Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. mara 1981 VÍSIR 200 mílna útfærsl- an litll áhrll á llskl- slofna Norðmanna Ástand þorsk-, sildar- og loðnustofna er þannig, að maður getur ekki séð neina breytingu núna fjórum árum eftir útfærsl- una út i 200 milur, segja menn i Noregi. I umræðum um fiskverndunar- mál heyrist æ oftar á Norð- mönnum, að þeir telji ekki veru- legra áhrifa að vænta, fyrr en næstu nágrannariki hafi einnig farið inn á fiskverndunarbraut- ina. I Lofoten hafa einnig komið fram hugmyndir um að hafrann- sóknir og fiskirannsóknir Norð- manna verði efldar, svo að itar- legri rannsóknir geti rennt stoð- um undir öruggari ályktanir um stærðir fiskistofnanna, þannig að útvegurinn geti glöggvað sig á þvi og gert áætlanir fram i timann, hvaða fisktegundir og veiði- skapur útgerðin muni grund- vallast á. Eins og málum háttar i dag verða menn að sjá til við hverja vertið, hvernig hlutirnir æxlast, og nánast láta hverjum degi nægja sina þjáningu. Gin- og klaufaveikl l Frakkiandi Gin- og klaufaveiki varð vart i norvesturhluta Frakklands fyrir tiu dögum, og var það svæði strax einangrað, eða alls um 360 ferkilómetrar. Þó varð vart þriggja nýrra veikindatilvika i gær. Alls hefur verið slátrað 7000 svinum og nautgripum og um hálf milljón dýra hefur verið bólusett. Þingmenn úr Demókrata- flokknum saka herráðið i Pentagon um að bruðla með f jár- muni og veittust i gær að Caspar Weinberger, varnarmálaráð- herra, fyrir að kenna þinginu um, að Bandarikih hafi lent á eftir i vigbúnaðarkapphlaupinu. Velarvana I óigusjö Oliuskip lestað 140 þúsund föt- um af oliu er á reki i stórsjó suður af Bermúda, eftir að það slitnaöi frá dráttarbát, sem tekið haföi skipiö i slef, vegna bilunar i vél oliuskipsins. Þetta 2L þúsund lesta skip, ,,Esso tíarachi", (skráð i Panama) er með 28 manna áhöfn og var á leið til Hamilton frá Venezúela. Kom til þessa orðaskaks i um- ræðum i einni af nefndum full- trúadeildar Bandarikjaþings i gær þar sem Weinberger lagði að nefndarmönnum að samþykkja 32.6milljarðaaukafjárveitingu til hermála á árinu 1982. Sagði hann, að þingið hefði skammtað of naumt fé til her- mála seinni árin til þess að Bandarikin gætu mætt ógnun Sovétmanna. Einn þingmanna Demókrata, Jamie Whitten frá Missisippi, vitnaði þá i leyniskýrslur, sem liggja fyrir þinginu, og sagði, að þær sýndu að Pentagon (þar sem yfirstjóm landhers, flughers og flota er til húsa) sóaði fjármun- um. Sagði hann herstjórninni nær aðdraga úr bruðlinu og spara, en með þvi' hefði hún nóg fjármagn til þess, sem hún kallaði eftir. Whitten visaði m.a. til þess, að 1979 hefði herstjórnin greitt einkaverktökum og fyrirtækjum 1,6 milljarða dollara fyrir þjón- ustu, sem herinn hefði sjálfur get- að innt áf hendi. Weinberger svaraði þessum ásökunum á þann veg, að hann hefði ekki lesið þessar skýrslur, sem Whitten vitnaði i, en sagðist hafa skorið niður ýmsar beiönir hersins um fjárveitingar um 10 milljarða dollara, sem honum hefði þótt óþarfa eyðsla, áöur en hann lagði fyrir þingið tillöguna um 32.6 milljarða aukafjárveit- inguna. IRA-fangar I fangelsum á N-trlandi hafa löngum gripiö til hungur- verkfalla til þess að knýja á bætta aöstöðu. Þessir tveir voru I föstu fyrri hluta vetrar. (RA-íangar fasta Saka Pentagon um að druðia með fjármunl Verkföll I Kolanámum Kolanámumenn i sex fylkjum Bandankjanna lögðu niður vinnu i skæruverkföllum i gær, eftir að slitnaði upp úr viðræðum lands- samtaka þeirra og atvinnurek- enda. Stöðvaðist vinnsla i fimmtán námum i' Virginiu, Vestur-Virg- iniu, Ohio, Illinois,- Alabama og Pennsylvaniu. — Viða hófst þó vinna aftur strax siödegis i gær, en þó ekki allsstaðar. Nú þykir fyrirsjáanlegt, að til allsherjarverkfalls komi i kola- námum, þvi að ekki hefur veriö boðað til nýrra viðræðna með samninganefndunum. Enn eru irskir hryðjuverkmenn