Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 24. febrúar 1981 27 VÍSIR AF HVERJU AUMINGJA JENS? Aumingja Jens Höfundur: Liney Jóhannesdóttir. Útgefandi: Mái og Menning, Reykjavík 1980. Bdkin um aumingja Jens er ekki öll þar sem hún er séö. Þaö sem kemur lesandanum trúlega fyrst á óvart er, aö bókin fjallar ekki nema aö litlu leyti um Jeijs, heldur um konuna hans, sauma- konuna Rósu Mariu. Viö upphaf bókarinnar er Rósa Maria oröin miöaldra og börnin flogin úr hreiörinu. Maöurinn hennar, hann aumingja Jens, sem einu sinni var lofandi listamaöur hefur enn ekki uppfyllt þær vonir, sem viö hann voru bundnar. Eiginlega erRósa Marf a ekki nein venjuleg saumakona. Einnig hún er lista- maður, sem ætlaöi aö sauma á meðan hann (Jens) var að vinna sig upp. Þá gæti hún helgað sig vefnaðinum i framtiðinni.” (bls. 87) Það hefur sem sagt teygst á árununum, sem hann Jens var að vinna sig upp. Allar persónur bókarinnar tengjast Rósu Mariu á einhvern hátt. Ber þá fyrst aö nefna grann- ana, æskuvininn Kristján og móöur hans Þóru. Þóra er nú orð- in gömul og södd lifdaga. Hún hafði liösinnt Rósu Mariu i upp- vextinum og nú vill Rósa Maria endurgjalda henni hjálpsemina. Við fáum einnig aö kynnast Mörtu, sem á vissan hatt er and- stæða Rósu Mariu. Hún er gift Gesti, sem er vinur og tryggur aödáandi Jens frá námsárunum. Hlutverk Mörtu viröist vera aö standa viö hlið mannsins sins, en ekki á bak viö hann eins og Rósa Maria hefur kosið sér. Megnið af bókinni er sagt frá sjónarhóli Rósu Marij, en við þaö bætist sjónarhorn þriggja annarra per- sóna, þeirra Mörtu, Jens og dótt- urinnar Bjargar. Sjónarhorn þessara fjögurra persóna er ekki eitt og hið sama, enda verður sýn þeirra ólik. Endanlega veröur það lesandans að túlka og taka af- stöðu til veigamikilla þátta varð- andi persónur og framvindu sög- unnar. Sagan hefur raunsæislegt yfir- bragö og þvi ekkert eölilegra fyrir lesandann aö leitast viö að finna henni fastan stað i tima og rúmi, en það varö mér þrautinni þyngri. 011 umhverfislýsing minnir mig á kaupstaö um eða eftir striö. Löng saga tengir fókiö, sem býr viö götuna hennar Rósu Mariu, sterkum böndum, og þaö lætur sig varöa hag grannans meira en ég þekki dæmi um úr Reykjavik nútimans. Sömu sögu er að segja, þegar vikið er að kjólasaum Rósu Mariu, þær regl- ur sem gilda i viöskiptalifi og tiskuheimi bókarinnar, eru ekki lengur viö liöi. Frá hendi höf- undar bendir ýmislegt til aö sög- unni sé ætlaö aö gerast I Reykja- vik nú á dögum. Til þess bendir m.a. aö talaö er um hávaöa stór- borgar og aöalpersónurnar kynn- ast á námsárum slnum erlendis eftir striö. Til þess bendir einnig lýsingin á Björgu, sem gengur um á gallabuxum og hefur fest kaup á bil. Nei, allar tilraunir til aö lesa þessa bók sem raunsæislega skáldsögu eru unnar fyrir gýg. En ef raunsæiö er látið lönd og leiö birtist okkur saga, sem er meir I ætt við þjóösögn eöa dæmisögu en nokkuö annaö. Kjarni þeirrar sögu, eru örlög Rósu Mariu, sem gefur list sina upp á bátinn til að gefa mannin- um sinum, honum aumingja Jens, tækifæri til aö ástunda sina list. Jens reynist ekki verðugur þessarar fórnar, þvi hann vantar þann neista, sem þarf til aö skapa listaverk. Og þaö sem verra er, honum tekst að blekkja bæöi sjálfan sig og aðra, hvað þetta varðar og tekur aldrei ábyrgð á eigin lifi. Þannig veröur lif hans marklaust. t bókarlok opnast augu Rósu Mariu fyrir þvi að hún hefur verið blekkt, eða var hún blekkt? Þannig er viðbrögðum hennar lýst, þegar