Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 24. febrúar 1981 vtsnt Nokkrir af aðstandendum „Konu”, leikararnir Guðrún Gisladóttir, Guðrún Ásmundsdóttir (leikstjóri) Sólveig Hauksdóttir og Edda Hólm. 1| L jHr W / f. „ÞARF ÉG AÐ SEGJA MEIRA HERRA G.H. TRYGGVASON?” J.H.J. skrifar: Ég þykist geta nærri um það hver G. H. Tryggvason er, eftir að hafa lesið siðustu svivirðingar hans um okkur kattaeigendur. Aðeins einn slikur maður er til, svo mér sé kunnugt um þótt ekki viti ég fyrir hvað H. stendur i nafni hans. Þér, G. H. Tryggvason væri nær að hugsa um þitt eigið heim- ili, og aldrei hef ég séð jafn illa farið með páfagauka og einmitt hjá þér. Þar sem þú veist vist vel hvað ég á við, vil ég aðeins bæta einu við, lesendum Visis til glöggvunar. Hver var það sem óð yfir garð- inn hjá mér i snjókrapinu fyrir viku siðan? Skyldi það hafa verið G. H. Tryggvason? Ó, jú, sá var maðurinn, úlpuklæddur og ein- kennilegur i hegðan. Ég held þú ættir að hætta þessum illu skrif- um um ketti áður en við upplýs- um hvað þú gerir þér til dundurs. Þarf ég að segja meira Herra G. H. Tryggvason? Vonandi ekki fyrir þina hönd. ATHYGUSVERT FRAMLAG DARIO FO OG ALÞÝÐULEIKHÚSSINS TIL JAFNRÉTTIS KYNJANNA Magnús ólafsson Hafnarfirði skrifar: Það er ekki ofsögum sagt aö leikhúsgestir séu i vandræöum þegar þeir fletta dagblöðunum þessa dagana til að velja sér leik- sýningu, svona eina kvöldstund frá amstri dagsins. Annað eins framboð á góöum leiksýningum og nú er á Reykjavikursvæðinu muna menn ekki, sem fylgst hafa meö leiklist I gegnum árin. Mig langar samt aö vekja at- hygli á einni leiksýningu sem Al- þýöuleikhúsið býöur uppá þessa dagana i nýju húsnæði, þ.e. Hafnarbiói, en þangað hefur Al- þýðuleikhúsið flutt starfsemi sina. Þaö er leikritiö „KONA” eftir hiö fræga og vinsæla leik- ritaskáld Daria Fo. Þessi leiksýning er stórkostlega framreidd aT hálfu þeirra, sem að henni standa. Dario Fo skrifaði þetta leikrit ásamt eiginkonu sinni Franca Fame sem fram- lag til eflingar jafnréttis kynj- anna. Verk þetta hefur farið sigurför um alla Evrópu, með Franca Rame, en verk þetta var skrifað sérstaklega fyrir hana, sem leikkonu. Þessi sýning Alþýðuleikhússins er með því besta sem leikhúsið hefur boriö fram. Aö ógleymdum leiktjöldum, leikurum og leikhljóðum, sem eru I sýningunni, er leikstjórn Guö- rúnar Asmundsdóttur þaö besta sem hún hefur gert til þessa. ■ ■ J.H. J.telursignúvitahverG.H. Tryggvasoner Allt i grænum sjo Hafsteinn Blandon véla- verkfræðingur skrifar: Þegar undirritaður leit sem snöggvast inn á fyrirlestur um stjórnbúnað hitakerfa, sem hald- inn var á námskeiði i húsakynn- um Byggingaþjónustunnar i Reykjavik nýlega, var varpað á tjald mynd af tengingu húskerfis við hitaveitu undir stórletraöri fy-rirsögn „Allt i grænum sjó.” A myndinni var sýnd notkun þrýstiminnkra sem stjórntækis fyrir ofnakerfi með sjálfvirkum ofnlokum. Taldi fyrirlesarinn, einn af sölumönnum Danfoss- umboðsins á Islandi, að þrýsti- minnkari væri allsendis óhæfur til stýringar á slikum kerfum og að „allt yröi i grænum sjó” i hita- kerfinu ef ekki væri notaður þi^stijafnari, sem er mun dýrara stjórntæki en þrýstiminnkarinn. Námskeiðið um stýringu hita- kerfa hefur veriö haldið viða um land undanfarið og ofangreindar fullyröingar þvi náð eyrum margra, sem sjá um tengingar á hitakerfum. Hef ég þvi tekiö sam- an nokkra mola um þessi mál áhugamönnum tl fróðleiks. Þegar sjálfvirkir ofnlokar eru notaðir á hitakerfi, er nauðsyn- legt aö mismunaþrýstingi yfir kerfið sé ætið haldið innan hæfi- legra marka. Þegar valin eru stjórntæki til þess að halda mis- munaþrýstingnum hæfilegum er rétt að gera sér grein fyrir þvi, aö hitakerfi tengd fjarvarmavitum eru tvenns konar aö gerð. Tvöfalt kerfi er það nefnt, þegar afrennslisvatnið frá hita- kerfinu fer til blöndunar- eða kyndistöðvar. 1 sliku kerfi geta orðið sveiflur bæði á inntaks- þrýstingi og bakþrýstingi kerfis- iiis og þvi nauðsynlegt að nota þrýstijafnara til stýringar Einfalt kerfi er þaö hins vegar nefnt, þegar afrennslisvatnið frá hitakerfinu er látið renna i skolplögn. Slik kerfi eru mjög algeng hérlendis á stöðum sem njóta jarðvarmaveitu. Venja er að setja svokallaðan slaufuloka á afrennsli einfalds kerfis til að halda uppi bakþrýstingi. Með þvi að nota þrýstiminnkara með inn- byggðri þrýstijöfnun, sem vinn- ur óháð sveiflum á inntaksþrýst- ingi, er auðvelt að halda mis- munaþrýstingi innan hæfilegra marka i slíku kerfi. Miklum fjármunum er varið ár hvert i uppbyggingu fjarvarma- veitna. Full ástæða er til aö hvetja húseigendur og aðra sem fyrirhuga tengingar við hitaveitu að kynna sér vel hvers eðlis hita- kerfið er svo velja megi hagkvæmustu stjórntæki i hverju tilfelli. Reykjavik 19. febrúar Þegar hafa tveir fylltrúar „margra” haft samband við lesendasiðuna og óskaðeftir þviað Bubbi og Utangarðsmenn komi á sjónvarpsskerm- inn. Um hltaveltutengíngar: BUBBA A SKERMINN Þórir Björnsson hringdi: Ég vildi koma þvi á framfæri á- samt fjölmörgum unglingum að viö tökum undir orö Björns Hall- dórssonar sem skrifaöi að i söngvakeppnina vanti Bubba Morthens.og við viljum eindregið fá hann á skerminn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.