Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 24.02.1981, Blaðsíða 18
' _ ; r» v Doris Day á velmektardögum sínum 9 9 Ég hef aldrei verið hamingjusöm99 — segir leikkonan Doris Day „Ég hef aldrei veriö hamingjusöm i mínum hjónaböndum", — játar leikkonan Doris Day i opinskáu viðtali viö tíma- rit eitt nú nýverið, en eins og viö skýrðum frá ekki alls fyrir löngu hefur hún nú sótt um skilnað frá manni sínum Barry Com- den. í viötalinu kemur fram, að þessi 57 ára gamla leikkona hefur ekki átt sjö dagana sæla i einkalífi sinu og lif henn- ar hafi lengst af verið „gleðisnautt og ömur- legt", — eins og hún orðar það sjálf. „Ég á fjögur misheppnuö hjónabönd aö baki og ég hef oft spurt hvernig i ósköpunum standi á þvf aö ég hafi veriö gift svona oft og svona óhamingju- samlega”, — segir hún enn- fremur. — ,,í þremur fyrstu tilfell- unum var þetta sök mannanna sem ég var gift. Þeir notuöu mig, hrintu niér til og frá, not- uöu mig til aö hagnast fjárhags- lega, eyöilögöu frama minn og sólunduöu fjármunum mínum. 1 siöasta hjónabandinu er skilnaöurinn okkur báöum aö kenna”, — segir Doris. — „Ég giftist Barry jafnvel þótt ég vissi að ég myndi aldrei veröa hamingjusöm meö hon- um. Ég vildi einfaldlega ekki vera cin. En eftir tveggja ára hjónaband vorum viö bæöi sam- mála um aö betra væri aö vera einn á báti en einmana i sam- búö. Viö erum góöir vinir i dag. Fólk sem fór aö sjá myndirn- ar minar hefur dregiö upp mynd af mér sem kátri og hamingju- samri stúlku og ég varö aldrei til aö fylla forsföur blaöanna „Ég eroröinof gömultil aö leika litlu kátu stúlkuna”, - sem nú er 57 ára. • segir Doris I ■ „Eg hataöi Hollywood og allan glamorinn” meö hncykslissögum úr hjóna- herberginu minu eins og svo margar stöllur minar. En þetta var aöeins önnur hliöin á Hfi minu. Hin hliöin er sú staö- reynd, aö ég hef alltaf veriö óhamingjusöm. Ég hef lært eitt i lífinu. Það skiptir engu máli hversu mikil og fræg stjarna þú ert. Og þaö er til Htils aö eiga nóg af peningum þvi aö þú getur ekki keypt ham- ingju og ást. Ég hef aldrei notiö hamingju né ástar, — ekki sem barn heldur. En ég hcf lært aö lifa lifinu án þessara forrétt- inda.” i viötalinu viöurkennir Doris aö frami hennar á hvlta tjaldinu sé á enda og hún segist vera ánægð með þau málalok. — „Fyrir mér var þetta aldrei annaö en erfiö vinna. Ég haföi aldrei gaman af aö leika kátu stúlkuna I næsta húsi. Holly- wood, — samkvæmin, mót- tökurnar, glamorinn, — ég hat- aði þetta allt. Mér likar heldur ekki þróunin sem oröið hefur I kvikmyndunum, allt þetta of- beldi og klám er ekki aö minu skapi. Reyndar þarf ég ekki að hafa áhyggjur af þessu þvi framleiðendur hafa ekki haft áhuga á mér hin sföari ár. Ég er orðin of gömul til aö leika litlu kátu stúlkuna i næsta húsi”, — segir Doris og er allt annað en glaöleg á svipinn. Eddi Lord i hópi safnaöarmeðlima. Tiu ára prestur Eddi Lord er aö flestu leyti eins og aðrir 10 ára skólastrákar I New York. Að einu leyti sker hann sig þó úr. Þegar hann hefur lokiö viö lexiurnar sinar fer hann I sam- kunduhús safnaöar eins i borginni þar sem hann prédikar orö Herr- ans, — þvf Eddi er prestur. I söfnuðinum er fólk á öllum aldri, þó einkum fólk sem gæti sem hægast verið foreldrar prestsins. En þetta fólk hlustar á prestinn sinn og margir i söfn- uðinum eru þeirrar skoðunar að hann búi yfir yfirnáttúrulegum krafti. Eddi hefur messað frá þvi hann var fjögurra ára gamall. Allir i fjölskyldu hans eru pré- dikarar og hefur svo verið i margar kynslóðir og ættarnafnið Lord segir sina sögu, — það er enska orðið yfir Guð almáttugan. Stundum eru prédikanir Eddi svo magnaðar, aö söfnuöurinn fellur i „trans”. Ray Valine gengur um götur sacramento meö handmálaöar auglysing- ar á rökuöu höföinu. Ad nota höfuðið — sér til fjár Þegar hinn 31 árs gamli Ray Vaiine vantaöi meiri meiri pen- inga til aö fjármagna fyrirtæki, sem hann var aö koma á fót, not- aöi hann höfuöiö, i orðsins fyllstu merkingu, — hann notaöi það fyr- ir auglýsingar. En jafnvel þótt fyrirtækið færi fljótt á hausinn, hafði Ray upp- götvað ágæta tekjulind og nú lifir hann af þvi að ganga um götur Sacramento i Kaliforniu með handmálaðar auglýsingar á rök- uðum skalla sinum. Ray hefur að jafnaði 450 dollara á dag fyrir þessa óvenjulegu þjónustu, en það eru tæpar 3000 nýkrónur. Það eru margir sem vilja fúslega auglýsa á höfði Rays og má þar nefna bilasala, veit- ingahús og jafnvel hárskera. Auk höfuðsins lætur hann einnig mála auglýsingar á handleggi, bak og maga enda eftirspurnin meiri en hann getur annað. Þetta kallar maöur að „nota höfuðið” til að afla sér fjár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.