Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19. mars 1981 ITiOiil 9 P———1 1 kvöldfréttum útvarpsins bárust þær fréttir um landið að björgunarsveit Slysavarnarfé- lagsins Ingólfs i Reykjavik hefði bjargað tveimur slösuðum mönnum frá þvi að verða úti skammt frá Landmannalaug- um. Björgunarsveitin hafði ver- ið á æfingu hjá Veiðivötnum, skammt norðan við Land- mannalaugar, þegar boð komu til þeirra um aðstoð við leit að tveimur mönnum, sem höfðu ekið á snjósleðum frá Land- mannalaugum kvöldið áður og ekkert hafði til spurst siðan. Björgunarsveitarmenn brugðu skjótt við og héldu til Land- mannalauga þar sem ætlunin var að afla frekari upplýsinga. Við Tungnaá aka þeir fram á ó- kunna slóð, sem lá þvert á leið þeirra, en þessi slóð hafði ekki verið þarna deginum áður þeg- ar björgunarsveitarmenn áttu leið þarna um. Við nánari at- hugun kom i ljós að slóðin lá fram á hengiflug og þar fyrir neðan lágu týndu mennirnir tveir talsvert slasaðir og þrek- aðir af kulda og vosbúð. Aukinn áhugi Ahugi Islendinga fyrir útiveru og ferðalögum hefur aukist al- veg gifurlega á siðustu árum og ekki síst ferðum að vetrarlegi, en með tilkomu vélsleða urðu vetrarferðir snöggtum auðveld- ari og nú er svo komið að enginn staður á landinu er óhultur fyrir feröamönnum, hvort heldur er sumar eða vetur. Hinn viðfrægi islenski veðurhamur vinnur nú litt á landanum sé hann útibúinn eftir kúnstarinnar reglum, svo hefur þróunin orðið ör i fram- leiðslu ferðabúnaðar. En þvi miður vill oft verða misbrestur á að vissum grundvallarreglum i ferðum og útbúnaði til ferða- laga sé framfylgt. Afleiðingarn- ar verða ferðalanginum stund- um að fjörtjóni, oft slasast hann en miklu oftast tapast fjármun- ir, sem stundum eru ekki tryggðir gegn áföllum á heiðum uppi. Tilefni þessarargreinarer hið vitaverða kæruleysi sem virðist plaga margan islenskan ferða- manninn, i flestum tilfellum þá sem þekkja ekki til landsins, eru óvanir ferðalögum, en nýta sér aðeins tæknina til þess að kom- ast á milli staða á sem skemmstum tima, án tillits til landsins og tala siðan fjálglega um sport, fallegt land og hversu viða hefur verið komið við. Skipulegar vetrarferöir nýtilkomnar L Tvimenningarnirsem getið er um i upphafi þessarar greinar og Björgunarsveit Ingólfs bar sú gæfa að bjarga frá þvi að verða úti, eru báðir tengdir nýju fyrirtæki sem nefnist Snjóferð- ir, gott ef það er ekki hlutafélag. Þetta fyrirtæki hefur skipulagt hópferðir á vélsleðum i Land- mannalaugar undanfarnar helgar, eins og segir i auglýs- ingu þeirra „undir leiðsögn þrautþjálfaðra björgunarsveit- armanna” og gist I skála Feröa- félags Islands sem stendur I Landmannalaugum. Þetta fyrirtæki er afleiðing. Undanfarna vetur hefur ferðum einstaklinga i Landmannalaug- ar fjölgað geysilega og má kenna eða þakka það tilkomu vélsleðanna. Margir héldu þarna til um hverja helgi'og kannast margir við þann, sem hrósaði sér af þvi að hafa dvalið Vetrarferðir ðn fyrirhyggju sjö helgar i röö þarna uppfrá á- samt fjölskyldu sinni. Undan- farin tvö ár segja menn að um flestar helgar hafi tuttugu til þrjátiu manns dvalið i Land- mannalaugum um helgar og fæstir greitt fyrir gistiaðstöð- una. A svipaðan hátt og Snjóferðir gera þá hefur franskur maður, Phil Patee (vonandi rétt staf- sett) starfrækt skipulagðar feröir með útlendinga i Land- mannalaugum og eflaust i lengri tima en Snjóferðir. Hvor- ugur þessara aðila hefur nokk- urt leyfi til ferðaskrifstofurekst- urs eftir þvi sem ég hef getað komist næst, en rekstur af þessu tagi hlýtur að þurfa leyfi svipað og venjulegar ferðaskrifstofur. Hvað varðar þá sleða, sem þessiraðilar hafa til mannflutn- inga, þá væri gaman að vita, hvort að leyfi sé fyrir þeim til þeirra hluta, eða hvort þeir séu skráðir á þann hátt sem reglur krefjast að vélsleðar, bilar og mótorhjól séu skráð. 