Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 4
4 Þrifijudagur 24. febrúar 1981 Hjartans þakkir sendi ég þeim fjölmörgu vinum mínum, sem glöddu mig með margvíslegu móti á níræðisafmæli mínu 15. þ.m. INGIMAR JÓNSSON fyrrv. skólastjóri. Smurbrauðstofan BJDRNINN Njálsqdtu 49 — Sími 15105 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 58., 60. og 64. tbl. LögbirtingablaOs 1980 á hluta i Sogavegi 105, þingl. cign llalldórs ólafssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik og Veð- deildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudag 26. febrúar 1981 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og sfðasta á hluta i Básenda 11, þingl. eign 11 jörleifs Ilerbertssonar, fer fram efrir kröfu tijaldheimtunnar i Reykjavik, Ingólfs Hjartarsonar hdl. og Sigurðar Sigur- jónssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 26. febrúar 1981 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annaðog síðasta á hluta i Þórsgötu 15, talinni eign önnu E. Viggósdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik og Útvegsbanka tslands á eigninni sjálfri fimmtudag 26. febrúar 1981 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta i Búðargerði 8, talinni eign Þor- valdar G. Blöndal, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 26. febrúar 1981 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 58., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á Hæðargarði 5, talinni eign Erlendar H. Borgþórssonar, fer fram eftir kröfu Benedikts Sigurðssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 26. febrúar 1981 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annaðog siðasta á hluta I Vitastig 3, þingl. eign Venus hf., fer fram eftir kröfu Tollstjórans i Reykjavik, Kristins Björnssonar hdl., Útvegsbanka Islands og Gjaldheimt- unnar i Reykjavik, á eigninni sjálfri fimmtudag 26. febrúar 1981 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 61., 67. og 69. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á eigninni Markarflöt 35, Garöakaupstað, þingl. eign Péturs Ó. Þorsteinssonar,fer fram eftir kröfu Garöakaupstaðar og Ingólfs Hjartarsonar, hdl., á eigninni sjálfri föstudag 27. febrúar 1981 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Garöakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 86., 91. og 96. tbl. Lögbirtingablaös 1979 á eigninni Dalshraun 9, hluti, Hafnarfirði, þingl. eign Hilm- ars Sigurþórssonar, fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 27. febrúar 1981 kl. 14.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 34., 36. og 40. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á eigninni Arnartangi 9, Mosfellshreppi, þingl. eign Sveins Gislasonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka tslands, Sigurmars K. Albertssonar, hdl., og Skúla J. Pálmasonar hrl., á eigninni sjálfri föstudag 27. febrúar 1981 kl. 16.00. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. VÍSIR Eftir byltinguna iNicaragúa og fall Somoza-stjórnarinnar biöu menn átekta þess, hvert Sandinistar og byltingarstjórnin mundi stefna. Nú hefur komið á daginn, að þaö er æ meira til vinstri róttækni undir vaxandi áhrifum Kúbu. Vinstra jafnvægí Nicaragua Atburðir siðasta mán- aðar i E1 Salvador hafa komið Nicaragua i vanda. Sandinistar, sem nú sitja þar að völdum eftir að hafa sigrast á Somoza-einræðisstjórn- inni i borgarastriðinu fyrir tveim árum, höfðu reynt einskonar jafn- vægislist á linu með Sovétrikin og Kúbu á aðra hönd, en Bandarik- in á hina. Nú þykir orðið hallast iskyggilega á. Með þvi að reyna að gæta þess, að stjórn landsins fengi ekki of kommúniskan svip, vildu hinir nýju valdamenn gefa báðum stór-, veldunum undir fótinn, eða að minnsta kosti hvorugt styggja, og færa sér i nyt velvild þeirra og að- stoð við að byggja hið margrúna og arðrænda þjóðfélag upp að nýju. Hver moli, sem til þeirra hrökk, var vel þeginn og veitti ekki af. Víðtækara áfall En sókn skæruliða og þjóðfrels- ishreyfingarmanna i E1 Salvador i siðasta mánuði endaði ekki að- eins i afhroði fyrir stjórnarand- stæðingana i E1 Salvador, heldur setti hún jafnframt stórt strik i reikninginn fyrir Nicaragúa. Sandinistastjórnin kann að neyð- ast til að hætta sinum likindalát- um og