Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 24. febrúar 1981 vism Sigurður DemetzFranzson söngvari, söngkennari og leiðsögumaður er einnig á heimavelli I eldhúsinu slnu I Breiðholtinu. Um leiö og krydd- kornin falla i Minestronesúpuna og GuIIashið, fuku hæstu tónar arlunnar sem hannsöng yfir pottunum, út um eldhúsgluggann. Askorandi siðustu viku, Hrafnhildur Helgadóttir.meinatæknir er á litlu innfelldu myndinni. Vísismynd/GVA i ASKORANIR UM ! UPPSKRIFTIR ■ Góa er gengin i garð, og Sigurður Demetz Franzson með suðrænar , mataruppskriftir. Hrafnhildur Helgadóttir, meinatæknir á Landakotsspit- I ala og fyrrverandi hótelstjóri, áskorandi siðustu viku, skoraði á söngkenn- | arann og leiðsögumanninn Sigurð Demetz og hér er hann mættur. ttalska | grænmetissúpan Minestrone er heimsfræg, óhætt að setja súpuna I sama . sæti og spaghetti á frægðarlistanum. Þvi ætti okkur að vera mikill fengur I I tilsögn Sigurðar við þennan þjóðarrétt ítala. Gúllasch er réttur sem breytir | um svip eftir Jöndum og þjóðum, Sigurður mun rekja gúllashuppskrift slna | til Tyrol... Næsti áskorandi, Walter Ferúa Jónsson,sem býr vestur á Seltjarnarnesi, undirbýr góða uppskrift fyrir þriðjudaginn þriðja mars, sem mun vist vera | sprengidagur okkar íslendinga. MINESTRONE ítölsk grænmetissúpa Þeir sem eitthvað þekkja til á Italiu eða hafa heyrt af matar- gerð i þvi landi, kannast eflaust við MINESTRONE. Nú langar mig til að segja ykkur hvernig ég bý þessa ljúffengu súpu til, og hvað á að setja i hana: Við getum notað allar fáan- legar grænmetistegundir, sem dæmi get ég nefnt gulrætur, ag- úrkur, púrrur, lauk, blómkál, hvitkál, selleri, tómata, kartöfl- ur, nýja papriku, hvitar baunir og fleira og fleira. Með græn- metinu þurfum við salt, pipar og súputeninga (Honig), Bertolli olivuoliu eða Mazzola mataroliu, italian seasoning og litlar Maccaroni. Þá er komið að þvi að búa til grænmetissúpuna: Hvitar baunir fást i verslun N.L.F.I., þær verðum við að láta liggja i köldu vatni i einn sólarhring. I vantið með baununum á að setja örlitinn matarsóda. Allt hitt grænmetið, sem við höfum við hendina, skerum við niður og látum úti þrjá litra af köidu vatni, og látum suðuna koma upp. Óg þegar farið er að sjóða i öllu saman, setjum við baunirnar úti. Eftir að baunirnar eru komnar saman við, látum við suðuna koma upp aftur, minnk- um þá hitann og látum súpuna malla við hægan hita i tvær klukkustundir. Hrærum vel i öðru hverju og setjum litlar —ÞG maccaroni i súpuna 10 minút- um áður en suðu lýkur. Þið kryddið bara eftir smekk. Þegar súpan er vel soðin eftir tvær klukkustundir veiðum við kartöflurnar upp úr. Við stöpp- um kartöflurnar vel i mauk og setjum þærsiðanaftur i súpuna. Þegar súpan er borin fram, má setja rifinn ost yfir hvern disk ef vill. GÚLLASCH FRÁ TÝROL 1 kg nauta- kálfa- eða folalda- kjöt 1/2 dós af heilum niðurskoðnum tómötum (Cirio) 65 g tómatpureé (Cirio) 2/4 kg lauk 100 g smjör 50 g olivuolia (Bertolii) eða matarolia Mazzola rauð paprika pipar, salt rauðvin (Chianti Antinori eða Ruffino) Fyrst hitum við smjör og oliu i potti. Setjum finskorinn lauk úti, látum hann gulna (ekki brún- ast). Þá setjum við kjötið úti, (kjötið skorið i