1 samtölum sem undirritaður hefur átt við starfsmenn Ferða- málaráðs og samgöngumála- ráðuneytisins, þá hefur það komið fram, aö hvorki Snjóferð- ir né sá franski Jiafa sótt um ferðaskrifstofuleyfi. Landmanna laugar Hér er siður en svo verið aö amast við ferðum i Land- mannalaugar að vetrarlagi, en staðurinn er þannig að ósköp gott er að koma þangað. Þarna er hús, sem á að heita sæluhús, en ekki hótel. Þarna eiga menn að hafa húsaskjól, auðvitaö gegn greiðslu, sem notuö er til viðhalds hússins. En þegar svo er komið að tugir manna eru þarna um helgar á fyllirii, hvort heldur er á vegum skipulegra samtaka eða einstaklinga, þá er nóg komið. Við þvi verður að stemma stigu. Sem meðlimur i Ferðafélagi Islands kann ég illa að meta það að fyrirtæki noti skálann sem hótel enda gjör- samlega óviðeigandi. Ég veit að framkvæmdastjóri Ferðafélags Islands er á sama máli, enda hefur hann aldrei gefið leyfi til þess að skálinn væri leigður at- vinnuf yrirtæk jum. Skálinn er byggður af áhugamannafélags- skap til notkunar fyrir félags- menn og aðra þá sem þurfa á húsaskjóli að halda. Nú er engin upphitun i skálanum, en gengið er á birgðir hans og þannig um að stórsér á. I alvöru er kominn timi til þess að ihuga hvort ekki eigi að koma upp viðlika gæslu aö vetrarlagi og að sumarlagi, þó ekki sé til annars en að inn- heimta gistigreiðslur og sjá til þess, að vel sé um skálann gengið. Einnig er nauðsynlegt að hafa alsgáöar manneskjur i skálanum, þó ekki sé nema ör- yggisins vegna. Eldhætta er mikil þegar engin heitavatns- upphitun er i skálanum. Þarna er kolaofn sem eflaust er kapp- kyntur og flestir eru meö gas- eða bensinprimusa til upphitun- ar og matargerðar. ískyggileg þróun sem verður að stöðva Það er siður en svo sportið sem dregur menn i feröir i Landmannalaugar að vetrar- lagi. Megnið af ferðalöngum þeim sem þangað koma er á hröðu blússi. Óþrifnaður er mikill svo sem fylgir oft hömlu- lausri neyslu áfengis. Menn trylla á vélsleöum um allar Sigurður Sigurðarson út- gefandi og ritstjóri Á- fanga# tímarits um ferðamál, skrifar grein í tilefni af þvi slysi, þegar tveir menn fóru fram af hengiflugi á ferð um ó- byggðirnar. Sigurður bendir á að ferðamenn sýni af sér vitavert kæruleysi. Hann gagnrýnir einnig þann aðbúnað sem vetrar- ferðamönnum er boðið upp á og leggur til að á- byrgir aðilar veiti upplýs- ingar og hafi eftirlit með slíkum ferðum. jarðir eins og margir jeppaeig- endur gera undir svipuðum á- hrifum, hvort heldur er af á- fengi eða heilnæmu fjallaloft- ínu. Svo stendur þangað til drykkjuhugurinn er úr mönn- um, ökutækið bilar eða slys verður. Vandamál nútima ferða- mennsku á hálendi landsins og raunar hvar sem er fjarri mannabyggðum er það, að lög- gæsla er engin og menn gripa ó- sjálfrátt tækifærið, sleppa fram af sér þvi beisli sem lög og regl- ur setja einstaklingnum i sam- félaginu honum sjálfum til varnar gegn öðrum eða jafnvel sjálfum sér. Það er óskandi aö Þórsmerkurævintýrið færist ekki yfir i Landmannalaugar eða viðar. Svo mörg banaslys hafaorðið iÞórsmörk vegna ölv- unar eða kæruleysis, svo maöur tali nú ekki um tjón á fólki og fjármunum, að ekki er við bæt- andi. Það verður aldrei komið i veg fyrir vetrarferðir, þær eru hafn- ar — hafa kannski farið of geyst af stað, en brýnt er að settar verði reglur um tilhögun slikra feröa og ábyrgir aðilar annist þær. Upplýsingar og kynning á vetrarferöum og útbún- aði Það hefur mikið skort á, að upplýsingar liggi fyrir um þann útbúnað sem nauösynlegur er i feröir, hvort heldur er fyrir sumar- eða vetrarferðir, fyrir gangandi eða akandi. Þessar upplýsingar liggja þó fyrir hjá ýmsum aðilum, svo sem hinum fjölmörgu björgunarsveitum, sem sumar hverjar hafa gefið slikar upplýsingar út. Undirrit- aður gefur út timaritið A- FANGA og er þar kappkostað að safna slikum upplýsingum og birta til hagræðis fyrir feröa- menn. 1 þessari grein minni hef ég farið nokkuð viða, gagnrýnt ýmislegt sem mér hefur fundist gagnrýnivert. Sumt af þvi kann aö vera byggt á misskilningi minum á þeim upplýsingum sem ég hef haft fyrir hendi. Beð- ist er fyriríram velviröingar á þvi. Hins vegar hefur ekki verið reynt að gagnrýna einn eða neinn á annan hátt en þann sem tilefni hefur gefið til. Von min er sú aö vetrarferðir eigi framtiö fyrir sér og þær verði stundaðar af meiri fyrirhyggju en hingað til. Siguröur Siguröarson, útgefandi/ ritstjóri. ix.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.