Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 16
16 vtsm Fimmtudagur 19. mars 1981 ÍÞRÓTTAÞÆTTIRNIR HELSTA SKEMMTIEFNÍ UNGLINGA S.G. svaravar J.G.T. 1 tilefni af þvi' sem J.G.T. skrifar um að fella beri iþrótta- tima sjónvarpsins niður á laugar- dögum, vildi ég benda á að minir unglingar sem eru upp i 22 ára gamlir, telja þessa þætti mestu skemmtunina, og þá eru þeir hér heima hjá sér við sjónvarpið. Það er alltaf veriö að segja að ekkert sé gert fyrir unglingana, ■ en þegar þeir eru heima og eru ánægðir með eitthvað þá er byrj- að að kvarta á öðrum vigstöðv- um. Kirkjusöfnuöir þyrftu aöstanda undir2 milljaröa g.króna útlátum. - eða látlð gera Dá ólrjóa Verjumst nið- urrlfsmönnum lýðræðisins R.K. hringdi: Ég vildi aðeins benda mönnum á hina miklu hættu sem stafar af þvi, ef við förum að setja kirkjuna okkar út úr rikisdæminu eins og sumir menn virtust vera inná i sjónvarpsþætti á þriðjudaginn. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir þvi hvað þetta þýðir. Kirkjusöfnuðir þyrftu að standa undir tveggja milljarða g.kr. út- látum. Ekki er það hið versta þvi auðvitað er það almenningur sem hefurborgað þetta i rikiskassann, og ef menn kæmust að þvi að þeir ættu að greiða þetta beint til safn- aðanna, þá vildi ég minna ráða- menn á að lækka skattana sem þvi nemur. Nei, þetta er ekki al- vara málsins. Hún er fólgin i þvi að fljótlega á eftir kæmi krafa um það að kristinfræðikennsla i skól- um væri lögð niður, engin ástæða væri til sliks bruðls með tima og fé. Hér er mikil alvara á ferðum ognauðsyn aðmenn fari varlega i allt sem getur stutt niðurrifs- menn lýðræðisins, þá sem skilja ekki að kristin trú og menning okkar eru óaðskiljanleg. 1 mörgu er það jákvætt að við Vitum sjálf nákvæmlega i hvað peningar okkar fara, og hver veit nema ábyrgð okkar gagnvart söfnuðinum og náunga okkar myndi aukast við slikt fyrirkomu- lag. En ef það verður til þess að niðurrifsmennirnir klappa saman höndum og fótum og hefja enn eina áróðursherferðina gegn kristnum fræðum og kristinni sið- fræðikennslu, þá hefðum við betur aldrei varpað slikum hug- myndum fram. Gætum þvi að okkur. húsinu, þar sem ég bý, hefur einnig aðsetur kattargrey af veik- ara kyninu. Það hefur sinn vitj- unartima, svo sem önnur dýr jarðar og er ekkert við þvi að segja i sjálfu sér. Hins vegar verður manni ekki svefnsamt, meðan lætin eru að genga yfir, þvi engu er likra en að allir fresskettir á höfuðborgar- svæðinu viti hvers kyns er. Þyrpast þeir að húsinu, með óhljóðum og veinum, svo allt ætl- ar um koll að keyra. Þetta getur varað viku éða lengur og þarf vart að taka það fram, að ibúar hússinseru að niðurlotum komnir eftir slika törn. Mér finnst, fyrir það fyrsta að það ætti að banna þessi hvimleiðu dýr, kettina i þéttýli. Af þeim stafar bæði óþrifnaður og ónæði. Aö þeim kosti frágengnum finnst mér, að það ætti að skylda eig- endurna til að láta gera dýrin I ófrjó, þannig að þau séu til friðs. Eins finnst mér að meindýraeyð- i ar mættu sinna sinu hlutverki betur og ganga skipulega til j verks, við að hreinsa einstök hverfi. Eitt hið forboðna á tslandi er teygaö þegar komið er út fyrir landsteinana. Er vil i Dessu? Anna hringdi: Ég hélt nú satt að segja, að ég ætti ekki eftir að skipta mér af þeirri „kattaumræðu”, sem farið hefur fram á lesendasiðum Visis að undanförnu. En þar sem að málið varð mér skyndilega við- komandi, finnst mér sjálfsagt að mitt sjónarmið komi fram. Þannig er mál með vexti, að i ,Have a Coke and a smile...’ ALLTI VILKOTAKTI „Við viljum Vilko” hrópa börn- ini þekktri sjónvarpsauglýsingu. Eflaust hefur þessi auglýsing orðið til að auka söluna á þessum súpum, en hún hefur gert meira en það. Stóru börnin fjölmenntu á Hverfisgötuna til Ingvars menntamálaráðherra og hrópuðu fyrir sjónvarpið i Vilkótakt: „Viö viljum mötuneyti”. Mér til undrunar greip ráð- herra ekki til þess ráös að veifa kókflösku og raula „Have a coke and a smile”, en eflaust hefði hópurinn legið marflatur fyrir slikur svari”. Skattborgari Burt meö kettina AFENGT öl rannvara - ÖL MEB AFENGI í LAGI Kristján skrifar: Afengislöggjöfin okkar Islend- inga er hreint alveg til hábor- innar skammar og eitt helsta aöhlátursefni útlendinga, sem hingað koma. Sérstaklega á þetta við bjórhliðina á löggjöfinni. Hér er bruggaður áfengur bjór á öðru hverju heimili. Sá bjór er misjafn að gæðum, hægt er að brugga ljúffengt öl i heima- húsum, en mest af þessu er hreinasti óþverri. Þaö er leyfilegt að selja bjórgerðarefnin, en stranglega bannað að selja áfengan bjór. Veitingahúsið Óðal býður til sölu pdsner, sem bættur hefur verið með brennivini, þannig að hann nær sama styrkleika og áfengur bjór. Þetta er ekki hægt að banna frekar en ef hægt væri að banna sölu á kókakóla, vegna þess að hægt er aö blanda vodka út iþað. Hins vegar er bannað að selja áfengt öl! Ergo! Það er bannað að selja áfengt öl — það er fullkomlega löglegt að selja öl með áfengi, þó vinandamagn i báðum drykkjum sé það sama og bragðið ekki óáþekkt. Ég spyr? Er nú vit i þessu?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.