hún i fyrsta skipti sér vinnustofu mannsins sins. „Alls konar óskapnaðir blasa við. Þetta eru ofsjónir, hugsar hún og litur út. Þústirnar standa á sinum stað og eru næst- um vingjarnlegar i ljósinu að innan. Rósa Maria snýr sér hægt við og horfist nú i augu við raun- veruleikann. Þarna voru þá stór- kostlegu hugmyndirnar, sem hann fékk hana til að trúa á og sjá fyrir hugskotssjónum sinum. Hún skilur ekki til fulls fyrir hvað hún hefur unnið og þrælað. Svo fer hún að leita i hverri mynd fyrir sig. En það er erfitt að skyggnast um eftir þvi sem gerist í hugum manna. Loksins sér hún þrjú barnshöfuð uppi á hillu. Þau eru öll af Davið. Hún tekur þau niður eitt af öðru og horfir lengi á þau. Og þá loksins finnur hún eitthvað af þvi, sem húh leitar að. Rósa Maria er i köldu jafnvægi þegar hún kemur inn og fer beina leið i rúmiö,” (bls. 118). Þegar þetta gerist á Rósa Maria ekki langt eftir. Viö lestur þessarar kunnuglegu sögu um eiginkonuna, sem fórnarslnu lifs- takmarki fyrir manninn sinn, vaknaöi sú spurning, hvort eitt- hvað væri til sem réttlætt gæti sllka fórn. Heföi lif Rósu Mariu veriö stórum betra.ef Jens heföi haft neistann? Og þá erum viö komin á slóöir jafnréttisbaráttu. Er ekki öllum rétt og skylt aö lifa sinu lifi, en ekki annarra? Þessu verður hver aö svara fyrir sig. Höfundur bókarinnar lætur les- andanum eftir aö svara. Höfundur hefur valið sér knappan stil og frásagnarmátinn er sá, að fleira er gefiö i skyn en þaö sem sagt er beinum orðum. Eins og áöur var vikiö aö, er þaö þvi æriö oft lesandans að ráöa I og túlka. Spurningar vakna og það er ekki alltaf sem svör finnast við þeim á siöum bókarinnar. Eftir lesturinn leið mér sem ég heföi dvalið dægurlangt eöa svo meö bláókunnugu fólki, sem ég ætti ekki eftir aö hitta meir. Ég býst við aö margir þekki þær blöndnu tilfinningar sem fylgja slikum aö- stæðum. Andrúmsloftið er hálf- vandræðalegt. Þaö sem gesturinn fær aö vita um hagi heimilisfólks- ins er I senn tilviljanakennt og háð vilja gestgjafanna. Og gestin- um finnst á vixl aö hann hafi komist á snoöir um eitthvaö sem honum var ekki ætlaö aö vita eöa að hann viti ekki það sem hann á aö vita. Ég er ekki frá þvi aö þessi bók hefði orðið enn skemmtilegri og betri ef höfundur heföi stund- um talað ljósar og ef frásögnin heföi á köflum veriö ögn ýtar- legri. Þetta hefði þá þurft aö ger- ast án þess að höfundur fórnaði sinum skemmtilega og persónu- lega stil. AUGLÝSING Grásleppuveiðar Sjávarútvegsráðuneytiö hefur ákveðið/ að á komandi hrognkelsavertíð verði sömu reglur gildandi og á s.l. vertíð. Þeir aðilar, sem hyggjast stunda grásleppu- veiðar á vori komanda, skulu sækja um leyfi til sjávarútvegsráðuneytisins. I umsókn skal koma fram nafn og heimilisfang ásamt póst- númeri umsækjanda, ennfremur nafn og ein- kennisstafir báts, veiðisvæði og hvert senda á leyfið. Athygli skal vakin á því, að þeir aðilar, sem ekki skiluðu veiðiskýrslu eftir síðustu vertíð, fá ekki leyfi til veiðanna í ár. S já va rútvegsráðuney tið, 19. febrúar 1981. svomœlir Svarthöíðí Bokaauglýsingar og auglýsingastofur Þótt stundum væri gert grln að þeim hjá Helgafelli hér á ár- um áður fyrir háttstemmdar auglýsfngar um höfunda og bækur þeirra, varð aldrei um þá sagt, að þeir vektu ekki athygli á þeim bókum, sem þeir gáfu út. Nú eru nýir menn komnir á sjónarsviðið, atvinnumenn i auglýsingum, sem verja sig undir drep með „félagssköp- um” i bak og fyrir, og krefja alla, sem þeir ná til um að fara að reglum, sem