Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 17

Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 17
Þri&judagur 24. febrúar 1981 vísm 17 i A ðaífii nd ur Tl sk eTdls U/T úm'héíg'ín " " " ■ “ ^ i „HUGSJÚNAMENNIRNIR j ! ALGJðRLEGA UNDIR” | ■ - „Grunap að peningamennirnir sem hafa náð völflum í félaglnu munl S elnungis vinna f hágu hess fjármagns sem heir hafa lagt í félagið” segir Árni Guújónsson einn af stofnendum félagsins „Þaö er hin brennandi spurn- ing hvort þeir menn sem nú hafa meirihluta i félaginu muni halda sig viö markmiö félagsins aö vinna aö uppbyggingu i fisk- eldismálum og aö sjá tii þess aö næg hlutabréf séu jafnan til sölu á frjálsum markaöi” sagöi Árni Guöjdnsson, einn af stofnendum Fiskeldis h/f,en aöalfundur þess félags var haldinn um helgina og þdtti nokkuö sögulegur. — Þar var kosin ný stjórn og komu inn þar nýir menn, þeir Finnbogi Kjeld og Matthias Kjeld, og til viðbótar þeim voru kosnir Arni 01. Lárusson, Jón Friögeirsson og Bjarni Aöal- geirsson, sem áttu sæti i fyrri stjdrn. Þeir Eyjólfur Friögeirs- son og Pétur Rafnsson.sem áttu sæti í fyrri stjórn voru hinsveg- ar báðir kolfelldir, en Pétur haföi setið þar sem varamaöur, eftir aö Jakob Hafstein sagði sig úr stjórninni á siöasta ári. „Ef þessir menn,sem nú hafa náð völdum i félaginu, vilja vinna með öllum aöilum i mál- efnum félagsins eins og þau hafa veriö mörkuö i upphafi, þá er þaö vel” sagöi Arni Guöjdns- son. „En þeir létu ekkert i ljds á fundinum um þaö”. — Mikill ágreiningur hefur orðið um sölu hlutabréfa i félag- inu og i framhaldi af þvl var sérstaklega kannaö hvort aöal- fundurinn væri löglegur og var niöurstaöan sú, aö svo væri. Ekki eru þd allir á eitt sáttir, og viö spuröum Arna aö þvi hvort hinir gömlu hugsjónamenn sem stdöu aö stofnun félagsins, heföu þannig oröið undir. „Það er algjörlega þannig, á þvi er enginn vafi” var svar hans. „Ég tel að þaö sé gremja i félaginu vegna þess aö ekkert liggur fyrir, hvert stefnir i mál- efnum félagsins, eins og t.d. þaö hvort þaö veröur öllum opiö I framtiöinni”. — Óttist þiö, aö peningamenn séu búnir að ná þarna of miklum völdum? „Já fyrst og fremst og þaö læðist aö manni sá grunur aö þeir muni einungis vinna i þágu þess fjármagns. sem þeir hafa lagt i félagið”. — A fundinum flutti Arni til- lögu um að hlutafé félagsins yrði aukið um 100% úr 208 milljönum gkr. i 416. Tillagan kom hinsvegar fram of seint. þannig að hún fékkst ekki tekin fyrir, og heldur ekki fékk Arni að leita eftir afbrigöum i þing- sköpum þannig aö hægt væri að taka hana fyrir, þrátt fyrir að fundarstjóri heföi bent honum á það, að hann gæti farið þá leið eins og Arni sagði I samtali viö Visi. gk—• 4 '51'^ 14' Árnl úl. Lárusson stiðrnarmaður I Flskeldi H/F „MARKMIÐ FÉLAGSINS OG STEFNA ÚBREYTT” „Ekki eru þær í augsýn” sagöi Árni Ól. Lárusson sem er einn af stjdrnarmönnum I Fisk- e'.di eftír aöalfundinn um helg- ina, en hann sat þar reyndar áö- ur í stjorn, er viö spuröum hann hvort einhverjar breytingar væru fyrirhugaöar á rekstri félagsins. „Það hefur enginn fundur veriöhaldinnhjá hinni nýkjörnu stjdrn og hún hefur ekki markað neina nýja linu’.’ sagöi Arni. „Markmiö félagsins og stefna eru alveg óbreytt. miöaö við niöurstööu aöalfundarins”. — Hvaö þá umf hlutafjár- aukningu, veröur um hana aö ræöa? „Það má telja þaö alveg full- vfst”. — A frjálsum markaöi þá? „Hvort heldur sem yrði, þaö verður að fara aö þeim reglum sem gilda og þaö eru ákveöin ákvæöi og samþykktir sem gilda og segja til um hverjir hafi forkaupsrétt og hverjir ekki og hvernig skuli fara meö aukiö hlutafé”. gk —. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Síðumúla 13, 105 Reykjavík, Sími 82970 Lausar stöður Lausar eru til umsóknar neöangreindar stöö- ur við Vinnueftirlit ríkisins: Yfirlæknir Viðkomandi skal vera sérmenntaður í at- vinnusjúkdómaf ræði, embættislækningum eða hafa jafngilda menntun til starfsins. Verkefni yfirlæknis eru skilgreind í 68. gr. laga nr. 46/1980. Upplýsinga- og fræðslufulltrúi Viðkomandi skal hafa staðgóða menntun og starfsreynslu á sviði upplýsinga- og fræðslu- mála eða hliðstæðra starfa. Umdæmiseftirlitsmaður á Austurlandi með aðsetri á Egilsstöðum eða Reyðarfirði. Krafist er staðgóðrar tækni- menntunar, a.m.k. vélstjóra IV. stigs með sveinspróf eða jafngildrar menntunar auk starfsreynslu. Umdæmiseftirlitsmaður á Vesturlandi með aðsetri í Borgarnesi, á Akranesi eða nágrenni. Krafist er staðgóðrar tæknimenntunar, a.m.k. vélstjóra IV. stigs með sveinspróf eða jafngildrar menntunar auk starfsreynslu. Vinnueftirlitsmaður til eftirlits með byggingavinnustöðum og tré- smíðaf yrirtækjum á höf uðborgarsvæðinu. Krafist er sveinsprófs í trésmíði eða hús- gagnasmíði og víðtækrar starfsreynslu. Vinnueftirlitsmaður til eftirlits með heilbrigðisstofnunum, þjón- usfufyrirtækjum, skrifstofum og skyldri starfsemi. Krafist er staðgóðrar menntunar og starfsreynslu með tilliti til ofangreinds starfssviðs. Umdæmiseftirlitsmenn og vinnueftirlitsmenn þurfa að gangast undir námskeið sem haldin verða á vegum Vinnueftirlits ríkisins. Launakjör verða samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skulu sendar Vinnueftirliti ríkisins, Síðumúla 13, Reykjavík, eigi síðar en 15. mars. nk. Allt í unglingaherbergið. Kr. 600 útborgun og kr. 600 pr. mánuð. T'Zr r>o i">öl!ir» Bfldshöföa 20, Reykjavik Simar: 81410 og 81199

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.