Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 19.03.1981, Blaðsíða 14
Báöslefna Verslunarráös og Félags íslenskra feröaskrífstofa um feröaöjönustu á íslandi: vtsnt Fimmtudagur 19. mars 1981 Fimmtudagur 19. mars 1981 vísm Fremst má greina ferðaskrifstofumennina (Jlfar Jacobsen og Eystein Helgason. Bjarni Snæbjörn Jónsson hagfræðingur. Kjartan Lárusson forstjóri Ferðaskrifstofu rikisíns og Birgir Þorgilsson markaðsstjóri Ferðamálaráös (Visism. EÞS). Fækkun erlendra ferða- manna sem heimsóttu landið á síðasta árú þýddi að minnsta kosti tveggja milljaröa g.króna minni gjaldeyrisskil í banka, auk tekjutaps flugfélaga. Tekjur af samgöngum og ferðaþjónustu námu sam- tals 17,3% af gjaldeyris- öflun þjóðarinnar árið 1979. Þessar upplýsingar komu meðal annars fram i erindi, er Bjarni Snæbjörn Jónsson, hag- fræöingur- hélt á ráðstefnu um Ferðaþjónustu á Islandi, sem Verslunarráð og Félag islenskra feröaskrifstofa gekkst fyrir á dögunum. Bjarni Snæbjörn sagöi,að siöan 1973 mætti segja,að stöðnun hefði rikt i ferðamannastraumi til landsins. Fjöldi erlendra feröa- manna hefði sveiflast milli 70 og 75 þúsund á ári. Hins vegar mætti ætla að feröalög færðust i aukana samfara bættri samgöngutækni og auknum fritima. Áriö 1978 var framlag feröa- þjónustu til þjóöartekna samtals 15.444 m. g.króna, sem er um 5,1% af þjóöartekjum I heild. Framlag iönaðar i heild án ál- framleiöslu var 15,4%, heild- verslunar 5,5%, smásöluversl- unar 5%, fiskveiöa 7,2% og fisk- vinnslu 8%, samkvæmt upplýs- ingum sem fram komu i erindi Bjarna Snæbjörns. óhóflegir skattar Margir af þeim, sem til máls tóku á ráöstefnunni. gagnrýndu harðlega það skattaokur sem við- gengst af hálfu stjórnvalda á hendur ferðamönnum. Bjarni Snæbjörn Jónsson benti á, aö nú þyrftu hjón aö greiða 2.120 ný- krónur (212.000 gamlar krónur) i skatt til rikisins fyrir þann munaö aö skreppa til útlanda. Er þar um aö ræða flugvallarskatt og skatt á ferðagjaldeyri. Séu hjónin er- lendir ferðamenn þurfa þau aö greiða 224 krónur fyrir að fá aö yfirgefa landið. Steingrimur Hermannsson, samgönguráðherra, var viö- staddur upphaf ráðstefnunnar, flutti ávarp og svaraði fyrir- spurnum. Flugvallarskattinn bar þá á góma og Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi spurði hvort einhver áform væru uppi um að leggja lika skatt á farþega sem ferðast með Smyrli. Ráðherra kvaöst mundu koma þessari hugmynd á framfæri við fjármálaráöherra, sem eflaust tæki henni fegins hendi. Svar ráöherrans, þótti I slikrar stefnu, heldur einnig fram- kvæmd hennar. Áhugi stjórnvalda, einkum ákveðins hluta framkvæmda- valdsins, væri fjarri þvi aö vera mjög upplifgandi varðandi slika stefnumörkun. Stundum virtist sem ráöamenn á löggjafarþingi og i stjórnsýslu skorti þá grund- vallarþekkingu, sem væri for- senda þess að hafa skilning á þvi að geta myndaö sér eigin sjálf- stæöa skoðun. Heimir sagði að nú þyrfti að vinna að tvenns konar áætlunum i sambandi við feröaþjónustu, annars vegar áætlun til langtima, hins vegar skammtima-áætlun. Sú fyrri væri mótun heildarstefnu iislenskum