Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 19. mars 1981 Heldur þú að heims- meistarakeppnin i skák verði háð hér á landi? Kristinn Ingvarsson, bóndi: Ég vona það, það væri skemmti- legt. Helgi Jónsson, nemi: Ég veit ekki, já. Það væri gaman. Guðmundur Björnsson, bóndi: Ég hef ekkert vit á þessu og veit ekkert um það. Arni Gunnarsson, iæknir: Alveg eins. Það eru nokkuð góðar likur til þess. Haukur Jónsson, bifvélavirki: Ég veit það ekki. Það er heldur liklegt. vism l—mm m mmmm m mm m m m m mmwmmm* m m mmm m m m m — _ áaa m m m ■ ^hugl á n ingum mér í Dlóö ttorinn” Rætt við Einar Loga Einarsson tormann Náttúrulækningatéiags Reykiavikur „Ahugi minn á náttúruiækning- um er mér eiginiega i blóð borinn og frá þvi ég man eftir mér hef ég veriö i nánum tengslum við grasalækningar,” sagði Einar Logi Einarsson, formaöur Nátt- úrulækningafélags Reykjavikur, i samtali við Vísi. Einar Logi er fæddur i Reykja- vik 1952, sonur hjónanna Einars Jónssonar vélstjóra og konu hans Astu Erlingsdóttur, grasalæknis, en hún er af hinni svokölluðu grasaætt, úr Skaftafellssýslun- um. EinarLogi starfar hjá Ernin- um. „Það var fyrir um 10 árum aö ég byrjaði að læra grasalækning- ar fyrir alvöru af móður minni, sem nam af föður sinum Erlingi og hann aftur hjá móður sinni Þórunni Gisladóttur, og svo áfram, en grasalækningar hafa alla tiö verið mikiö áhugamál móöurættar minnar. Svo strax og ég fór að hafa áhuga á nokkru, hneigðist hann i þessa átt,” sagði Einar Logi. — En hvernær fórstu svo að starfa fyrir Náttúrulækninga- félagið? „Það var fyrst sumarið ’75, þá var ég ráöinn austur að Heilsu- hælinu i Hveragerði i timabundna vinnu við að safna tejurtum og bjó til mismunandi teblöndur fyr- ir hælið. Um það leyti gekk ég i félagiö. Það var þó ekki fyrr en ’77, að ég fór að skipta mér af fé- Einar Logi Einarsson, formaður Náttúrulækningafélags Reykja- vikur. Þau mistök urðu hér i blaö- inu i fyrradag i viðtali við þennan sama Einar Loga, að birt var mynd af alnafna hans hljóm- listarmanni og rithöfundi, en hér kemur rétt mynd. lagsmálum innan félagsins, og var siöan kosinn i stjórn á þeim margfræga aðalfundi félagsins ’79. Frá þeim tima hef ég starfað sem formaður félagsins.” — Nú er aðalfundur félagsins i kvöld, hyggst þú bjóða þig fram til endurkjörs? „Nei, ég mun ekki gefa kost á mér aftur.” — Hver er ástæða þess? „Hún er fyrst og fremst sú, að mér finnst félagið afskaplega þungt i vöfum enda gamalt og rótgróið, en ekki það að ég hafi ekki áhuga Iengur.. Náttúrulækningafélagið er stofnað til að vekja athygli á og bindast samtökum um framgang náttúrulækningastefnunnar, ef svo má að orði komast. Reyndin hefur hins vegar orðið sú, að starfsemin hefur snúist um ákveðnar framkvæmdir, eins og byggingu Heilsuhælisins, sem er einskonar þungamiöja starfsemi félagsins. Ég er ekki ánægður með, hvernig Heilsuhælið i Hveragerðihefurþróast. Hælið er i dag nánast geymslustofnun fyrir sjúkrahúsakerfið. Heilsuhælið hefur þvi verið rekið sem hvildar- heimili, fremur en markvisst náttúrulækningahæli.” — Hafa umsvif félagsins aukist frá þvi þú hófst að starfa með þvi? „Umsvif félagsins hafa alla tið snúist i kringum rekstur ákveð- inna fyrirtækja, eins og Matstof- unnar að Laugavegi og Heilsu- hælisins og þeirra fasteigna, sem þessu tengjast. Félagslega hliðin 'hefur gegnum árin verið mjög vanrækt og það hefur ekki breyst undanfarin tvö ár. Það hefur að visu verið aukiö við útgáfustarf- semi og útivistarstarfsemi en á kostnaö félagsfunda, enda má segja að félagsfundirnir sem slik- ir voru farnir að virka mjög frá- hrindandi þvi yfirleitt loguðu þeir alltaf I illdeilum.” — Er fólk opið fyrir félagi eins og þessu eða er það bara sérviska að ganga i svona félag? „Það má segja kannski að það flokkist undir sérvisku að ganga i félag, sem i rauninni skilar ekki miklum árangri út á við, annað en aö velta áfram þvi kerfi, er komið hefur verið á i sambandi viö Heilsuhælið og það er mjög já- kvætt svo langt sem það nær. Hins vegar hefur áhugi á heilsu- samlegu mataræði og lifnaðar- háttum aukist mjög, hvort sem það er þessu félagi að þakka eöa einhverju öðru. Mér finnst þó persónulega, að félaginu hafi ekki tekist að verða það leiðandi afl i þeirri áhugavakningu, sem orðið hefur á þessu sviði.” — En að lokum Einar Logi, hvað