i fangelsum á Norður-trlandi komnir i hungurverkfall til að fylgja eftir kröfum sinum um að öðlast stöðu pólitiskra fanga. Hungurverkfalliðað þessu sinni hófst 1. mars, þegar Robert Sands (26 ára), hermaður i irska lýð- veldishernum, sem afplánar 14 ára fangelsi fyrir að hafa haft skotvopn undir höndum, tók að svelta sig. Sands er af IRA-fóng- um I Maze-fangelsinu talinn for- ingi þeirra. Si"ðasta sunnudag bættist hon- um liðsmaður i hungurverkfall- inu, þegar annar IRA-fangi, Frank Hughes (25 ára), byriaði föstu. Hughes afplánar lifstiöar- dóm fyriraö hafa skotið breskan hermenn til bana. Sinn Fein, sem er stjórnmála- flokkur IRA-manna, greindi frá þvi i gær, að Sands hefði lést um 15 pund i föstunni og Hughes um eitt kg. . Tveir nýir fangar, Raymond McCresh og Patrick O’Hara (báðir 24 ára), sem afplána dóma fyrir að hafa haft vopn undir höndum, hafa byrjað hungur- verkfall i' Maze-fangelsinu. Þykir hugsanlegt, að fleiri muni á eftir fylgja,en alls eru um 500fangar i Maze, allir IRA-félagar eða hryðjuverkamenn. Enn larðsklálltar I Grlkklandl Enn urðu öflugir jarðskjálftar við Corinthiuflóa og nágrenni Aþenu i gær, en þó hefur ekki frést af neinu manntjóni eöa spjöllum á mannvirkjum. öflug- asti skjálftinn mældist 5,1 stig á Richterkvarða. — 24. febrúar urðu öflugir jarðskjáftar á þessum sömu slóðum og kostuðu þeir lif 20 manna og ollu spjöllum á meir en tvö þúsund byggingum. Hafa af og til komið kippir siðan. Reaoan l baiiett Foreldrar eins umtalaöasta balletdansara-yngrimanna INew York munu sjá hann I fyrsta sinn koma fram og dansa á sýningu í Metrópólitan-óperunni bráölega. Hinn 23 ára Ron Reagati er i Joffrey-balletinum og mun koma fram ásamt söngkonunni Diönu Ross við sýningu, þar sem ágóð- inn rcnnur til Uknarmála. For- setahjónin verða meöal áhorf- enda. BBC og sumar- annlrnar Breskum blaðamönnum þykir stundum starfsbræöur þeirra hjá sjónvarpi eða útvarpi taka sjálfa sig afar hátiðlega, og henda stundum aðþvi gamansfn á milli, þegar þeir hittast á ölstofum I Fleet Street. Eftir trúlofunartilkynningu Charles prins og lafði Díönu Spencer komst sú saga á kreik, aö BBC heföi rcynt aö hafa hönd I bagga um undirbúning brúö- kaupsins og skrifaö bréf til Buckingham hallar, sem kom viðtakendum til þess aö taka and- ann á lofti. „Yðar konunglegu hátignir!...'* byrjar bréfiö og heldur siöan áfram, þar sem at- hygli viðtakenda er vakin á þvl, aðum sumartimann sé mikiðum viðburði i Bretlandi. Það eru veðreiðarnar, tennísinn á Wimbledon, knattspyrnan, ráö- stefnur hér og þar og ciginlega öllurn myndatökuvélum sjónvarpsins ráöstafað flesta daga..... en leyfist okkur aö til- kynna yöur, ali cftirtalda daga höfum við lausa til að....” wnson búinn að lá nóg, Harold Wilson, fyrrum forsætisráðherra og formaður verkamannaflokksins breska, hefur lýst þvi yfir, aö hann gefi ekki kost á sér aftur til framboös i þingkosningar. Eftir að hafa setið þrjátfu ár I neðri málstofunni. telur hinn 65 ára gamli stjórnmálamaður, aö hann hafi gert skvldu sina. „Þessi ákvöröun hefur þó ekk- ert að gera meö deilurnar og klofninginn i verkamannaflokkn- um," benti hann á. Eins og krla á steinl Ibúar bæjarins Lecca á ítallu (70 þúsund) styggðust við, þegar þeim fannst kynbomban Raquel Welch drepa hendi við sóma sín- um. Eftir að borgarstjórinn haföi afhent henni gvllta styttu af „Valentino d’Oro”, sem kölluð er eftir hinum eina sanna Rudolf Valentino, kvennagulli þöglu mvndanna, fyrir afrek hennar á hvita tjaldinu, niátti hún ekki tefja sig á þessu hangsi lengur. Var hún farin nteð þaö sama I einkaþotu. sem Virna' Lisi, hin italska starfsystir hennar, lánaöi henni. Þá átti bæjarstjórinn eftir aö afhenda hcnni lykla borgarinnar og fara meö hana I kynnisferö, auk þess sem veisla beiö á borö- um henni til hciöurs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.