ferðamálum sem yrði eins konar rammi þeirra næstu árin. Siöan sagði Heimir: „Það er óbifanleg skoðun min, að fyrir nokkru sé orðiö timabært að sameina krafta ferðaþjónust- unnar og ýmissa útflutningsat- vinnuvega á hinum erlendu mörkuöum. Þarna fara hagsmun- irnir algjörlega saman, allir að- ilar eru að koma á framfæri svo- kallaöri gæðavöru á tiltölulega háu verði, þar sem markviss kynningarstarfsemi er likleg til að leiða til viðskipta. Þegar er kominn visir að sliku samstarfi margra aöila, en þetta samstarf þarf að auka og efla. Ýmislegt hefur veriö gert i þessum efnum. margt er i undirbúningi, en enn fleira á eftir að sjá dagsins ljós”. Endastöð í fluginu Þá drap Heimir á mikilvægi starfsemi Flugleiða, og sagöi meðal annars, aö þvi fyrr sem yrði fastmótuð meginstefna fé- lagsins, að Island veröi endastöð i öllu flugi þess, þeim mun liklegra væri að þar næðist mikilvægur árangur. Þá stefnq þyrfti að út- færa meö sterkum markaösaö- geröum heima og erlendis, þar sem veruleg áhersla yröi lögö á heimsóknir erlendra ferðamanna til Islands. Taldi Heimir aö stór- aukin samvinna Feröamálaráðs og Flugleiða um framkvæmd slikrar stefnu væri ein leiðin til þess aö liklegt mætti telja, að ár- angur næðist. Sama gilti um aðra iflugrekstraraðila, sem kynnu að Ikoma fram á sjónarsviöið. i „Það er óbifandi sannfæring min, að takist okkur aö vinna ferðaþjónustunni aukinn sess I Is- lensku atvinnullfi og gera feröa- málin að enn virkara afli i þjóö- félaginu og vitund þjóöar- jinnar — munum viö búa i enn betra þjóðfélagi áriö 1990 en viö gerum i dag”, sagði Heimir Hannesson undir lok ræðu sinnar. — SG Flmm slnnum melri tekjur af ferðamðnnum en hvalkjDll Vængbrotinn fugl 1 þessu sambandi er rétt að greina frá hvaða hlutverki Feröa- málaráö á aö gegna, lögum sam- kvæmt. Þar má nefna skipulagn- ingu og áætlanagerð um Islensk feröamál, landkynningu, þátttöku I fjölþjóðlegu samstarfi um feröa- mál, aöstoö viö einstök ferða- málafélög og fleira og fleira. Þrautreyndur maöur á sviði feröamála, Birgir Þorgilsson, hefur verið ráöinn markaðsstjóri Ferðamálaráös og sem staögeng- ill ferðamálastjóra. Nú mætti ætla, aö samhliöa ráðningu Birgis væri honum og Feröamálaráði I heild skapaður viðunandi starfs- grundvöllur, ekki sist þegar litið er á mikilvægi feröaþjónustu fyrir þjóðarbúiö. Þvi er hiiiS/ vegar ekki að heilsa. A þessu ári hefur ráðið ekki nema úr liðlega tveimur millj- ónum króna úr að spila og af þeirri upphæð þarf að greiða allan fastakostnaö við starfsem- ina. Feröamálaráð er þvi eins og vængbrotinn fugl' og vandséð hvernig það geti sinnt sIqv lög- bUP.dna hlutverki. „Það þarf að láta þingmennina ' skilja hvað það eru mörg atkvæöi, sem starfa að ferðamannaþjón- ustu. Þá fara þeir aö gera eitt- hvaö”, sagði Lúðvig Hjálmtýsson ferðamálastjóri og eru það orð að sönnu. Dýrt að byggja hótel I ræðu Siguröar Helgasonar forstjóra Flugleiða kom meðal annars fram, að fyrir einu og halfu ári eöa svo létu Flugleiöir reikna út kostnaö viö aö reisa við- byggingu við Hótel Esju. Heildar- kostnaður var áætlaður um 15 milljónir