hæfilega bita). Kryddið með papriku, pipar og salti. Við látum þetta krauma smástund, svo að kjötið „drekki” vel i sig lauk og kryddbragðið. Svo látum við heila tómatana úti og tómat- kraftinn (purré). Hellum 1 1/2 glasi af þurru rauðvini (Chianti Antinori eða Ruffino) yfir allt. Bætum við 1 glasi af heitu vatni. Látum suðuna koma upp og siðan minnkum hitann á minnsta straum og látum krauma i 2-3 klukkustundir i pottinum. Gott, þétt lok verður að vera á pottinum. Ámeðan þetta mallar verðum við að fylgjast vel með og hræra stöku sinnum i. Týrol-gullasch borð- um við svo með soðnum kartöfl- um eða hrisgrjónum. Skálum svo með afganginum af rauðvininu. Það siðasta. sem mér ber að gera i þessari áskorun er að skora á arftaka fyrir næstkom- andi þriðjudag. Fyrir valinu verður Walter Ferúa Jónsson, sem fæddur er i sama landi og ég, ítaliu, en er nú búsettur á litla lága nesinu, sem þið kallið Seltjarnarnes. A meðan sauö i pottunum, sett- ist Sigurður Demetz inni stofu, tók gitarinn i fangiö, og stillti saman strengi og rödd. „A von a Uvi aO frumvarp tll barna- laga verðl sampykkl innan mánaðar” - sagðl Jósef H. Þorgelrsson alpingismaður ,,Ég á fastlega von á þvl að þetta frumvarp verði afgreitt I neðri deild I þessari viku,” sagði Jósef H. Þorgeirs- son alþingismaður I við- tali við VIsi, er hann var spurður um hið nýja frumvarp til barnalaga. Jósef er einn nefndar- manna er sæti átti i als- herjarnefiid sem f jallaði um frumvarpið og nýlega hefur skilað breytingartillögum. „Breytingartillögurnar hafa verið samþykktar. Þegar frum- varpið verður afgreitt hér i neðri deild, fer það til efri deildar. Þar verður það að sjálfsögðu skoðað vel, en ef að likum lætur verður þetta afgreitt innan mánaðar. Ég hef ekki heyrt um neinn ágreining um þetta frumvarp, enginn and- stæðingur þess hefur enn kvatt sér hljdðs”, sagði Jósef. Breytingatillögurnar við frum- varpið til barnalaga voru flestar i samræmi við nýju trygginga- lögin. En ein breytingartillaga varöandi framfærsluskyldu barna hefur breyst i meðförum allsherjarnefndar á þessa leið. Hér er um 17. gr. að ræða sem hljóðar svo: Framfærsluskyldu lýkur, er barn verður 18 ára. Skyldu til greiðslu meðlags lýkur fyrir þann tima, ef barn giftist, nema valds- maður ákveði annað. Framlag til menntunar eða starfsþjalfunar barns er heimilt að ákveða allt til þess að bam nær 24 ára aldri. — Breytingartillaga nefndarinnar við 17. gr. — 1 stað orðanna ,,er barn nær 24 ára aldri” komi orðin” er barn nær 20 ára aldri. — Jósef H. Þorgeirsson alþingis- maður var spurður hvað lægi að baki þessarar breytingartiliögu. „Hugsunin að baki þessarar 17. greinar frumvarpsins, er sú aö þegar barn hefur náð tvitugs- aldri, og er enn i námi, mun það eiga kost á námsláni. Með þetta i huga var aldurstakmark lækkað úr 24 ára aldri i 20 ára aldur. Þetta frumvarp hefur nú verið nokkuð lengihériþinginu, en eins og ég sagði fyrr, vona ég að það hljóti endanlega afgreiðslu innan tiðar. En það ber að athuga að verði frumvarpið samþykkt nú, taka bamalögin samt ekki gildi fyrr en 1. janúar 1982”, sagði alþingismaðurinn Jósef H. Þor- geirsson. —ÞG Umsjón: Þórunn Gestsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.