Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 19. mars 1981 Tvð ný fyrlrtæki I Slðumúla: Bílasaia 09 „Snakdar” Tvö ný fvrirtæki opnuðu i byrj- un vikunnar i Sfðumúla 3-5, Bíla- salan Blik og ..snakkbarinn" Kofinn. Hrafnkell Guðjónsson rekur bilasöluna og hefur yfir að ráða húsnæði þar sem rúm er fyrir tæplega 20 bila inni, auk þess sem ágæt bilastæði eru fyrir utan. Hrafnkell sagði i samtali við Visi að það væri alltaf rúm fyrir nýja bilasölu i borginni, en hann rak áður bi'lasölu i Ford-skálanum. Siminn hjá Blik er 86477. Svavar Höskuldsson rekur „Snakkbarinn” Kofann þar sem á boðstólum verða léttar veitingar s.s. pylsur, hamborgarar, sam- lokur og fleira i þeim dúr, en Svavar hefur ekki fengist viö veitingarekstur áður. Siminn i „Kofanum” er 35708. LeiDsðgu- menn með árlega ráðstefnu Fornleifarannsóknir i Hrafn- kelsdal og loftslagssaga tslands var meðal umræðuefna á ráð- stefnu, sem Félag leiðsögumanna hélt i ölfusborgum á dögunum. Félagið hefur haldið árlega ráðstefnu siðan 1975, og var ráð- stefnan nú sú f jórða sem haldin er i ölfusborgum. I frétt frá félaginu segir, að leiðsögumenn vilji „stuðla að góðu samstarfi aðila innan ferða- þjönustunnar og buðu þeir að þessu sinni langferðabilstjórum til umræðufundar. Rædd voru ýmis mál varðandi samvinnu leiðsögumanna og bílstjóra, en á góðri samvinnu þeirra byggist velheppnuð ferð. t ráðstefnulok þágu leiðsögu- menn höfðinglegt boð bæjar- stjórnar Selfoss til þess að kynn- ast menningarstarfsemi þar og öðrum umsvifúm s.s. á sviði félagsmála og ferðaþjónustu. Heimsókninni lauk með þvi aö Hafsteinn Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri settist i leiðsögu- mannssætið og sýndi leiðsögu- mönnum bæinn við góðar undir- tektir.” Veitingastaðurinn Kofinn. Visismyndir EPS. Ör bilasölunni Blik. KOSTIR GÁFUFÓLKSINS ÞRENGDIR Þá er svo komið fyrir fjárhag Ríkisiítvarpsins, að engar leiðir virðast færar aðrar en þær að draga saman seglin. Engar Snorra-kvikmyndir framar, cnginhundruðmilljóna ævintýri i verkefnum handa dramadurg- um og engar úrlausnir fyrir bráðar og fjölmennar stéttir, sem hafa hugsað sér að peningapotturinn hljöti að vera geymdur undir rúmi útvarps- stjöra fyrst hann hefur ekki fundist úti i þjóðfélaginu sjálfu. Þannig hefur gullinn draumur gengið skyndilega til viðar, og eftir standa hinir fjölþættu sænskm enntuðu fræðingar, brúsandi af tillögum og kannanagleði, sem er eins og sköpuð fyrir útvarps og sjón- varpsþætti, og eiga nú á hættu að þurfa að búa við minnkandi aukatekjur, allt vegna þcss að þeir aðilar sitja i rikisstjórn, sem þrátt fyrir að hafa bæði pólitiska innrætingu og skilning á fólki með sérþarfir fyrir út- varp og sjónvarp, neita alfarið að hækka afnotagjöld á al- menningi til gleði og ánægju fyrir lausafólkið. Þeirsem mótmæla samdrætti i dagskrám útvarps og sjón- varps eru annars vegar fulltrú- ar Alþýðuflokksins og hins vegar fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins. Það er sem sagt stjómarandstaðan. Það getur vel verið að þeir hafi rétt fyrir sér, en þeirhafa það ekki nema sá böggull fylgi skoðunum þeirra, að þegar verði hafin athuguná öllum rekstri Ríkisút- varpsins með það fyrir augum að draga úr kostnaði við óheyri- legt mannahald i sumum deild- um, þar sem t.d. á annan tug manna þarf til að halda vakt yf- ir hljómplötum og reikna út hlut Beethovens i Stef-gjöldum. Þá eflist sjónvarpið deild eftir deild án þess að þess sjáist nokkurn stað i dagskránni, enda ekkert fé til að gera neitt fyrir. öt- varpsrekstur er ekkert voðalegt fyrirtæki hjá rúmlega tvö hundruð þúsund manna þjóð. En það er búið að hengja slikan mannafla utan á apparatið, að hægt hefur verið að geyma heilan mann eiginlega án nokk- urra starfa i ein átta ár i stofn- uninni og halda honum samt frægum sem útvarpsmanni áð- ur en hann hvarf á nýtt iðju- leysisstig. Ætli þurfi ekki að spyrja nokkurra spurninga um starfsmannahaldið áður en far- ið er að samþykkja óbreytta dagskrá af stjórnarandstöðu. Ljóst er að sparnaðurinn nú kemur nokkuð niður á auka- vinnu. Hins vegar munu þeir vera fjölmargir, scm sækjast eftir störfum hjá Ríkisútvarpi vegna möguleika á aukavinnu og aukagreiðslum fyrir marg- visleg viðvik unnin i vinnutima. Hvað hafa t.d. hinir itursnjöllu fréttamenn útvarps i laun á mánuði ekki samkvæmt samningum heldur samkvæmt útborgun?Hvað hafa þáttastjór- ar útvarps mikil laun á mánuði útborguð ef þeir eru fastir starfsmenn? Þannigmætti lengi spvrja. Og hverju nema auka- greiðslur til fasts starfsfólks sjónvarpsins bæöi fyrir eftir- vinnu, aukavinnu og þátta- stjórn? Ætli kæmi ekki i ljós að stærstur hluti fjárhagsvanda Ríkisutvarpsins á rætur að rekja til glórulauss stjórnleysis. Og svo er hugmyndin að byggja höll yfir útvarps- og sjónvarpsreksturinn. Hún á víst að vera til að minna fók á, að þarnaer mikil peningastofnun á ferö sem á talsvert undir sér, hefur miklu starfsliði á að skipa, greiðir riflega eftirvinnu og heldur uppi aukastörfum fyrir alla helstu kannana-og þjóðfélagssmiði landsins. Það er alveg augljóst mál að Rikisútvarpiðer sjúkur risi, sem ekki veröur læknaður með neinu móti öðru en þvi að gefa út- varpsrekstur frjálsan I landinu. Vel iná vera að útvarpsrekstur hafi þótt mikið fyrirtæki um 1930. En Parkinsonslögmálið settist að hjá útvarpinu daginn sem það var stofnað. Það hefur átt hcimilisfang þar slðan og á- rangurinn er óviðráðanleg eyðsla, vegna þess að innan stofnunarinnar getur enginn verið þekktur fyrirað hafa um- sjón með deild öðruvisi en hafa tuttugu manns á sinum snærum með eftirvinnu og aukavinnu. Þetta er orðið svitahús og það er kominn tími til að lofta út. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.