Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKN HEFST STRAX Mál Jóns Ólafssonar, sem verið hefur til rannsóknar hjá skattrann- sóknastjóra vegna meintra skatta- lagabrota hans, var sent til opin- berrar meðferðar hjá efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra á gamlársdag. Jón H. Snorrason, sak- sóknari hjá efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra, staðfesti við Morg- unblaðið að málið hefði borist deild- inni á gamlársdag. Hann segir að rannsókn deildarinnar hefjist strax og að hann eigi von á að hún verði mjög umfangsmikil. Enga vopnaða verði Flemming Hansen, samgöngu- ráðherra Dana, telur það „afar slæma hugmynd“ að ætla að setja vopnaða öryggisverði í flugvélar, líkt og Bandaríkjastjórn hefur boðað að verði gerð krafa um í öllum flug- vélum sem fljúga til Bandaríkjanna. Húsbréfakerfið burt Húsbréfakerfið verður aflagt 1. júlí næstkomandi og lán Íbúðalána- sjóðs verða þá framvegis í formi peningalána, sem grundvölluð verða á íbúðabréfum, sem fjármögnuð verða með útboði. Verða afföll og yfirverð á bréfunum þannig úr sög- unni við lántöku. Sjúklingar borga að fullu Tryggingastofnun ríkisins er nú óheimilt að endurgreiða kostnað sjúklinga sem sækja sér þjónustu sérfræðilækna og þurfa sjúkling- arnir því að greiða fyrir slíka þjón- ustu úr eigin vasa. Á gamlársdag var slitið viðræðum milli samninga- nefndar Læknafélags Reykjavíkur (LR) og samninganefndar heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis (HTR) um nýjan samning um greiðsluþátttöku TR í sérfræði- læknishjálp. Flugi til Washington aflýst British Airways aflýsti í gær flugi frá Heathrow-flugvelli til Washing- ton í Bandaríkjunum af öryggis- ástæðum. Í fyrradag voru allir far- þegar í sama flugi yfirheyrðir við komuna til Washington. Mikill við- búnaður hefur verið undanfarna daga á flugvöllum í Bandaríkjunum en yfirvöld óttuðust hryðjuverka- árásir um jól eða áramót. Nilsen vann Norðmaðurinn Kurt Nilsen sigr- aði í gær í World Idol-keppninni sem haldin var í London í Bretlandi. Um var að ræða sérstaka keppni sigur- vegara í Idol-leiknum í ellefu þjóð- löndum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 22/26 Viðskipti 12 Bréf 28/29 Erlent 14 Dagbók 30/31 Daglegt líf 16 Staksteinar 30 Listir 17 Kirkjustarf 31 Umræðan 18 Fólk 32/37 Ávörp 19/20 Bíó 34/37 Forystugrein 20 Ljósvakamiðlar 38 Viðhorf 22 Veður 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@- mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@- mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HÓPUR nokkurra vaskra Íslendinga stakk sér til sunds í Nauthólsvík í gær og hóf þannig árið með heilsueflingu á nýársdegi. Tíu sundmenn þreyttu nýárssundið í Nauthóls- vík og það merkilegasta er að tveir þeirra eru aðeins 14 og 15 ára. Það eru þau Jón Eyjólfur Jónsson og Helga Ásdís Jónasdóttir, sem voru bæði að leggja í þetta afrek í fyrsta sinn, og ekki annað að sjá en að sundið hefði farið vel í þau. Þó að frost væri töluvert í gærdag þegar sund- ið átti sér stað létu garparnir það ekki á sig fá heldur syntu hver í kapp við annan. Þeir flýttu sér þó að þurrka sér og klæða þeg- ar í land var komið enda getur frostið bitið harkalega á þessum árstíma. Ylströndin, sem flestir nota sér yfirleitt eingöngu yfir sumartím- ann þegar vatnið er þægilega volgt, er því alls ekki mannlaus á veturna, í það minnsta ekki á meðan þetta vaska fólk heldur uppteknum hætti og stundar sjósund að vetrarlagi af miklum krafti. