Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 15
VÍSIR Þriöjudagur 24. febrúar 1981 Þriöjudagur 24. febrúar 1981 15 vísm NJARBVlKIHGAR ISLANDSMEiSTARAR I KðRFUKNATTLEIK Ungir piltar úr UMFN gengu framfyrir „goöin sfn” og óskuöu þeim til hamingju meö titilinn. Danny Shouse, hress og kátur, i hópi aödáenda á „sigurhátföinni” I Stapa. Leikmenn UMFN hlaupa heiöurshring I „Gryfjunni”, hlaönir blómum. t Stapanum dunaöi dansinn og þar stigu leikmenn UMFN um f jalir eins og „Travoltar vestursins”. tslandsmeistarar Njarövikur i körfuknattleik 1981, ásamt liösstjórum, stjórnarmönnum og Boga Þorsteinssyni, formanni feiagsins, sem er lengst til hægri i aftari röö. Gunnar „gamli” Þorvaröarson hampar tslandsbikarnum fyrir framan trygga stuðningsmenn i Friöbiófur oe Kristíán. „Gryfjunni”. — Visismyndir: „Svarta perlan”, Danny Shouse, hefur veriö stórkostlegur liösmaöur UMFN i vetur. Hér er hann meö tslandsbikarinn og tekur viö ham- ingjuóskum formanns Körfuknattleikssambandsins. .Ljónagryf jan” var þéttsetin aö venju og fögnuður mikill þar á bekkjum, er verölaunin voru ...loksins, eftir öll þessiár.... — Gunnar Þorvaröarson hefur loksins hönd á tslandsbikarnum, sem hann veitir viötöku úr hendi Stefáns Ingólfssonar, formanns Körfuknattleikssambands lslands. — Visismyndir: Friöþjófur og Kristján. „Ljónagryfjan nötraði af fagnaðarlátum tþróttahús Njarðvikur hefur undanfarin ár gengið undir nafn- inu „Ljónagryfjan” og er ekki erfitt að imynda sér ástæðuna. Ahorfendur þar þykja einhverjir hinir hörðustu og hávaða- sömustu, sem þekkjast hér á lan^i, og aldrei eru þeir jafn-kátir og háværir og þegar körfuknatt- leikslið félagsins er þar að sauma að andstæöingum sinum. Flestir körfuboltamenn okkar óttast þaö öðru fremur að mæta til leiks i „Ljónagryfjuna”, og þar hafa þeir reyndar verið teknir ómjúkum tökum i vetur. Hinn langþráði draumur UMFN um tslandsmeistaratitil- inn suöur með sjó, hefur nefnilega ræstst. Körfuknattleikslið félags- ins sigraði með miklum yfirburð- um i úrvalsdeildinni i vetur, haföi reyndar tryggt sér titilinn löngu áöur en keppninni lauk, og er eng- in spurning um það, að þangað átti hann að fara. S.í. föstudagskvöld lék UMFN siðasta leik sinn i úrvalsdeildinni að þessu sinni, og voru and- stæðingarnir lið Ármanns, sem þegar var fallið i 1. deild eftir árs- veru i úrvalsdeildinni. Aöeins var formsatriði að ljúka þessum leik, en eins og venjulega troðfylltu á- horfendur „Ljónagryfjuna” og hvöttu sina menn, sem unnu að sjálfsögðu stórsigur. Loksins! Og svo var komið að þeirri stund, sem margir Njarðvikingar hafa beðið spenntir eftir árum saman, að lslandsbikarinn væri afhentur þeirra mönnum i hend- ur. Það gerði Stefán Ingólfsson, formaður Körfuknattleikssam- bands Islands, i leikslok viö gifur- leg fagnaðarlæti og það var „nestor” liðsins, Gunnar Þor- varðarson, sem veitti honum viðtöku, leikmaður sem hefur um árabil staðið i fremstu eldlinu islenskra körfuknattleiksmanna, Texti: Gylfi Kristjánsson en aldrei fengið tækifæri áður til að gleðjast yfir íslandsmeistara- titli. Sumir táruðust Svo alvarlega taka Njarðvik- ingar þessa iþrótt, að við verð- launaafhendinguna sáust tár viða renna úr augum manna og kvenna, og voru þar ósvikin gleði- tárá ferðinni. Sungið var og trall- að á áhorfendapöllunum og leik- mennirnir kysstir og knúsaðir inni á gólfinu á eftir. Svo i Stapann Eftir að iþróttafélaginu höfðu verið afhentar ýmsar gjafir, var haldið i samkomuhúsið Stapann, þarsem tekið var til við framhald sigurlátanna, og var ekkert gefið eftir. Þar skáluðu menn i góðum veigum og fögnuðu langþráðu takmarki. Islandsbikarinn var loksins kominn til Njarðvikur, þessi langþráði gripur, sem leik- menn félagsins hafa svo oft áður verið nálægt þvi að hreppa, en ekki tekist fyrr en nú. — gk-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.