Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 19
Bobby velur sér afvikna staöi og blöur eftir aö á hann veröi ráöist. Sá harð- asti í löggunni — Lögreglumaðurinn Bobby Hurst hefur mátt þola ýmislegt Lögreglumaöurinn Bobby Hurst hefur veriö stunginn, skotinn, kyrkt- ur og menn hafa kveikt i honum auk þess sem hann hefur margsinnis verið barinn i höfuöið meö lurkum, rörum, stólfótum og jafnvel frosn- um makril. En Bobby Hurst þolir þetta allt saman og svo mikið orð fer af óvenjulegri seiglu hans, að menn kalla hann i alvöru „harðgerð- ustu lögguna i Ameriku”. Hurst er 41 árs gamall og i sjón virðist hann ekki maður mikill að likamsburðum. Hann er 178 cm á hæð og vegur 80 kg en krafturinn sem i honum býr er með ólikind- um og þá einkum hæfileikinn til að þola illa meðferö. Leikslokin eru enda oftast á sama veg, — Hurst stendur einn uppi en þrjótarnir liggja handjárnaöir i valnum. Á ferli sinum i lögregl- unni hefur hann handtekið 1500 þrjóta sem er 98% árangur sam- kvæmt skýrslum lögreglunnar i Filadelfiu, þar sem hann starfar. Hurst hafði aldrei ætlað sér að verða lögreglumaður þar til dag einn er hann varð vitni að þvi, að þrir dólgar réðust á gamla konu úti á götu, börðu hana til óbóta og rændu hana. begar þeir höfðu lokið sér af stóð Hurst álengdar og skammaðist sin fyrir að hafa ekkert gert til að hjálpa konunni. „Ég sór að aldrei aftur myndi ég standa aðgerðarlaus og horfa upp á slikt”, — segir hann. — „Þá ákvað ég að ganga i lögregluna og min sérgrein er að eiga við götu- ræningjana, sem ráðast á varnar- laust fólk á götum úti. Gamalt fölk er varnarlaust gegn þessum götuglæpum en þar sem ég get gert eitthvað i málinu lit ég svo á að mér beri skylda til þess. Arangurinn hefur verið það góður að það vegur vel upp á móti þeirri meðferð sem ég hef oröið fyrir i þessu starfi”, — segir Hurst. Fjöiskyldufaöirinn Bobby Hurst I faömi fjölskyldunnar Bobby Hurst fer út á göturnar dulbúinn sem venjulegur borgari. Bobby sýnir hluta þeirra vopna sem notuð hafa verið til árása á hann. Umsjón: Sveinn Guöjónsson HRISTINGUR Dolly fyr- ir forseta Dolly Parton, ein skærasta stjarna banda- risks skemmtiiðnaðar um þessar mundir, hef- ur lýst þvi yfir að hún hyggist gefa kost á sér i embætti forseta Bandarikjanna i kosningunum 1984. Dolly hóf feril sinn sem dreifbýlissöng- kona og naut gifurlegra vinsælda sem slik en nú hefur hún snúið sér að kvikmyndaleik og hefur hún fengið mjög góða dóma fyrir leik sinn i þeim tveimur myndum sem hún hefur leikið i.c Velgengni fyrrum „kollega” hennar Reagans, hefur sjálfsagt ýtt undir ákvörðun stjörnunnar og vist er að hún hefur þó eitt fram yfir forsetann, — en það eru leikhæfileikar...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.