Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 28
veOurspá Veðurhorfur: Biíist er við stormi á Vest- fjarðamiðum, NorðurdjUpi og Suð-vesturdjUpi. Um þrjU hundruð kildmetra vestur af Reykjanesi er nær kyrrstæð 975 millibara lægð, en þúsund og fjörutiu millibara hæð yfir Norður-Grænlandi. Hiti breyt- ist litið. Veðurhorfur næsta sólar- hring: Suðurland til Breiðafjarðar: Sunnan og suðaustan kaldi eða stinningskaldi meö allhvöss- um éljum. Vestfiröir: Norðaustanátt, stinningskaldi og él til lands- ins, en stormur eða rok og snjókoma á djúpmiðum. Strandir og Norðurland vestra: Sunnan kaldi og dálitil él til landsins, en hvass austan snjókoma á djúpmiðum. Norðurland eystra: Suð- austan kaldi og bjart með köflum til landsins, en all- hvass austan eða suðaustan og él á miðum. Austui'land að Glettingi og Austfirðir: Allhvass og sum- staöar hvass suðaustan, skúr- ir — einkum á miðum og við ströndina. Suðausturland og suð- austurmiö: Sunnan kaldi eða stinningskaldi með allhvöss- um skUrum eöa slydduéljum. VeöPiö hér 09 har i morgun klukkan 6: Akureyri léttskýjaö 0, Bergen alskýjað +4, Helsinki snjó- koma -5-5, Kaupmannahöfn snjókoma -j-1, Osló snjókoma + 3, Reykjavík haglél -5-2, Stokkhólmur þokumóða -5-1, Þórshöfn alskýjað 4. Klukkan átján i gær: Aþena alskýjað 10, Berlín snjókoma -s-l, Chicagóalskýj- að 2, Feneyjar þokumóða 4, Frankfurt mistur -5-1, Nuuk léttskýjað -5-14, Londonmistur 2, Luxemburg þokumóða +3, Las Palmas skýjað 18, Mall- orcaskýjað 10, Montreal skýj- að 12, New York alskýjað 7, París slydda 1, Róm þoku- móða 10, Malagaléttskýjað 14, Vfn þokumóða 2, VVinnipeg léttskýjað 4. Loki segir Timinn hefur undanfarið vak- iö rækilega athygli á samspili Morgunblaðsins og Þjóðvilj- ans i bókmenntamálum þjóðarinnar. Þetta hefur leitt af sér hiö mesta Fjaðrafok! AOalfundur Flugleiöa hafnaOi tillögu um bráOabirgOaaOild ríkisins aO stjðrnínni: AHGI AF GAMALLI VALDABARATTU ,,Hér er um að ræða hvimleiða valdabar- áttu innan Flugleiða, sem setur óþarfa strik i reikninginn”, sagði einn áhrifamaður hjá Flugleiðum i samtali við Visi i morgun. BUist hafði verið við þvl, að samþykkt yrði gerð á fundinum i samræmi viö þaö samkomu- lag, sem félagið hafði gert við rikisstjórnina. Var þar um að ræða fjölgun fulltrUa stjórn- valda i stjórn fyrirtækisins um tvo. Milla Thorsteinsson var sU eina, sem mótmælti þessu sam- komulagi á fundinum og vildi ef fulltrUum rikisins yrði fjölgað, þá fækkaði öðrum stjórnar- mönnum að sama skapi. Ekki liggurljóst fyrir hvernig rikisstjórnin muni bregðast við, en forsenda rikisábyrgðarinnar var, að fjölgun I stjórn ætti sér stað. Reiknað hefur verið með, að fulltrUar stjórnarinnar yrðu LUðvik Jósefsson og Guðmund- ur G. Þórarinsson. Litlar umræður urðu á fundin- um i gær, nema hvað Milla Thorsteinsson gagnrýndi hlut Eimskips i fyrirtækinu, en hann er nU um 20% af hlutafé. Óttar Möller svaraöi þeirri gagnrýni. Hjörleifur, togari Bæjarútgerðar Reykjavikur, landaði I Reykjavikurhöfn i morgun. Aflabrögö BÚR-togaranna hafa veriö sæmileg á þessu ári, og er Snorri Sturluson þeirra aflahæstur með 840 tonn. Auk Hjörleifs, sem landar i dag, er Jón Baldvinsson væntanlegur til hafnar idag. Visismynd: GVA Undirmenn á farskipum: Slltnaði upp úr viDræöum (nötl Um eittleytiö i nótt slitnaöi upp úr samningaviöræðum undir- manna á farskipum og við- semjenda þeirra. Ilöfðu deiluað- ilar þá setið linnulaust á fundi frá kl. 2 á sunnudag. 1 gær var lögð fram sáttatillaga I deilunni, en samninganefnd undirmanna þótti hUn „gjörsam- lega óaðgengileg”, eins og einn þeirra komst að orði við Visi i morgun.Héldu deiluaðilar báðir f'ast viösitt, þar til upp Ur slitnaði Hafði annar fundur ekki verið boöaður, þegar blaöiö fór i.prent- un. Verkfall undirmanna hófst þvi á miðnætti i nótt, en ekki fyrri- nótt, eins og missagt var i Visi i gær. Hefur eitt skip, þ.e. Goða- foss, stöðvast af völdum þessjgs Tilraun til aö ná Heimaey út í morgun Um klukkan tiu i morgun átti að gera tilraun til þess aö ná Heima- ey af strandstað á Þykkvabæjar- fjöru, en i gær hafði tekist að snúa bátnum rétt og þoka honum um fimmtiu metra i átt að sjónum. Sjópróf i málinu verða haldin strax og skipstjóri Heimaeyjar, og aðrir sem málinu tengjast, geta komið til Vestmannaeyja, en þeir vinna nU að björgun bátsins. —P.M. Komust ekkl inn í Sígtún - hráll lyrlr lllraun með logsuáutæklum Tveir fjórtán ára piltar voru staðnir að verki við skemmtistað- inn SigtUn i gærkvöldi, þar sem þeir voru við þá iðju að logsjóöa sig I gegnum bakhurð skemmti- staðarins. Lögreglumaður átti leið fram- hjá og greip piltana glóðvolga, sem mistókst þar með ætlunar- verk sitt. Þetta mun hafa verið eina leiðin fyrir þá til þess að komast inn, þar sem þeir voru langt undir lögaldri. —AS. Bílaáhugamaöur í innbrotsferð Þrir staðir i Kópavogi uröu bráð innbrotsþjófa i nótt. Brotist var inn i bifreiðaverk- stæði við Smiðjuveginn og stolið þaðan bil. Billinn fannst um klukkan 6 i morgun við Kópa- vogslækinn, en þá var þjófurinn á bak og burt. Þá var brotist inn i Fiatumboð- ið við Smiðjuveg, en Rannsóknar- lögreglunni var ekki kunnugt um tjón i morgun. Skódaumboðið Jöf- ur varð siðan næsti áfangastaður innbrotsþjófa. Þar var stolið skiptimynt, sem mun ekki hafa verið til i miklu magni. —AS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.