Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 19. mars 1981 5|f LAUSSTAÐA Staða forstöðumanns félagsmiðstöðvar i Arbæjarhverfi er laus til umsóknar. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfs- manna. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Æskulýðsráðs Reykjavikur, Frikirkjuvegi 11, og þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 15. april 1981. Æskulýðsráð Reykjavikur Sími 15937. + Snekkjan Opid til kl. 01.00 Halldór Árni í diskótekinu * SNEKKJAIM * HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29 (milli Laugavegs og Hverfisgötu) Opið á laugardögum Tímapantanir i sima 13010 Bifreiðaeigendur ath.! HEMLAVÖRUR / eftirtaidar bifreiðar: Amerískar fólks- jeppa- og sendibifreiöar Volvo Saab Benz — Opel. ST/LL/NG HF. Skeifan 11, símar 31340 — 82740 VÍSIR aðutan Að læra að stjðrna elnu rlki Senn er liðið heilt ár, siðan sautján undirforingjar i her Liberiu hittust i bárujárnsskúrunum sem kallast herskálar, fyrir utan forsetabústaðinn og ákváðu að láta til skara skriða. Skyldi þá hrundið í framkvæmd byltingaráformum þeirra. Var ekki tvinónað við það, eins og kunnugt er, heldur ruðst inn i forsetabústaðinn, forsetinn William Tolbert drepinn og rænt völdum — án þess að einn einasti maður i hópnum hefði minnsta hugboð um, hvernig stjórna skyldi riki. Algert grln Ef ekki væri vegna blóðsúthell- inganna, sem siðan fylgdu og örbirgðar þessa rikis, hefði mátt lita á byltinguna, valdatökuna og hina nyju stjórnarhætti sem eitt allsherjargrin, gamanleik á borð við Reykjavikurrevina. Hinn nýi leiðtogi Liberiu, sá tuttugasti, siðan þetta riki var stofnað af þrælum, sem Banda- rikjamenn höfðu gefið frelsi — en það var 1847. — er yfirliðþjálfinn Samuel Doe. Hann varð æðsti maður landsins þennan örlaga- rika 12. april 1980. Ekki vegna þess að hann hefði metnað eða svo mikla löngun til þess sess. Heldur vegna þess að hann var hæstsettur þessara undirforingja, sem stóðu að þvi að bylta stjórn Tolberts. Rikisstjórnin, sem hann setti á laggirnar voru sjö liðþjálfar, átta riðlisstjórar og tveir óbreyttir hermenn. Hún var að visu ekki kölluð rikisstjórn, heldur „frelsisráð alþýðunnar”. Dátarnir réttlættu valdaránið með þvi að visa til klikuskapar og áhrifaaðstöðu afkomenda hinna frelsuðu þræla, sem stofnuðu þetta elsta lýðveldi Afriku. Þeir bentu á spillinguna i stjórn Tol- berts og tilbágra kjara þeirra 1.8 milljóna Liberiubúa, sem ekki höfðu fæðast inn i ættir yfir- stéttarinnar, þessara 90 þúsund Amerikó-Liberiumanna, eins og þeir eru kallaðir. Kjðrln bætt Fyrsta verk Doe yfirliðþjálfa ar aö bæta kjörin innan hersins. iækkaöi hann laun óbreyttra úr 5 dölum á mánuði upp i 250 dali. áðsforingja og embættismenn lækkaði hann tilsvarandi i laun- im. Alþýöunni lofaöi hann að lalda verðlagi á bensini og hris- ;rjónum niðri, en ári fyrr hafði æfnilega komið til uppþota út af irisgrjónahækkunum. Hrisgrjón iru fiskur og flot þeirrra i .iberiu. Þessi 28 ára gamli feimni rikis- eiðtogi afsalaði sér ýmsum hnríSi fnrvAra sins nm i ódvr- um Chevrolet i stað forseta- limósinu, en siöar i Hondu Civic. Konan hans færir honum nesti i vinnuna á forsetaskrifstofuna. Bakkabræbur l stjórn Margt var ólært. Dátarnir fengu að vita, að inneignin i seðlabanka Liberiu væri 5 mill- jónir dala. Erlendar skuldir námu hinsvegar 700 milljónum dala. Einn fyrrverandi fjármála- ráðherra úr stjórnartið Tolbert var um hrið ráðgjafi byltingar- stjórnarinnar. Aður en hann flutti landvistum til Bandarikjanna skýrði hann út fyrir yfirliðþjálf- anum — með varfærni þó — að