gerir þú i fristundunum? „Það má segja, að Náttúru- lækningafélagið hafi tekið allar minar fristundir undanfarin tvö ár, en min áhugamál liggja nú svona frekar á sérsviðum innan þessa sviðs, eins og grasalækn- ingum, sagði Einar Logi Einars- son. —KÞ að ræöa.skal ckki giskað á hér. Vegir himnaföður- ins geta vist verið ó- rannsakanlegir. Hiönarifrildl Þau hjónin höfðu rifist ofsalega, eins og gerst getur á bestu bæjum. Og hvorugt vildi láta undan. „Þú ert nú svo hjólbein- ótt, að svin gæti hæglega stokkið á milli fótanna á þér”, hvæsti húsbondinn. „Jæja”, sagði frúin meö iskulda I röddinni, „Stökktu þá”. Beðið á meðan McDonald hafði boöið konunni sinni út að borða. Hann pantaöi eina buff- sneið, og bað um borð- búnað fyrir tvo. Þegar þjónninn kom með mat- inn, skipti McDonald buffinu i tvennt, setti annan bitann á disk konu sinnar, cn byrjaöi sjálfur aö boröa hinn. Konan sat hins vegar með hcndur i skauti og hafðist ekki að. „Er eitthvað að, frú?”, spurði þjónninn áhyggju- fullur. „IJst yöur ef til vill ekki á matinn?” ,,Jú, jú”, svaraði frú McDonald, ,.ég er bara að biða meöan maðurinn minn notar fölsku tenn- urnar”. Töskuheildsoi- um Ijölgar Mikið hefur verið am- ast við crlendum tösku- heildsölum hér á landi, sém vonlegt er. Þykja þeir hinir verstu vágest- ir, en'ekki hefur þó veriö Jóhanna S. Sigþórsdóttir blaðamaöur skrifar: Tllvlllun? Enn cinn stóratburöinn I þjóðlifinu ber upp á af- mælisdag Þorsteins. Hinn siöasti var allsherjar- vinnustöðvun ASI i fyrra. Margumræddur lands- fundur Sjálfstæðisflokks- ins veröur haldinn I haust, eins og hefur kom- ið framog hefst hann 29. október. Vill svo til aö setningardaginn ber upp á afmælisdag Þorsteins Pálssonar framkvæmda- stjóra Vinnuveitenda- sambands islands. Vist hefur Þorsteinn verið orðaður við ónefnd trúnaöarstörf innan Sjálf- stæðisflokksins, en hvort þarna er um hreina til- viljun, eða eitthvaöannaö hægt að stemma stigu við ásókn þcirra hingaö. Mun nú hafa brugðiö svo við að feröum þeirra hingað til lands hefur fjölgað verulega að undanförnu. Astæðan er sú, að Flugleiðir bjóða nú upp á ódýrar helgarferðir frá Norðurlöndunum. Sáu töskuheildsalarnir fljótt, að þarna var gott tæki- færi tilaðslá tvær flugur i einu höggi, þ.e. að ferðast ódýrt og gera góðan „bisness”. Þvi segir sag- an að þeir flykkist hingað til lands frá Norðurlönd- unum og hamist á smá- sölum hér allar helgar, hinum siðarnefndu til mikillar armæðu. Fulllrúl mennlamáia- ráðherra A dögunum var tveim islenskum blaðamönnum Menntamálaráöherra komst ekki til Búlgarlu á tilsettum tima... .. svo Atli Magnússon varð sérlegur fulltrúi hans, alveg óvænt. boðiö til Búlgariu, i tilefni 13*0 ára afmælis búlgarska rikisins. Voru þaö þeir Atli Magnússon blaðamaður á Tfmanum og Baidur öskarsson á Þjóðviljanum. Kristinn Finnbogason sá uni skipulagningu og fram- kvæmd ferðarinnar. Var fyrirhugað aö Ingvar Gislason mennta- málaráðljerra yrði með i förinni, cn af óviðráðan- legum ástæðum komst hann ekki á tilsettum tima. Segir sagan, að Búlgariumenn hafi tekiö blaðamönnunum meö kostum og kynjum, eink- um þó Atla. Mun það ein- hvern veginn hafa komist inn i kollana á þeim að hann væri sérlegur full- trui menntamála ráð- hcrra og báru þeir hann á höndum sér meðan á dvölinni stóð. Er ekki aö efa að Alti hafi staðið sig vel íþessunýja og óvænta „stykki", enda maður víðlesinn og fróður. Gott hjá Guðmundl Svo viröist sem vcður- fræðingarnir hjá sjón- varpinu hafi tekið þá stefnu að lifga svolitið upp á flutning veður- fregna og er það vel. Það er orðið æ algengara að þeir viki aðeins af braut- um veðurfræðinnar og spjalli svolitið við þá sent heima sitja, i upphafi timans. Trúlega cr Trausti Jónsson upphafsmaður aö þessari nýbreytni, en fleiri hafa fetað I fótspor hans. Til dæmis vakti það athygli, aö Guðmundur Hafsteinsson, (sem menn voru að hafa áhyggjur af, vegna þess að hann fékkst aldrei til, að bjóða gott kvöld) brá undir sig betri fætinum i fréttatimanum i fyrrakvöld. Hafði hann þá yfir samtal. sem sagt er að Sæmundur fróði hafi átt við Ljóta kallinn. Er vonandi að Guðmundur og þeir hinir sjái ástæðu til að halda áfram á þess- ari braut. Trausti hefur gengið á undan með góðu fordæmi Iog hresst verulega upp á veröurfregnatimana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.