Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 19. mars 1981 VÍSIR _ >? mannlií Slettist upp á vinskapinn Það slettist heldur betur upp á vinskap þeirra Frank Sinatra og Dean Martin hér á dögunum. Frank varð svo reiður að hann neitaði sinum gamla vini að koma fram i veisluhöldunum, sem haldin voru í tilefni af innsetningu Reagans i embætti forseta, — vegna þess að Dean var of drukkinn. Frank rekur Dean af æfingunni Sinatra rak Dean Martin af sviðinu vegna ölvunar — „Dean var svo fullur að það var útilokað að láta hann koma fram”, — sagði Marty Pasetta, sem stjórnaði sjónvarpstökunni á vigsluhátíðinni, þar sem Dean Martin var skráður sem einn aðal-skemmtikrafturinn. — „Nokkrum minútum áður en sýn- ingin byrjaði fékk ég fyrirmæli um að sleppa atriði Dean, og þau fyrirmæli komu frá Frank Si- natra, sem stjórnaði athöfninni”, — sagði Pasetta. Og það sem meira var, Frank varð svo reiður, að hann neitaði Deanum aðgang að samkvæminu sem haldið var eftir sýninguna. Og nú hriktir i þeim stoðum sem borið hafa uppi áratuga langa vináttu þeirra félaga enda eru báðir reiðir hvor öðrum. Dean kom á æfingu skömmu eftir hádegi daginn sem sýningin var og aö sögn viðstaddra var hann dauðadrukkinn. — „Hann var með glas i hendinni og var svo slompaður að hann stóð varla og hann komst rétt upp stigann á sviðið”, — segir einn mynda- tökumannanna. — „Frank stóð á miðju sviðinu og sagði við hann: „Þú veist að þú ert blindfullur”, Sting, söngvari og gitar- leikari bresku rokkhljóm- sveitarinnar Police er nú aö hefja feril sinn sem leikari í kjölfar hinna miklu vinsælda sem hann og hljómsveit hans hafa notið að undan- förnu. Hann hefur tekið að sér hlutverk i sjónvarpsleik- riti sem ber nafnið „Artemis 81” en ieikritiö fjaliar um hijómlistarmann sem stelur austurienskri styttu er ili áiög hvfla á... — og siðan krossbölvaði hann. Eftir að Dean hafði sungið einn söng og var rétt byrjaður á þeim næsta stöðvaði Frank æfinguna og rak hinn gamla vin sinn af sviðinu. Frank vonaðist til að það myndi renna af Dean fyrir kvöldið en svo varð ekki. Hann þvældist um allan daginn á bak við sviðið, með glas i hendi og gerði sig að fifli, eins og einhver viðstaddra orðaði það. En þrátt fyrir ástand sitt hélt Dean fram á siðustu minútu að hann myndi taka þátt i sýn- ingunni. Og þegar skipunin kom frá Frank um að sleppa honum varð hann að sögn sár og reiður. Hann yfirgaf baksviðið og fór út i sal þar sem hann settist við hlið fyrrverandi konu sinnar, Jeanne, og þegjandi hélt hann i hönd hennar allan timann sem sýning- in stóð yfir. Tilkynnt var að Dean Martin gæti ekki komið fram vegna sárinda i hálsi en sagan breiddist fljótt út. Dean var ekki boðið i samkvæmið á eftir sýningunni, þótt hann dveldist á sama hóteli og veislan var haldin. Að sögn starfsmanna hótelsins hélt Dean til á barnum i anddyrinu mest alla nóttina og var reiður, drukk- inn og hávær. „Hver andskotinn heldur Frank eiginlega að hann sé, — Guðfaðirinn eða hvað”, — endurtók Dean i sifellu, en að sögn kunnugra er Frank mjög reiður hinum gamla vini sinum fyrir að eyðileggja næstum hina stóru stund i Washington D.C. TOMMA Tómas Tómasson I „Tomma hamborgurum” Fyrir ofan hann má sjá páskaeggið góða. (Vísismynd: EÞS) „Hvernig getur hann gert mér þetta”, — tautaði Dean um leið og hann hlunkaðist niður á stól á bak vtö sviðið. Ræktarsemi Bítillinn fyrr- verandi/ Ringo Starr, hefur alla tiö sýnt ættingjum sínum mikla ræktarsemi og ekki siður eftir að hann varð rikur og frægur. Fyrrum eiginkona hans, Maureen Cox nýtur góðs af eins og aðrir og Ringo leggur mikla áherslu á að uppfylla óskir hennar eftir8bestu getu jafnvel þótt nokkuð sé nú um liðið frá skilnaði þeirra. Nýlega vildi hún flytja af sveita- setrinu sem, hann keypti handa henni i Ascot og Ringo keypti þá þegar nýtt hús handa henni i London.. Stærsta páskaegg á ís- landi I verðlaunagetraun — í „Tomma hamborgurum” við Grensásveg Nýr veitingastaður, „Tomma hamborgarar”, hefur verið opnaður að Grensásvegi 7 og eins og nafnið bendir til mun staðurinn sérhæfa sig í gerð hamborgara þótt einnig sé boðið upp á grill- rétti af ýmsu tagi. Eigendur staðarins eru Tómas Tómason og Helga og Guðrún Bjarnadætur og hafa þau ákveðið að 1% af sölunni skuli skiptast á milli S.A.A. og Félags einstæöra foreldra. Fram aðpáskum verður efnt til verðlaunagetraunar þar sem viðskiptavinir eiga að geta sér til um þyngd stærsta páska- eggs sem búið hefur verið til hér á landi, en eggið hangir uppi i veitingastaðnum. Sá sem getur næst réttri þyngd hlytur eggiö i v®rðlaun, en að auki verða fjölmargir aukavinningar i get- rauninni. Þá má geta þess að i „Tomma hamborgurum ” verður leikin tónlist af vönduðum hljómflutn- ingstækjum og þar er sjónvarp með 52” skermi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.