust ailan þennan tima”. — Ætlar þú að taka þvi þegj- andi? „Nei, ég er búinn að láta tala við lögfræðinga fyrir mig um þetta og þeir, sem eitthvað hafa tjáð sig um málið, halda að ég ætti að fá einhverja vexti, a.m.k. fjögur siðustu árin eða svo”. — Hefur þú nokkuð látið reikna út fyrir þig, hvað þú hefðir þurft að borga, ef þú hefðir skuldað þessa upphæð allan þennan tima? „Nei, ég hef ekki reynt það, en það hefðu verið einhver lifandis býsn”. Eysteinn sagði, að hann hefði flutt frá Hafnarfirði um 1973, mundi ekki nákvæmlega hve- nær, og hefði ekki hugsað neitt út i það, hvort hann ætti þarna inni peninga, og ef svo hefði ver- ið, þá reiknað með að þeir yrðu fluttir á milli eða samband haft við sig. ,,En þess i stað er mér tilkynntum það 7 árum siðar, að égeigi þarna einhvern tittlinga- skit”, sagði hann. gk—• Bæjarskri f siof urn ar i Hafnarfirði: „EKKI VÍST AÐ HANN HAFIÁTT ÞETTfl ,,Hann kannaðist ekkert við þessa peninga, maðurinn, hann sagði við okkur, að hann kannaðist ekkert við þessa upphæð og vissi ekkert, hvort hann hefði átt þetta inni og hvers vegna hann hefði átt þetta inni og taldi sig ekki eiga þetta hérna inni. Það er ekkert vist að hann hafi átt þetta inni”. — Þessi svör fengum við, er við könnuðum mál Eysteins hjá innheimtu Bæjarskrifstofanna i Hafnarfirði. Sú, sem þar varð fyrir svörum, vildi ekki láta nafns síns getið, harðneitaði að gefa það upp, en sagðist þó hafa rætt við Eystein um þetta mál. — Ef hann hefur ekki átt þetta inni, hvers vegna er þá vcrið að endurgreiða honum þessa upphæð? „Þetta er bara inni á hans nafnnúmeri, hann kannaðist ekkert við þetta, maðurinn sjálfur. Ég meina það sko, að ég talaði við hann, hann hringdi og það kom i ljós, að hann átti þetta inni, það þarf ekki að hafa verið nema nafnnúmerabrengl eða nafnabrengl og maðurinn kann- aðist ekkert við þetta. Ef þið ætlið að grennslast fyrir um þetta mál, þá get ég gefiö upp- lýsingar um það, en án þess að ég vilji nokkuð láta hafa eftir mér um það i blöð”. — Þú vilt sem sagt ekki gefa upp nafn þitt? „Nei, það vil ég ekki, ég er ekki neinn blaðafulltrúi fyrir stofnunina hérna. Þetta kom bara i ljós, þegar verið var að takaaf gömlum spjöldum, hvort sem 1973 voru komin nokkur r.aínnúmer e&a ekki, eða var það? Ég er tvivegis búin að tala við þennan mann, Eystein Gunn- arsson, og hann kannast ekkert við þessa upphæð, hann veit hvorki haus né hala á henni og veit ekkert, hvort þetta er rétt eða ekki rétt”. — Hvers vegna eru ekki greiddir vextir af þessari upp- hæð? „Það er bæjaryfirvalda að svara þvi, bæjarráðs eða ein- hverra. Ég er ekki til að svara fyrir það”. — Hvað heföi hann þurft að borga, ef hann hefði skuldað ykkur þessa upphæð allan þenn- an tima? „Ég svara þvi ekki, af þvi að ég er ekkert viss um, að hann hafi átt þetta inni”. — Þú vilt ekki svara þvi og heldur ekki gefa upp nafnið þitt? „Nei, ég hef haft viðskipti við ykkur blaðamenn og veit, að þið getið brenglað öllu i meðförum, og það er best fyrir engan að hafa nein viðskipti við ykkur”. gk—• 777 GEFUR WYEAR ^RETTA GRIPIÐ hIheklahf Lauy.ivecji 170-172 Simi 21240

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.