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sjósund á nýju ári FJÓRTÁN ára drengur í Grindavík brenndist illa á hendi um eittleytið á nýársnótt þegar flugeldur sem hann var að skjóta upp sprakk í stað þess að fara upp í loftið með þeim af- leiðingum að kviknaði í úlpu drengsins. Drengurinn er tal- inn hafa brennst á hendinni við að reyna að slökkva eldinn í úlpu sinni. Drengurinn var fluttur á bráðamóttöku Land- spítalans í Fossvogi þar sem búið var að sárum hans, en þau eru ekki talin alvarleg. Dreng- urinn var útskrifaður af slysa- deild í gær. Áramótin voru ann- ars stórslysalaus og þakka seljendur flugelda það aukinni notkun öryggisgleraugna. Flugelda- slys í Grindavík STEINGRÍMUR Sigurgeirsson hef- ur verið ráðinn aðstoðarmaður Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur, ný- skipaðs menntamálaráðherra. Steingrímur tekur við starfinu nú um áramótin. Steingrímur fæddist árið 1966. Hann lauk BA-prófi í stjórnmála- fræði frá Háskóla Íslands 1997 og MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá John F. Kennedy School of Govern- ment við Harvard-háskóla í Cam- bridge í Bandaríkjunum 2002. Steingrímur hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1986, m.a. sem fréttastjóri er- lendra frétta. Hann sat um ára- bil í stjórn Sam- bands ungra sjálf- stæðismanna, var framkvæmda- stjóri SUS og einnig Samtaka ungra íhalds- manna á Norðurlöndum, NUU. Steingrímur er kvæntur Maríu Guðmundsdóttur viðskiptafræði- nema og eiga þau tvær dætur. Aðstoðarmaður mennta- málaráðherra ráðinn Steingrímur Sigurgeirsson UM 149 erlend fiskiskip tilkynntu stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um afla innan íslenskrar fiskveiðilögsögu árið 2003 og var aflinn samkvæmt þeim heimildum samtals 169.757 tonn. Í fyrra veiddu erlendu skipin 206.330 tonn. Munurinn liggur helst í því að minna veiddist af loðnu í ár en í fyrra, segir í tilkynningu frá Land- helgisgæslunni. Bretar veiddu á árinu 1.279 tonn, Þjóðverjar 1.307 tonn, Færeyingar 135.468 tonn, Norðmenn 1.472 tonn og Grænlend- ingar 30.230 tonn. Afli bresku skip- anna samanstóð að mestu leyti af karfa, eða 1.073 tonn, og þorski, um 100 tonn. Þjóðverjar veiddu mest af karfa, 1.147 tonn, og þorski, um 60 tonn. Alls höfðu 95 norsk skip leyfi til veiða í efnahagslögsögunni. Afli Norðmanna var að mestu loðna eða 865 tonn en einnig veiddu þeir tals- vert af keilu eða 315 tonn. Mikill munur er á loðnuafla Norðmanna samanborið við árið 2002 en þá veiddu þeir 56.130 tonn af loðnu. Fimmtíu færeysk skip höfðu leyfi til línu- og handfæraveiða. Þau fengu alls 4.000 tonn af mismunandi teg- undum botnfisks. Einnig höfðu tíu færeysk skip leyfi til veiða á kol- munna og loðnu. Þau veiddu 95 þús- und tonn af kolmunna og 36.500 tonn af loðnu. Grænlendingar höfðu eitt loðnu- veiðileyfi og eitt botnfiskveiðileyfi. Þeir veiddu 27 þúsund tonn af loðnu og 3.000 tonn af botnfiski. Einnig höfðu fimm japönsk tún- fiskveiðiskip leyfi til veiða hér við land en þau tilkynna afla sinn til Haf- rannsóknastofnunar. Landhelgisgæslan hefur eftirlit með veiðum allra erlendra fiskiskipa innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Gagnkvæmir samningar um fjareft- irlit eru nú í gildi milli Íslands, Fær- eyja, Grænlands, Noregs og Rúss- lands. Auk þess tilkynna skipin daglega veiddan afla, komur og brottfarir úr fiskveiðilögsögunni. 149 erlend fiskiskip veiddu við Ísland árið 2003 Afli skipanna talsvert minni en árið 2002 ÚTGÁFA Seðlabankans á svokölluð- um innistæðubréfum í lok árs getur haft það í för með sér að vextir á pen- ingamarkaði hækki, að sögn aðal- hagfræðings Seðlabanka Íslands. Innistæðubréf að fjárhæð 8 millj- arðar króna voru boðin upp hjá Seðlabanka Íslands 30. desember sl. Fimm tilboð bárust frá fjármálafyr- irtækjum, alls fyrir 4,5 milljarða króna, og voru innistæðubréf gefin út fyrir þá fjárhæð. Tilgangur upp- boðsins er að minnka peningamagn í umferð. Hámarksávöxtun í uppboð- inu nam 4,80%. Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka Íslands, segir upp- boð innistæðubréfanna koma til vegna þess að Seðlabankinn vilji draga úr lausu fé í umferð. „Bankinn hefur að undanförnu verið að kaupa gjaldeyri og lækka bindiskyldu. Vegna þessara aðgerða hefur laust fé í umferð aukist. Með því að bjóða upp innistæðu- bréf gerum við bönkum kleift að ávaxta fé hjá Seðlabankanum á hærri vöxtum en venjulega. Í kjöl- farið verða vextirnir á peningamark- aði hærri en ella,“ segir Már. Vextir hækka vegna útgáfu innistæðubréfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.