dollara og kostnaður á herbergi 60 þúsund dalir. Sig- urður sagði- aö i þessum viö- skiptum væriregla að reikna með að herbergisleiga á nótt miðað við meöalnýtingu þyrfti að nema einu prómille af byggingarkostnaöi herbergis. Samkvæmt þessu hefði gisting fariö upp 160dollara á nótt og það væri of mikið. gamansömum tón væri, endur- speglar það viöhorf stjórnvalda að rukka skuli hvern manna, inn- lenda sem erlendan, sem dirfist að skoða sig um. Ferðamálaráð svikið Þaö er hins vegar ekki nóg aö skattleggja þá sem ferðast. Ekki er annaö aö sjá en þeir miklu fjármunir sem erlendir ferða- menn færa þjóöarbúinuséu taldir miöur góðir, ef litið er til aðgeröa stjórnvalda. Þvi sé nauösynlegt aö stemma stigu við komu fleiri feröalanga frá útlöndum Heimir Hannesson, formaöur Ferðamálaráðs, greindi frá þvi, að meö lögum frá 1976 hefði Ferðamálaráöi verið markaður tekjustofn, 10% af brúttóveltu Frihafnarinnar á Keflavikurflug- velli. Þessar tekjur hefðu þó aldrei komið fyllilega til skila og griddar bæði seint og illa. Þegar þeim seinagangi var mótmælt var gripið til þess ráðs að breyta lögunum i þá veru, aö greiða skyldi hluta af skilaandvirði tekna Frihafnarinnar til Feröa- málaráðs. Eftir þvi sem næst verður kom- ist mun þessi tilhögun hafa skert tekjur Feröamálaráðs um helm- ing. Steinn Lárusson.forstjóri (Ir- vals. sagði á ráðstefnunni, aö ráöið heföi nú sömu upphæö til ráðstöfunar á þessu og það hafði árið 1977. Sjá allir um hve mikinn niðurskurð er að ræða I 50—60% veröbólgu á ári, þegar krónutalan er óbreytt i fjögur ár. Það kom lika fram hjá Ludvig Hjálmtýs- syni, ferðamálastjóra, að naumt er skammtað og litiö hægt að gera af þvi sem þarf til að Feröamála- ráö geti sinnt hlutverki sinu. Sigurður benti á, að rikið tæki sitt i skatta og gjöld, þegar reist væri nýtt hótel. Mætti ætla að 20—25% af byggingakostnaöi hótels færi til rikisins i einu eða öðru formi. Sum staðar erlendis væru sllk gjöld felld niður af hótelbyggingum og þannig stutt við bakið á þessum mikilvæga at- vinnurekstri. Þá sagöi Sigurður, að vinna þyrfti markvissara að þvi að selja landiö erlendis og afla meiri upp- lýsinga um þá erlendu feröamenn sem sækja okkur heim. Nefndi hann til dæmis upplýsingar um úr hvaða starfsstéttum þeir eru og hve löng viðdvöl hvers og eins væri. Sæmundur Guðvinsson blaðamaður skrifar Ferðamenn i 400 flugvélar Hér aö framan hefur veriö drepið á nokkur atriði.sem fram komu á ráðstefnu Verslunarráðs og Félags ferðaskrifstofa. Ekki eru tök á að gera tæmandi grein fyrir umræðum sem þar fóru fram, en hér á eftir veröur stiklaö á stóru i ræðu sem Heimir Hannesson formaður Ferðamála- ráös. f lutti: „A árinu 1979 komu tæplega 75 þúsund erlendir ferðamenn með flugvélum til landsins, með áætl- unarflugi eöa leiguflugi. Sé flug- floti I eigu eöa notkun Flugleiða h.f. i millilandaflugi athugaöur kemur i ljós aö hann hafði i allt á þvi ári um það bil 914 sæti eða 183 sæti að meöaltali. Það er Ihuganarefni fyrir alla að velta þvi fyrir sér, hvaöa þýð- ingu það hafði fyrir flugsam- göngur til Islands og umheimsins aö selja