Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 13

Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 24. febrúar 1981 Kynsjúkdómatilfellum fjölgar ört: Breyn kyn- lifshegðan helsta skýrlngin Samkvæmt upplýsingum landlæknisembættisins hefur kynsjúkadómatilfellum á fslandi fjölgað gifurlega á siðasta áratug og er nú nýgengi lekandasjúkdómsins hér svipað og á hinum Norðurlöndunum. Þetta kom fram á fundi heilbrigðisyfirvalda með blaðamönnum, en fljótlega fer af stað kynningar- starfsemi i skólum, á vinnustöðum og i fjölmiðlum á þáttum varðandi hina auknu tiðni kynsjúkdóma. Af töflu um tiðni kynsjúkdóma á fslandi má sjá, að kynsjúkdómar eru tiðastir hjá fólki á aldrinum 15—24 ára, en aldurinn allt til 34 ára er einnig nokk- uð gjarn á að fá sýkingu. Þannig voru um 510 tilfelli hjá þessum aldurshópum árið 1977, af 531 tilfellum alls. 1 töflunni kemur einnig fram, að ekki eru það lengur sjómenn, sem helst bera kynsjúkdóma. Stærsti hópurinn eru námsmenn, og eru lekandatilfelli i þeim hópi 32,6% tilvika. Þá kemur verka- fólk með 18,7%, en sjómenn og opinberir starfsmenn hafa svipað hlutfall sýkingartilfella. Hér ber þó að athuga, að tilfelli hvers hóps eru hvergi yfir 100, svo að prósentumælingin er einungis til grófs samanburðar. Lekandasýk- ing virðist ekki vera bundin stétt- um. Taflan, sem dregin hefur verið um lekandatilfelli, nær frá árun- um 1955 til 1979 en frá 1959 er Island á mikilli sókn upp á við og meðal annars komið upp fyrir menningarlöndin Bretland, Finnland, Kanada Danmörku og Pólland. Ofar standa Bandarikin og Sviþjóð. Á fundi með blaðamönnum voru mættir m.a. sérfræðingar i kynsjúkdómum, en samkvæmt mati þeirra var hægt að benda á fá dæmi, sem augljóslega væru orsakavaldar i aukinni sýkingu, nema ef vera kynni breytt kynlifshegðun fólks, samfara aukinni notkun pillunnar, sem getnaðarvarna i stað smokksins, sem er ein besta vörnin i þessum efnum fyrir karla og konur. Aukning lekanda i Norður-Evrópu og Bandarikjun- um hefur helst verið skýrð með tiðari skiptum á rekkjunaut, auknum fólksflutningum almennt, auknu viðnámi lekanda- bakteriunnar gegn sýklalyfjum, minnkandi notkun smokks, hettu-krema og aukinni notkun annarra getnaðarvarna. 1 Sviþjóð hefur náðst að minnka sýkingar- tilfelli mjög og það þakka menn helst aukinni sölu smokka úr 35 milljónum i 50 milljónir á ári, betra eftirliti, færri rekkjunaut- um á hvern sýktan og auknum vilja til að leita meðferðar vegna hentugri lyfja. Heilbrigðisyfirvöld hafa i sam- ráði við skólalækni , heilbrigðis- stéttir um allt land og læknanema ákveðið að hefja kynningu á þessu mikla vandamáli, sem kynsjúkdómar eru og þeim mörgu hættum, er þeir geta skap- að varðandi heilsu fólks og fósturs þeirrar konu er ber sjúkdóminn. Þar verður sérstök áhersla lögð á einkenni sjúkdómsins og notkun gúmmiverja, auk almennrar kynningar á vandamálinu i máli og myndum. Þótt kynsjúkdómatilfelli hér séu á.hátindi 1978, ber þó að nefna, að samkvæmt upplýsing- um Hannesar Þ. Þórarinssonar kynsjúkdómasérfræðings virðist tiðni þessara sjúkdóma vera aðeins á niðurleið frá 1978. ‘.5 56 5? 60 01 M ' €5 6é 07 «8 03 70 7! 72 73 74 75 76 Á töflu þessari um tlöni lekandatilfeila á hverja 100 þúsund ibúa má sjá, hvernig tsland hefur komið upp meðal menningarþjóða frá þvi að vera með iægstu tiðni tilfelia. Nú eru aðeins Sviþjóð og Bandarikin með hærritlðni. VtSIR OHIOINAL HuscHam Stærstu framleiðendur heims á baðkiefum og baðhurðum allskonar Gódir greidsluskilmálar • Upplýsingar: Byggingarþjónustan lönaðarmannahúsiö v/ Hallveigarstig. og Söluumboóinu: Kr. Þorvaldsson Et Co. Grettisgötu 6. Simar 24478 & 24730 kv,k^Saðk> er komföjrt Fœst í öllum kvikmyndahúsum borgarinnor bókobúðum og sjoppum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.