Guömundur Pétursson. nauðsyn væri að hækka bensinið, sem var enda tvöfaldað. Menntamönnum i Liberiu komu hinir nýju valdhafar fyrir sjónir, eins og samansafn fáráð- linga lengi framan af. Til dæmis var landsliðinu i knattspyrnu eitt sinn hótað fangelsi, ef það ekki sigraði i landsleik við Gambiu. (Leikurinn varð jafnteflij. Um 700 embættismenn voru fangelsaðir i byrjun, en flestum sleppt aftur eftir nokkra daga varðhald. Allir fengu þeir reikn- ing upp á 8.50 dali fyrir gisting- una hvern dag. (3.50 fyrir raf- magnsperur og 5 dali fyrir vatn). Innbyrðis skoðanaágreining leystu liðþjálfarnir með byssum sinum og byssustingjum, og sóuðu ekki timanum i málþóf. Herinn tók i sina þágu lúxus- hverfin i Monroviu. Virnetið fyrir gluggum og dyrum villunnar, sem Charles Cesil Dennis jr., fyrrum utanrikisráðherra, hafði búið i, var f jarlægt, og þegar ein- hver nágranninn forvitnaðist um hversvegna fékk hann svarið: „Svo að hænsnin komist út og inn, auðvitað.” Meðlimir i frelsisráðinu voru miklir bilaböðlar. Margir bilar þeirra fóru á haugana eftir árekstra og veltur. Nauðir ráku til nýrrar reglugerðar. Eyðilegðu menn einn bil, bætti rikissjóöur það. Annan bilinn, sem menn eyðilögðu, urðu þeir að greiða sjálfir. Skyndlnámskelð l efnahagsmálum Smám saman lærðu frelsis- ráðsmenn hitt og þetta um lands- stjórn. Þeir öguðu dáta sina og fækkuðu róstum og illverkum þeirra. Þeir fengu skilning á ástandi efnahagslifsins, þo að Doe hafi litið bætt úr þvi öðruvisi en taka ný lán. Þjóðartekjur Liberiu nema um 17 milljónum dala á mánuði. Opinber gjöld eru um 30 milljónir og þar af um 7 milljónir i vexti og afborganir af fyrri lánum. Doe hefur gripið til ýmissa ráða til þess að tryggja sér lánstraust. Hann hefur tekið fyrir frekari mannaráðningar til þess opin- bera, og leitt i lög skyldu til sparnaöar. Skyldusparnaðurinn er tekinn af launum manna, sem fá sparimerki i staðinn, eins og þekkist hjá öðru lýðveldi norður i Atlantshafi. Harður tyftunarstlörl Agapiskari þingflokks verka- ma nnaf lokksins , Walter Harrison, hefur á sér orö fyrir aö hafa veriö aö öilum likindum þrælahaldari I fyrra lffi. — Agapiskarar eru þeir kallaöir i breska þinginu, sem vaka yfir flokksbræörum sinum og reyna aö gæta þess, aö þeir hlaupi ekki undan flokksmerkjum I atkvæöa- greiöslum. Hann kom aö máli fyrir skömmuviöJoe Ashton, leikrita- skáldiö, sem verkamanna- flokkurinn státar af aö hafa inn- an sinna raöa. „Geturöu ekki bjargaö mér um tvo miöa, Joe?” spurði Harrison og haföi i huga sýningu á nýju leikriti Ashton um þingiö. 1 leikriti þessu þykir Ash- ton vægja stjómmálamönnum litiö og sérlega fara háöulega meö agapiskarana. „Jú, aö sjálfsögöu,” sagöi Joe undrandi. „Ætlar þú með Enld?" — „Nei, var þurrt svar mannsins. sm fékk jafnvel Ian Paisley til aö skjálfa á sinum tima. ,,Ég tek lögfræöinginn minn meö.” Elns 09 rós - Eftir trúlofun þeirra Charles prins og lafði Diönu Spencer hefur örvast feröamannastraum- urinn til kastala jarlsins fööur hennar viö Northampton. Fyrstu helgi eftir trúlofunartilkynning- una komu þangað 80 ge’stir en aögangseyrir er eitt pund. Kastalinn er annars frægur mjög af listasafni sinu, og vel einnar skoðunarferöar viröi. Þessa helgi képptust gestir allir viö aö óska jarlinum til ham- ingju meö dótturina. Viö kunn- ingja sinn einn varö honum að oröi: „Þetta siöasta hálfa ár hefur verið henni heitt helvfti. Nú veit hún þó að hverju hún gengur. Hinsvegar hefur hún ald- rei litiö betur út. Hún hefur sprungiö út eins og rös.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.