um 75 þúsund erlendum ferðamönnum sæti til og frá land- inu, Miðað viö sætaframboöið 183 sæti I hverri ferð, þýðir það hvorki meira né minna en 409 ferðir á ári til og frá landinu, sé eingöngu miðaö við erlenda feröamenn. Kæmu hins vegar hingað á þessu ári eöa þvi næsta 100.000 er- lendir feröamenn mundi það jafn- gilda þvi að þeir fylltu 546 flug- vélar til og frá landinu, miöað við meðalsætaframboð Flugleiða á Móttaka erlendra feröamanna færir þjóðarbúinu drjúgar tekur I erlendum gjaldeyri. árinu 1979, eöa 183 sæti pr. flug- vél. Myndi þetta jafngilda um það bil 1,5 flugferð til eða frá landinu á dag. Ótalið er þá gildi þessara heimsókna fyrir samgöngukerfið innanlands, enda ætti þessi tala ein að segja slna sögu”. Fiskur og ferðamál I framhaldi af þessu benti Heimir á, að eina færa leiðin til aö tryggja viðunandi samgöngur til og frá landinu sé aukning I ferða- málum, eöa að minnsta kosti aö haldið sé i horfinu. 1 ræöu Heimis Hannessonar |kom fram fróðlegur saman- buröur á gjaldeyristekjum af ferðaþjónustu annars vegar og ýmsum öörum atvinnugreinum hinsvegar. Gjaldeyristekjur af þessari þjónustu námu tæpum 16 milljöröum 1979, en I raun og veru segja þær ekki nema hluta sög- unnar. Heimir sagði meöal annars um þetta atriði: „Séu gjaldeyristekjur af ferða- þjónustu bornar saman við ýmis konar útflutning, sbr. hag- skýrslur á árinu 1979, kemur ýmislegt athyglisvert I ljós. Ferðamálin gefa af sér i gjald- eyri á þvi ári sem svarar milli 50 og 60% af heildarútflutningi alls saltfisks Sölusambands Isl. fisk- framleiðenda, þau gefa af sér rúmlega tvöfalt meiri gjaldeyris- verðmæti en sala salt- og krydd- sildar á vegum Sildarútvegs- nefndar á árinu, um þaö bil 5—§ falt andvirði allra hvalaafurða landsmanna, um það bil fimmfalt verð kisiljárns flutt út af Járn- blendifélaginu, um það bil nifalt verðmæti skreiöar fluttrar út af Samlagi skreiöarframleiö- enda — ennfremur nifalt alls kisilgúrs á árinu og 27 falt and- viröi útfluttra skinna og ullar frá Sláturfélagi Suðurlands, svo nokkur dæmi séu nefnd”. Ferðamálastefna Heimir Hannesson sagöi enn- fremur aö okkur vantaði skýrari og afmarkaðri heildarstefnu i ferðamálum. Fullur vilji væri af hálfu Ferðamálaráðs til slikrar stefnumörkunar. Það væri hins vegar yfirlýst stefna þess Feröamálaráðs sem nú starfaði, að vinna ekki eingöngu að mótun Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykja- víkur verður haldinn að Hótel Esju/ fimmtu- daginn 26. marz kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Teppí í bilinn Vatnsþéttur # b Sætaáklæði á aðeins kr. 395. settið á allan bílinn. Bilateppi frá aðeins kr. 95. pr. ferm. Einnig: Snjómotturnar sivinsælu, issköfur, keðjur, startkaplar, upphækkunarhringir, og kloss- ar i flestar gerðir bíla o.ffl. o.fl. Opíð: mánud.—föstud. frá kl. 9-6 laugard. kl. 10-12. Lítiö inn eða hringið Sendum í póstkröfu Siöumúia 17, Reykjavik, Simi 37140 HOTEL VARDDORG AKUREYRI SlMI (96)22600 Góð gistiherbergi Morgunverður Kvöldverður Næg bílastæði Er í hjarta bæjarins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.