sýna sinn rétta lit. Annað hvort draga hinn rauða sósialiska fána sinn aö hún og opinbera til fulls samstöðu sina með Kúbu og Svoétmönnum, eða veita hinum hófsamari öflum i landinu meiri áhrif og itök við stjórn landsins og stefnumótun. Um leið heyrist frá Suður-Ame- riku.að það séu ekki aðeins Sand- inistar i Nicaragua, sem vilji taka til endurskoðunar afstöðu sina til þjóðfrelsishreyfingarinnar i E1 Salvador. Stjórnir annarra ná- grannarikja eru sagðar orðnar efins i, hversu rétt sé að styðja að fullu marxistana, sem mestu ráða i þjóðfrelsishreyfingu E1 Salvador. Sérstaklega á það við um sósialdemókrata. i Costa Rica hefur flokkur sósialdemó- krata, sem er næststærsti stjórn- málaflokkurinn þar i landi (með aðeins 2 þingsætum færri en stjórnarflokkurinn) lýst þvi opin- berlega yfir, að hann muni ekki skilyrðislaust slást i lið með öðr- um sósialistum til stuðnings þeim i E1 Salvador. Guðntundur Pétursson, fréttastjóri erlendra frétta. Má segja, að þessar efasemdir sæki þvi sterkar að pólitiskum samherjum þeirra i E1 Salvador, eftir þvi sem samherjarnir búa þeim nær. Það þarf kannski ekki að undrast slikt svo mikið. Þeir sem næst búa hafa bestar upplýs- ingarnar og vita gleggst bæði að- stæður i E1 Salvador og eins um þau áhrif, sem stuðningur við annan hvorn aðilann hefur i öðr- um nágrannalöndum. Kúbanska handbragðið Það er einkum tvennt, sem vakiö hefur umhugsun i Suöur- Amerikulöndum eftir misheppn- aða byltingu vinstrimanna i E1 Salvador. I fyrsta lagi rann sóknin ekki aðeins svo til strax út i sandinn. Hún hreif ekki þjóðina með sér, eins og vænt hafði verið. Þvi spyrja nágrannarnir, hvort vinstrimenn eigi i raun svo mikil itök i alþýðunni, eins og áður var haldiö. 1 öðru lagi fullyrða Bandarikja- menn, að þeir hafi öruggar sann- anir fyrir þvi, að skæruliðarnir i E1 Salvador hafi notað kúbönsk og sovésk vopn, sem þeir hafi fengið frá Nicaragúa. Banda- rikjamenn halda þvi einnig fram, að skæruliðar E1 Salvador hafi notiö þjálfunar i Nicaragúa. Jafn- vel er þvi haldið fram, að um 200 Kúbumenn hafi barist með skæruliðum. Þessum siðustu fullyrðingum sinum hefur Bandarikjastjórn fylgt eftir meb þvi að hætta efna- hagsaðstoð sinni við Nicaragúa. Þetta blásnauða riki munar um slikan búhnykk. Um er að ræða afganginn af 75 milljóna dollara láni, sem samþykkt var i fyrra, eða 15 milljónir. Carterstjórnin hafði raunar boðið Nicaragúa i fyrra 50 milljóna dollara viðbót- arlán á árinu 1981, en það fékkst ekki samþykkt i Bandarikjaþingi. Sandinistar i Nicaragúa hafa borið af sér þessar ásakanir Bandarikjamanna um að þeir sjái skæruliðum i E1 Salvador fyrir vopnum og þjálfun. Um leið hefur þó stjórn Sandinista lagt að þjóð- frelsishreyfingunni i E1 Salvador að reyna að ná fram pólitiskri lausn á deilunum i staðinn fyrir að stefna að byltingu og hernað- arlegum sigri yfir herforingja- stjórninni, sem Bandarikjastjórn styður. Sjálfir í gierhúsí Sandinistar hafa gilda ástæðu til þess að hafa áhyggjur af mál- inu. Heima i Nicaragúa vex óhug- ur hinna hófsamari, sem unnu að byltingunni gegn Somoza-stjórn- inni, af þvi hve landið hallast æ meir til Kúbu og Sovétmanna. Þaö er sagt að um 2000 kúbanskir ráðgjafar séu nú starfandi i heil- brigðis- og skólakefi Nicaragúa og annar eins fjöldi viö herinn, landbúnaðinn og fjarskiptakerfið. Sovéskum ráðgjöfum hefur fækk- að, en þeir hafa aðallega verið við námaiönaðinn og skógarhöggið. — Sandinistum er ljóst, að þjálfun skæruliðasveita er leikur, sem fleiri geta leikið, og gangi þeir of langt, mundu nágrannar þeirra alveg eins geta veitt stjórnarand- stöðu i Nicaragúa slika aðstoð. Meö tilkomu Reagansstjórnar- innar i Washington, sem boðar harðari stefnu gegn útþenslu kommúnismans, þykir ekki lik- legt, að stórveldið i norðri muni liða Kúbumönnum, málaliðum Moskvu, að vaða uppi i Suður- Ameriku með sambærilegum hætti og þeir hafa gert i Afriku. Enda ólikt hægara við að bregða svo að segja rétt við bæjardyrnar, heldur en i hinni fjarlægu Afriku. Sandinistar sitja ekki of tryggir i valdastólunum og mega vel ugga að sér, ef þeir fá ekki bætt ástandið i efnahagsmálunum. Og það verður ekki auðveldara við þab að missa til frambúðar efna- hagsaðstoð Bandarikjanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.