Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 8
8 Þri&judagur 24. febrúar 1981 vtsm v.ÍSIR utgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarfutltrúar: Bragi Guömundsson. Ellas Snæland Jónsson. Fréttastfóri ertendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- þórsdóttlr, Kristln Þorsteinsdóttir, Páll AAagnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gfsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn- vörður: Eirikur Jónsson. Auglysingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14. simi 86611, 7 Itnur. Auglýsingar og skrifstofur: SiðumúlaS, Slmar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 4 nýkrónur eintakið. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Slðumúla 14. islensk ættgðfgi Ættarmót Reykjahli&arættarinnar I Sigtúni á sunnudaginn var skemmtileg og saklaus uppákoma. Fagna&urinn gefur hinsvegar tilefni tii almennra huglei&inga um ættar- tengsl og ættrækni almennt. íslendingar eru ættræknir. Ekki er gott að vita, hvort það er fámennið, sérviska eða einfald- lega áhugi á því að þekkja upp- runa sinn, sem ættrækninni veld- ur. I (slendingasögum er það fastur siður, að ættartala sögu- persóna er rakin og er kappkost- aðviðað rekja ættir allt aftur til konunga og annarra stórmenna.. Enn eru til íslendingar, sem rekja ættir sinar til konunga og þykjast menn að meiri. Jafnvel hafa verið gefin út ættartré þegar mikið hefur legið við, og viðkomandi þurft að sanna, að hann væri merkilegri en útlitið bæri með sér. Svo eru aðrir sem láta sér nægja að telja sig til ákveðinna ættkvísla og telja það aðgangs- kort að mannvirðingum og lotn- ingu almúgans að vera frægrar ættar. Þannig tala menn um Bergsætt, Víkingslækjarætt og Reykjahlíðarætt og finna til skyldleika við óliklegasta fólk, ef ættir þeirra renna saman í f jórða eða fimmta lið. Á (slandi er einnig stór hópur manna, sem ber ættarnöfn, flest erlend að uppruna og rekja má til danskra embættismanna eða faktora, sem hér urðu innlyksa af óskiljanlegum ástæðum. Allt þetta þykir fínt, einkum af þeim sjálf um. Þessi ættaráhugi er sennilega einstæður og því sérkennilegri, sem íslendingar álíta sig stétt- lausa þjóð og jafningja að flestu leyti. Hvergi í heiminum gæti það gerst, að kallaður væri saman mannfagnaður hjá einni ættkvísl, með þeim afleiðingum, að yfir 1000 manns svari kallinu. Þetta átti sér stað um helgina, þegar Reykjahlíðarættin kom saman í Sigtúni. Þar komust færri að en vildu. Ættfaðirinn, sr. Jón Þor- steinsson, fæddist sunnudaginn fyrsta í góu 1781, og átti þvi tveggja alda afmæli. Fróðir menn töldu, að auk eins barna- barns sr. Jóns, hefðu afkomend- ur hans í áttunda ættlið mætt á staðnum. óneitanlega er þetta skemmti- leg uppákoma og sárasaklaus, enda ekki til þess vitað að þeir Reykjahlíðarætting jar hafi nokkra samstöðu aðra en að halda þessum uppruna sínum á loft. Nú hefur það að vísu verið véfengt, að ættartölur séu áreiðanlegar og kemur það til af því, að þær eru raktar í karllegg, á þeim tíma, sem lausaleikur var ekki hafður í hámælum. En við skulum ekki væna svo virðulega ætt um framhjáhöld við hátíðleg tækifæri, og raunar ekki orð á gerandi. Hitt er í rauninni ánægjulegt, að fólk kunni deili á forfeðrum sínum og ættmennum. Hverskyns einkenni í útliti og skapgerð eru viðloðandi lengur en hægt er að ímynda sér. Við sjáum oftast foreldrana uppmálaða í fari barna, og þannig bera kynslóðirnar sjálfsagt kosti og galla sr. Jóns Þorsteinssonar og annarra ætt- feðra í gegnum aldirnar. Ættargrúsk getur meira að segja orðið sérlega gagnlegt, þegar menn geta sannað svo ekki verði um villst, að líkamslýti eða skapbrestir séu áskapaðir gallar í ættkvíslum, sem viðkomandi beri ekki minnstu ábyrgð á. Þannig getur galli snúist í kost við ættfræðilegar rannsóknir. Ættrækni getur breyst í ætt- göfgi og ef menn geta rakið feðraslóð sína til fornkappa og víkinga, þá er sjálfstrausti þeirra borgið. Hver veit nema við reynumst kappar sjálfir. Fyrir hina ættlausu skal hins- vegar tekið fram til uppörvunar, að fróðir menn fullyrða, að hver og einn geti rakið sig til skyldleika við hvern annan ís- lending að langfeðgatali, þegar komið er fram í fimmta ættlið. Minnimáttarkennd er því óþörf, þótt Reykjahlíðarættin fylli stærstu samkomustaði, þvi að hver veit nema hann hefði verið réttborinn til setu á þeim mann- fagnaði, ef ættartölunni hefði verið haldið til haga. Svo ekki sé talað um, ef móðurleggurinn hefði mátt sín meir. Við erum ættstórir menn, íslendingar. Litu á eignina sína JU, þeir voru margir Visis-- áskrifendurnir, sem komu til aö lita á eignina sina væntanlegu og margir greinilega búnir aö hugleiða hvarkoma ætti sumar- bústaöninum fyrir, þegar þeir væru búnir aö fá hann i áskrif- endagetrauninni, sögöu þær Dagný Björnsdóttir og Kolbrún Baldursdöttir, sem tóku á móti gestunum i Visisbústaðnum um helgina, þegar hann var sýndur. Sem kunnugt er, er sumarbú- staöurinn frá HUsasmiöjunni seinasti vinningurinn i getraun- inni, sem nú stendur yfir. Einn gesturinn var að koma frá Þingvöllum, þar sem hann hugaði aö landi sinu áöur en hann skoöaöi bústaöinn, sem hann ætlaði aö vinna bætti Dagný viö. Þær stöllur voru sammála um þaö, aö ánægja heföi almennt veriö mikil með bústaðinn. — Margir þeir, sem ekki voru orönir áskrifendur héldu aö þeir væru búnir aö missa af lestinni meö aö geta tekið þátt i get- rauninni. Þaö lyftist á þeim brUnin, þegar þeir fengu aö vita, aö hægt er að veröa þátttakandi i getrauninni hvenær sem er. — En þeir létu heldur ekki segja sér það tvisvar, þegar þeim var sagt aö vinningslikurnar ykjust eftir því sem byrjaö væri fyrr og létu skrifa sig niður. Þeim sem ekki sáu bústaðinn um helgina skal bent á, að bú- staöurinn er upplýstur á kvöldin og engin amast viö þvi þó fólk kíki á glugga. Hér var standandi trafffk bá&a dagana og þó sérstaklega á sunnudaginn. sag&i Dagný, sem gefur hér einum gestanna uppiýsingar. Kolbrún aftar á myndinni skenkti kaffiO á báOar hendur. Nei, hann er ekki svona bogadreginn Visis-bústaöurinn aö ínnan. Þeir höf&u heldur ekki yfir neinu aö kvarta, Visis-áskrifendur, og veröandi Visis-áskrifendur, þegar þeir skoöuöu bústa&inn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.