Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 12
12 vism Fimmtudagur 19. mars 1981 Úr og skartgripur — gott er að setja angórapeysur i frysti yfir nótt til að losna við rafmögnun, sem fylgir garninu. — þjóðráð er að setja epli ofan i púðursykurs- poka, ef sykurinn er orðinn harður og loka vel fyrir. Eftir sólar- hring er sykurinn finn. — prófið að setja smá- slatta af klór i vatn i stað sápunnar og þvoið gólfin upp úr þvi. — setjið aldrei matar- leifar inn i iskap fyrr en þær eru orðnar kaldar. — þurrkið aldrei af nema með deigum klút. — gott er að stinga gat á eggjaskurnina með finni saumnál áður en egg eru soðin, þau springa siður. Úraframleiðendur eru sifellt' að fullkomna framleiðslu sina — og jafnframt að smækka hana. Nú er komið á markaðinn hinn fegursti tima- mælir, sem eigendunum er ætlað að bera um hálsinn. úr þessi — eða timamælar — eru sem skartgripir um hals konunnar og gegna þvi tvi- þættu hlutverki. Þó er vissara fyrir eigandann að hafa góða sjón, þvi stafirnir á úrunum eru i smærra lagi. Visismynd: Friðþjófur llann er allur Iokkar ætt, það er alveg greinilegt”. Ég held nú síður sérðu ekki að hann er með nefið hans afa sins, stórt og þrútið”. Þannig fær fjöl- skyldan yfirleitt að kynnast þeim nýfædda — igegnum glerið á fæðingardeildunum. Visismynd:EÞS NoKKur húsráð Burt með gierið! A að fjarlæga „glerið" á fæðingardeildunum og leyfa fjölskyldunni að halda á og annast ungabarnið strax eftir fæðinguna? Hefur sýkingarhættan verið stórlega ýkt? Norski félagsfræðingurinn Lisbet Brudal heldur þvi fram i niðurstöðum rannsókna sinna á fæðingar- heimilum og deildum á Norðurlöndunum, en Brudal var stödd hér á landi i vikunni og hélt fyrirlestra. Hér á landi hefur það viðast tiðkast, að feðurnir hafa sáralitið fengið að umgangast ungabörnin sin á fæðingardeildunum — fengiðaðsjá þau i gegnum glerið og i mesta lagi fengið að halda á þeim örstutta stund. Systkini þeirra nýfæddu eru nánast bannvara, þvi talin hefur verið mikil hætta á að þau sýki ný- fæddu börnin. Lisbet Brudal segir hins vegar, að þessi sýkingarhætta sé stórlega ýkt, og það sé ungabarninu mikil- vægt að verða strax tekið i f jölskylduna — það hafi góð uppeldisleg áhrif bæði á nýfædda barnið og syst- kini þess. Lisbet segir það mikið jafnréttismál, að feðrum sé gefið tækifæri til að annast barn sitt jafnhliða móðurinni eftir fæðinguna. Það sé hinsvegar ekki gert ráð fyrir þvi. I upplýsingabæklingum fyrir verð- andi foreldra, er alltaf fyrst og fremst höfðað til móðurinnar, föðurins er einungis getið I framhjáhlaupi. A föðurinn er aðallega litið sem aukaatriði eða i besta tilfelli sem aðstoðarmann. Þessu verður að breyta segir Lisbet, bæði vegna föðurins og barnsins. Sumartíska sem hæfir veöráttunni Þá er það tiskan af hlýlegra taginu — tiska sem hentar vel i okkar loftslagi. Fötin eru itölsk. ítalir virðast mikið fyrir köflóttar flikur þessa dagana, og skórnir eru flestir flatbotna eða með lága hæla. Viddin á buxunum er nokkuð mikil og mjókkar jafnt niður. Pilsfaldurinn færist æ ofar og fer að minna á tiskuna upp úr 1970 þegar þau náðu rétt niður fyrir mjaðmir. Þótt þessi fatnaður sé frekar reiknaður sem siðvetrartiska á ítaliu, veðráttunnar vegna, þá fellur hann ágæta vel að islenskri hásumarveðr- áttu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.