þeir hafa sjálfir sett. Auglýsingastofur hafa miklar tekjur fyrir vinnu sina og þær standa að könnunum á útbreiðslu timarita og blaða til að geta sagt upp á þúsund ein- tök, hvert gildi auglýsingar þeirra hafa. Aftur á móti lita þessir aðilar aldrei i eigin barm, hvað snertir vinnuafköst og vinnugæði, enda verður að segj- ast eins og er, aö árangurinn nær hvergi nærri þeim hástig- um, sem reikningar segja til um, þegar þar kemur I mess- unni, að auglýsa þarf meira og minna huglæga hluti. Þetta kemur mjög hart niður á bókavertiöinni á hverju hausti, en þar blasa við yfir- borðskennd vinnubrögð, sem aftur á móti gætu dugað ágæt- legar, ef menn væru aö auglýsa þvottaduft. Nú er þaö yfirleitt svo, að stærri bókaútgáfur gera samning við auglýsinga- stofu samkvæmt útgáfuáætlun fyrir hver jól. Verkefnið er að btía út auglýsingar á bókum. Yfirleitt taka bókaútgefendur fyrstu tillögum, þvi eigi að fara að vinna auglýsingu upp að nýju vegna þess, að útgefandi hafnar henni, kostar það viðbótarfé innan þeirrar áætlunar, sem gerð hefur verið. Yfirleitt sjá auglýsingastofur ekki nema um ytri biinaö slikra auglýsinga. tJtgáfurnar sjálfar eru krafnar um þau ásláttarorð, sem látin eru fylgja. Þær fá engan frádrátt frá gjaldi fyrir slika þjónustu. Kann þetta að stafa af þvi, að i einn tima voru það út- gáfurnar sjálfar, sem önnuðust auglýsingarnar Meö tilkomu sjónvarps var sú vinnuaöferð ó- hugsandi. Erlendis vinna auglýsinga- stofur allt ööruvisi. Þar er gerður samningur um ákveðna auglýsingaherferö. Auglýsand- inn sjálfur getur hent út hug- myndum alveg fram til siðasta dags, ef honum líkar þær ekki, án þess aö eiga á hættu að fá stóra aukareikninga. Fræg dæmi eru til um þetta. Snyrti- vörufyrirtækið Revlon I Banda- rikjunum, en I snyrtiiðnaöi er um huglægar auglýsingar að ræða, likt og i bókaútgáfu, lenti I málaferlum af þvi að það hirti enga auglýsingu, sem gerð var samkvæmt samningi. Auglýs- ingastofan stóð einfaldlega ekki kröfur fyrirtækisins. Hér er ekki um slíkt að ræða. Auglýsinga- stofurnar standa alltaf við samninga. Þaö eru útgáfufyrir- tækin sem standa sig ekki. Hér er átt við þá sjálfsögðu skyldu auglýsingastofa að kynna sér þau verk, sem þær ætla að aug- lýsa, og vinna siöan sjálfstætt og byggja á sérkennum verks- ins, hvað vesæl sem þau annars kunna aö vcra. Menn, sem eru I þvottadufti og sápu, þurfa lika að kunna fyrir sér i bókmennt- um hvað slagorö snertir. Þetta er sagt hér, ef þaö gæti orðiö til að vega upp á móti þeirri miklu deyfö sem virðist rikja í garð bókasmiða, og hefur m.a. oröið til þess, að upplög bóka hafa stórlega dregist sam- an. t snyrtiiönaöinum, t.d. hjá Revlon, hefði þessu verið mætt með enn meiri hörku I auglýs- ingum, og eflaust fleiri mála- ferlum viö auglýsingastofur, sem ekki stóðu í stykkinu. Hér er ekki verið að hvetja útgef- endur til ámóta hörku i viöskipt- um við auglýsingastofur. En þeir mættu gjarnan hnippa I þær. A hverju hausti eyða útgef- endur hundruðum milljóna (g.kr.) I auglýsingar. Munar þar mest um sjónvarpsauglýs- ingar, sem eru handaverk aug- iýsingastofa. Listin I landinu og útgefendur hljóta að geta fengiö meira fyrir fé sitt, fáist auglýs- ingastofur til að vinna af alvöru og alúð aö verkefnum sinum. Það er ekki nóg aö skrifa reikn- inga af alúð, vegna þess aö kerf- ið er nú einu sinm þannig, aö I gegnum skráargat auglýsinga- stofa berst menningin til al- mennings — þ.e. forvitnin um hana. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.